Stjórna félagsmenn Eflingu? Óskar Steinn Gestsson skrifar 16. apríl 2022 15:01 Fyrir 25 árum breyttist stéttarfélagið mitt Dagsbrún í Eflingu og í 20 ár heyrði ég hvorki né sá af því. Ég vissi ekki einu sinni hvar það var til húsa – fyrr en að Sólveig Anna Jónsdóttir vann formannskosningu árið 2018 og tók við völdum. Þegar hún fór að velta við steinum þá kom ýmislegt í ljós, til dæmis fjármálastjóri sem samdi um veisluþjónustu undir borðið við sambýlismann sinn, óeðlilega háar greiðslur til tölvufyrirtækisins Init sem var á mála hjá lífeyrissjóði félagsmanna og fleira í þeim dúr. Þá rak Sólveig sig á að margir innan skrifstofu Eflingar höfðu engan áhuga á að starfa með henni. Fólkið á skrifstofunni hafði fengið að eiga félagið í áratugi, alveg þangað til að við félagsmenn kusum okkur formann. En skrifstofufólkið var ekki tilbúið að veita lýðræðislega kjörnum formanni völd og vann kerfisbundið gegn henni og B-listanum. Þetta gekk svo langt að einn karlkyns starfsmaður hótaði að fara heim til hennar og beita hana ofbeldi, sagðist hafa komist upp með slíkt ofbeldi áður og ætti ekki í vandræðum með að beita því aftur. Vegna stöðugrar andstöðu og undirróðurs þá sagði Sólveig af sér sem formaður haustið 2021. Hún bauð sig svo fram að nýju til formanns og fékk endurnýjað umboð félagsmanna með hreinum meirihluta í kosningum. Því miður þá dugði það ekki til. Á aðalfundi Eflingar þann 8. apríl síðastliðinn mætti henni aftur hatur og vanvirðing. Henni var ekki óskað til hamingju og ekki var gert ráð fyrir ávarpi nýs formanns á dagskránni. Ég hef aldrei orðið vitni að jafn ógeðslegri framkomu og jafn miklu virðingaleysi gagnvart vilja okkar félagsmanna eins og þetta kvöld. Starfsfólkið ætlaði að halda stríðinu við félagsmenn áfram. Nú standa yfir skipulagsbreytingar, breytingar sem fela í sér að úreltum og stórskringilegum ráðningarkjörum er sagt upp en allir starfsmenn hvattir til að sækja um störf að nýju. Ég sé ekkert athugavert við þessar breytingar og hvernig að þeim er staðið. Augljós vandamál hafa plagað innra starf skrifstofunnar síðan 2018 og á þeim er nauðsynlegt að taka. Starfsfólk Eflingar á að þjónusta okkur félagsmenn á þeim forsendum sem stjórn félagsins ákveður en ekki að reka eigin stefnu, hvorki í rekstrarmálum félagsins né í pólitík útávið. Til þess hafa þau einfaldlega ekki umboð. Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 25 árum breyttist stéttarfélagið mitt Dagsbrún í Eflingu og í 20 ár heyrði ég hvorki né sá af því. Ég vissi ekki einu sinni hvar það var til húsa – fyrr en að Sólveig Anna Jónsdóttir vann formannskosningu árið 2018 og tók við völdum. Þegar hún fór að velta við steinum þá kom ýmislegt í ljós, til dæmis fjármálastjóri sem samdi um veisluþjónustu undir borðið við sambýlismann sinn, óeðlilega háar greiðslur til tölvufyrirtækisins Init sem var á mála hjá lífeyrissjóði félagsmanna og fleira í þeim dúr. Þá rak Sólveig sig á að margir innan skrifstofu Eflingar höfðu engan áhuga á að starfa með henni. Fólkið á skrifstofunni hafði fengið að eiga félagið í áratugi, alveg þangað til að við félagsmenn kusum okkur formann. En skrifstofufólkið var ekki tilbúið að veita lýðræðislega kjörnum formanni völd og vann kerfisbundið gegn henni og B-listanum. Þetta gekk svo langt að einn karlkyns starfsmaður hótaði að fara heim til hennar og beita hana ofbeldi, sagðist hafa komist upp með slíkt ofbeldi áður og ætti ekki í vandræðum með að beita því aftur. Vegna stöðugrar andstöðu og undirróðurs þá sagði Sólveig af sér sem formaður haustið 2021. Hún bauð sig svo fram að nýju til formanns og fékk endurnýjað umboð félagsmanna með hreinum meirihluta í kosningum. Því miður þá dugði það ekki til. Á aðalfundi Eflingar þann 8. apríl síðastliðinn mætti henni aftur hatur og vanvirðing. Henni var ekki óskað til hamingju og ekki var gert ráð fyrir ávarpi nýs formanns á dagskránni. Ég hef aldrei orðið vitni að jafn ógeðslegri framkomu og jafn miklu virðingaleysi gagnvart vilja okkar félagsmanna eins og þetta kvöld. Starfsfólkið ætlaði að halda stríðinu við félagsmenn áfram. Nú standa yfir skipulagsbreytingar, breytingar sem fela í sér að úreltum og stórskringilegum ráðningarkjörum er sagt upp en allir starfsmenn hvattir til að sækja um störf að nýju. Ég sé ekkert athugavert við þessar breytingar og hvernig að þeim er staðið. Augljós vandamál hafa plagað innra starf skrifstofunnar síðan 2018 og á þeim er nauðsynlegt að taka. Starfsfólk Eflingar á að þjónusta okkur félagsmenn á þeim forsendum sem stjórn félagsins ákveður en ekki að reka eigin stefnu, hvorki í rekstrarmálum félagsins né í pólitík útávið. Til þess hafa þau einfaldlega ekki umboð. Höfundur er félagi í Eflingu.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun