Kjarninn tók út frétt vegna yfirgengilegs rasisma Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2022 19:37 Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans Vísir/Egill Aðalsteinsson Vefmiðlinn Kjarninn tók út frétt sem birtist á vefnum vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu gegn Lenyu Rún Taha Karim, varaþingsmanns Pírata. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir að sig hafi sett hljóðan við lestur ummælanna. Kjarninn birti á föstudag viðtal við Lenyu Rún þar sem hún greinir frá því sem hún hafi gengið í gegnum sem varaþingmaður vegna uppruna síns. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að hún hafi íhugað að skila kjörbréfi sínu vegna persónuárása í hennar garð. Í pistli sem Þórður Snær skrifar á Facebook síðu Kjarnans nú undir kvöld segir hann að það verklag sé viðhaft að vinna eina til tvær fréttir upp úr stærri viðtölum og birta dagana á eftir. Það var einnig gert í þetta skiptið. Þórður segir hins vegar að þegar hluti af viðtalinu við Lenyu Rún hafi verið tekinn úr stærra samhengi hafi orðið til viðbrögð sem hann hafi ekki séð fyrir. Hann segir ekki hægt að lýsa viðbrögðunum öðruvísi en sem persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu. Hann hafi því ákveðið að eyða út ömurlegustu umræðunum sem birtust á samfélagsmiðlum Kjarnans og loka fyrir ný ummæli. Það dugði hins vegar ekki og síðdegis í dag hafi sú ákvörðun verið tekin að eyða út deilingum fréttarinnar og taka hana úr birtingu. Lenya Rún er fimmta yngsta manneskjan sem hefur tekið sæti á Alþingi sem varamaður en hún var 22 ára og 9 daga gömul þegar hún settist fyrst á þing undir lok síðasta árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi en bjó í Kúrdistan á árunum 2013 til 2016. Í viðtalinu við Kjarnann segir hún að hún hafi tekið eftir hatursfullum ummælum þegar hún tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn. „Fólk í kommentakerfinu vísar í okkur sem krakka og mig sem íslamista,“ segir Lenya Rún í viðtalinu við Kjarnann og á þar við hana sjálfa og Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem tók sæti á þingi sama dag og Lenya Rún. Alþingi Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Píratar Tengdar fréttir Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05 Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Kjarninn birti á föstudag viðtal við Lenyu Rún þar sem hún greinir frá því sem hún hafi gengið í gegnum sem varaþingmaður vegna uppruna síns. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að hún hafi íhugað að skila kjörbréfi sínu vegna persónuárása í hennar garð. Í pistli sem Þórður Snær skrifar á Facebook síðu Kjarnans nú undir kvöld segir hann að það verklag sé viðhaft að vinna eina til tvær fréttir upp úr stærri viðtölum og birta dagana á eftir. Það var einnig gert í þetta skiptið. Þórður segir hins vegar að þegar hluti af viðtalinu við Lenyu Rún hafi verið tekinn úr stærra samhengi hafi orðið til viðbrögð sem hann hafi ekki séð fyrir. Hann segir ekki hægt að lýsa viðbrögðunum öðruvísi en sem persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu. Hann hafi því ákveðið að eyða út ömurlegustu umræðunum sem birtust á samfélagsmiðlum Kjarnans og loka fyrir ný ummæli. Það dugði hins vegar ekki og síðdegis í dag hafi sú ákvörðun verið tekin að eyða út deilingum fréttarinnar og taka hana úr birtingu. Lenya Rún er fimmta yngsta manneskjan sem hefur tekið sæti á Alþingi sem varamaður en hún var 22 ára og 9 daga gömul þegar hún settist fyrst á þing undir lok síðasta árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi en bjó í Kúrdistan á árunum 2013 til 2016. Í viðtalinu við Kjarnann segir hún að hún hafi tekið eftir hatursfullum ummælum þegar hún tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn. „Fólk í kommentakerfinu vísar í okkur sem krakka og mig sem íslamista,“ segir Lenya Rún í viðtalinu við Kjarnann og á þar við hana sjálfa og Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem tók sæti á þingi sama dag og Lenya Rún.
Alþingi Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Píratar Tengdar fréttir Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05 Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05
Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“