Fótbolti

Kristín Dís spilaði í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kristín Dís gekk í raðir Brondby frá Breiðablik í vetur.
Kristín Dís gekk í raðir Brondby frá Breiðablik í vetur. vísir/Getty

Kristín Dís Árnadóttir var í byrjunarliði Bröndby þegar liðið sótti Fortuna Hjörring heim í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Bröndby átti ekki góðan dag og steinlá fyrir Fortuna Hjörring en slæmur kafli undir lok fyrri hálfleiks gerði Kristínu og stöllum hennar erfitt um vik.

Eftir hálftíma leik kom ástralska landsliðskonan Angela Beard heimakonum í forystu og skömmu síðar tvöfaldaði Indiah-Paige Riley forystuna. Beard var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi því 3-0 fyrir Fortuna Hjörring.

3-0 varð 4-0 þegar Florentina Olar skoraði á 59.mínútu en Beatrice Persson lagaði stöðuna fyrir Bröndby áður en yfir lauk og lokatölur því 4-1 fyrir Fortuna Hjörring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×