Furðar sig á að kennitölur hafi verið birtar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 15:35 Landskjörstjórn segir birtinguna í samræmi við lög og reglugerð um kosningar. Getty Landskjörstjórn hyggst birta kennitölur allra frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga opinberlega. Umboðsmaður Garðabæjarlistans setur spurningamerki við birtinguna og hefur sent erindi á Persónuvernd. Samkvæmt nýrri reglugerð um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar ber að birta kennitölur frambjóðenda í formlegri auglýsingu. Reglugerðin er í samræmi við hin nýju kosningalög en þar kemur beinlínis fram að birta beri kennitölur frambjóðenda. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Garðabæjarlistans furðar sig á birtingunni: „Þetta klagar svo sem ekki upp á mig og ég hef svo sem ekki heyrt neinn frambjóðanda kvarta. En ég man ekki betur en að menn teldu kennitöluna vera svolítið heilaga þó að þú getir flett þeim upp í heimabanka og svoleiðis. Og ég man ekki betur en það væri óheimilt að dreifa kennitölum,“ segir Kristján. Landskjörstjórn segir ákvæðið skýrt Hann segist þó ekki geta fullyrt að birting kennitalna sé óheimil en hefur sent erindi á landskjörstjórn og Persónuvernd til að skera úr um lögmæti birtingarinnar. Lögfræðingur hjá landskjörstjórn segir ákvæðið skýrt. Samkvæmt því beri augljóslega að birta kennitölur frambjóðenda en Persónuvernd hefur ekki svarað spurningum Kristjáns. „Menn segja kannski að þetta sé svo það fari ekki á milli mála að Jón Jónsson eldri sé í framboði en ekki Jón Jónsson yngri. En þá hefði verið nóg að skrifa bara ártal eða fæðingaraldur – eða birta í versta falli þessar sex tölur þar sem maður sér afmælið – en það er enginn tilgangur að birta þessar seinni tölur,“ segir Kristján. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Persónuvernd Garðabær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Samkvæmt nýrri reglugerð um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar ber að birta kennitölur frambjóðenda í formlegri auglýsingu. Reglugerðin er í samræmi við hin nýju kosningalög en þar kemur beinlínis fram að birta beri kennitölur frambjóðenda. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Garðabæjarlistans furðar sig á birtingunni: „Þetta klagar svo sem ekki upp á mig og ég hef svo sem ekki heyrt neinn frambjóðanda kvarta. En ég man ekki betur en að menn teldu kennitöluna vera svolítið heilaga þó að þú getir flett þeim upp í heimabanka og svoleiðis. Og ég man ekki betur en það væri óheimilt að dreifa kennitölum,“ segir Kristján. Landskjörstjórn segir ákvæðið skýrt Hann segist þó ekki geta fullyrt að birting kennitalna sé óheimil en hefur sent erindi á landskjörstjórn og Persónuvernd til að skera úr um lögmæti birtingarinnar. Lögfræðingur hjá landskjörstjórn segir ákvæðið skýrt. Samkvæmt því beri augljóslega að birta kennitölur frambjóðenda en Persónuvernd hefur ekki svarað spurningum Kristjáns. „Menn segja kannski að þetta sé svo það fari ekki á milli mála að Jón Jónsson eldri sé í framboði en ekki Jón Jónsson yngri. En þá hefði verið nóg að skrifa bara ártal eða fæðingaraldur – eða birta í versta falli þessar sex tölur þar sem maður sér afmælið – en það er enginn tilgangur að birta þessar seinni tölur,“ segir Kristján.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Persónuvernd Garðabær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira