Förðunarskvísur landsins mættu saman í afmæli Mist og Co. Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. apríl 2022 17:01 Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur stofnaði fyrirtækið Mist og Co. fyrir ári síðan og selur nú hreinsivörulínu í eigin netverslun og verslunum Hagkaup. Samsett Verslunin Mist og Co. fagnaði eins árs afmæli á dögunum. Haldið var upp á tilefnið með veglegu boði í veislusal Spritz á Rauðarárstíg. Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur er eigandi Mist og Co. og bauð hún förðunarfræðingum, tískubloggurum og fleiri flottum konum á þennan fallega viðburð. Á meðal gesta í þessu blómum skreytta boði voru Sunneva Einars, Sólrún Diego, Lína Birgitta. Ástrós Trausta og einnig Kristín Pétursdóttir þáttastjórnandi Make up. Förðunarsnillingar eins og Elín Reynis, Ingunn Sig og Heiður Ósk, létu sig ekki vanta. Ingunn og Heiður Ósk eru stjórnendur Snyrtiborðsins með HI beauty hér á Vísi og eigendur förðunarskólans Reykjavík Makeup School. Studio Morgundögg „Það var mikil þörf á þessari vöru, bæði fyrir alla þá sem nota förðunarbursta og einnig fyrir förðunarfræðinga á Íslandi. Áður fyrr var fólk aðallega að þrífa burstana sína við baðherbergisvaskinn með sápu og vatni, en það er afar tímafrekt og tekur burstana langan tíma að þorna. Með notkun Mist & Co. tekur það aðeins nokkrar mínútur að þrífa allt förðunarburstasettið,“ segir Ásthildur í samtali við Lífið um ástæðu þess að hún stofnaði fyrirtækið. Studio Morgundögg „Svo fer það líka mun betur með húðina að nota hreina förðunarbursta en óhreinir burstar geta valdið óþægindum í húðinni.“ Studio Morgundögg Burstahreinsisprey Ásthildar spiluðu lykilhlutverk á viðburðinum og voru skreytingar og kokteilar í tveimur litum spreyjanna, bleikum og grænu. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Fólki finnst það eiginlega bara ótrúlegt hvað hreinsirinn virkar vel og það gleður mig alltaf að heyra ummæli þeirra sem prófa Mist & Co. í fyrsta sinna,“ segir Ásthildur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg „Það var ótrúlega gaman að fara í gegnum allt ferlið, að koma með nýja vöru á markaðinn, finna hina fullkomnu formúlu og framleiða svo loksins Mist & Co., allt frá því að ég var að blanda formúluna heima í stofu og upp í standa í búðum. Svo finnst mér líka gaman að sjá að makeup skólarnir hérna eru að nota Mist & Co. í kennslunni hjá sér.“ Drykkir og kökur voru merktar fyrirtæki Ásthildar. Studio Morgundögg Ásthildur hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún er að gera og hefur haft áhuga á förðun frá því í menntaskóla. „Mesta áskorunin var að finna hina fullkomnu formúluna og öll efnin í hana. Á tímabili átti ég yfir 200 ilmolíur og tugi brúsa með allskonar efnum í áður en ég fann hin réttu fyrir Mist & Co.“ Studio Morgundögg Samhliða því að reka fyrirtækið Mist og Co. og framleiða eigin hreinsivörulínu starfar Ásthildur sjálfstætt sem förðunarfræðingur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg Förðun Samkvæmislífið Tíska og hönnun Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur er eigandi Mist og Co. og bauð hún förðunarfræðingum, tískubloggurum og fleiri flottum konum á þennan fallega viðburð. Á meðal gesta í þessu blómum skreytta boði voru Sunneva Einars, Sólrún Diego, Lína Birgitta. Ástrós Trausta og einnig Kristín Pétursdóttir þáttastjórnandi Make up. Förðunarsnillingar eins og Elín Reynis, Ingunn Sig og Heiður Ósk, létu sig ekki vanta. Ingunn og Heiður Ósk eru stjórnendur Snyrtiborðsins með HI beauty hér á Vísi og eigendur förðunarskólans Reykjavík Makeup School. Studio Morgundögg „Það var mikil þörf á þessari vöru, bæði fyrir alla þá sem nota förðunarbursta og einnig fyrir förðunarfræðinga á Íslandi. Áður fyrr var fólk aðallega að þrífa burstana sína við baðherbergisvaskinn með sápu og vatni, en það er afar tímafrekt og tekur burstana langan tíma að þorna. Með notkun Mist & Co. tekur það aðeins nokkrar mínútur að þrífa allt förðunarburstasettið,“ segir Ásthildur í samtali við Lífið um ástæðu þess að hún stofnaði fyrirtækið. Studio Morgundögg „Svo fer það líka mun betur með húðina að nota hreina förðunarbursta en óhreinir burstar geta valdið óþægindum í húðinni.“ Studio Morgundögg Burstahreinsisprey Ásthildar spiluðu lykilhlutverk á viðburðinum og voru skreytingar og kokteilar í tveimur litum spreyjanna, bleikum og grænu. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Fólki finnst það eiginlega bara ótrúlegt hvað hreinsirinn virkar vel og það gleður mig alltaf að heyra ummæli þeirra sem prófa Mist & Co. í fyrsta sinna,“ segir Ásthildur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg „Það var ótrúlega gaman að fara í gegnum allt ferlið, að koma með nýja vöru á markaðinn, finna hina fullkomnu formúlu og framleiða svo loksins Mist & Co., allt frá því að ég var að blanda formúluna heima í stofu og upp í standa í búðum. Svo finnst mér líka gaman að sjá að makeup skólarnir hérna eru að nota Mist & Co. í kennslunni hjá sér.“ Drykkir og kökur voru merktar fyrirtæki Ásthildar. Studio Morgundögg Ásthildur hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún er að gera og hefur haft áhuga á förðun frá því í menntaskóla. „Mesta áskorunin var að finna hina fullkomnu formúluna og öll efnin í hana. Á tímabili átti ég yfir 200 ilmolíur og tugi brúsa með allskonar efnum í áður en ég fann hin réttu fyrir Mist & Co.“ Studio Morgundögg Samhliða því að reka fyrirtækið Mist og Co. og framleiða eigin hreinsivörulínu starfar Ásthildur sjálfstætt sem förðunarfræðingur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg
Förðun Samkvæmislífið Tíska og hönnun Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira