Gagnrýndi dómarann fyrir að hlæja með Ancelotti: „Það sem þú færð í Madríd“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 08:00 Thomas Tuchel skilur ekkert í Carlo Ancelotti. EPA-EFE/Juanjo Martin Thomas Tuchel var allt annað en sáttur eftir dramatískt 3-2 tap Evrópumeistara Chelsea gegn Real Madríd eftir framlengdan leik á Spáni. Hann lét dómara leiksins heyra það eftir leik en maðurinn með flautuna sást hlæja með Carlo Ancelotti á meðan leik stóð. Chelsea mætti til Madríd eftir 3-1 tap á Brúnni en sneri taflinu við í Madríd og var 3-1 yfir eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Þeir minnkuðu muninn í 3-2 og fóru því áfram 5-4 samtals. Þjálfara Chelsea, Tuchel, var ekki skemmt og hvað þá eftir að hann sá dómarann Szymon Marciniak hlæja með Ancelotti, þjálfara Real. „Ég var svekktur að sjá að dómarinn skemhmti sér svona vel með Carlo. Þegar ég vildi þakka fyrir leikinn þá var hann brosandi og hlæjandi með þjálfara andstæðinganna. Ég tel þetta hafa verð rangan tíma til að gera það. Eftir 126 mínútur þar sem lið lögðu líkama og sál í verkefnið. Þetta var léleg tímasetning og ég lét hann vita af því,“ sagði Tuchel eftir leik. Þá var mark dæmt af Chelsea í leiknum. „Á móti Real Madríd þá reiknar þú ekki alltaf með að allir sýni hugrekki,“ sagði Tuchel og skaut bersýnilega á dómara leiksins en Marciniak fór ekki og skoðaði atvikið sjálfur. Tuchel lætur dómara leiksins vita hvað sér finnst.EPA-EFE/Sergio Perez Hann bætti þó við að þetta væri almennt staðan gegn Real og honum hefði fundist margar litlar ákvarðanir í fyrri leiknum falla þeim í hag. „Þetta er tap sem við getum kyngt. Við gáfum allt, spiluðum eins og við vildum spila. Við áttum skilið að fara áfram en vorum óheppnir og það gekk ekki upp að þessu sinni,“ sagði Tuchel að endingu. Real Madríd er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Manchester City eða Atlético Madríd. City leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Chelsea mætti til Madríd eftir 3-1 tap á Brúnni en sneri taflinu við í Madríd og var 3-1 yfir eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Þeir minnkuðu muninn í 3-2 og fóru því áfram 5-4 samtals. Þjálfara Chelsea, Tuchel, var ekki skemmt og hvað þá eftir að hann sá dómarann Szymon Marciniak hlæja með Ancelotti, þjálfara Real. „Ég var svekktur að sjá að dómarinn skemhmti sér svona vel með Carlo. Þegar ég vildi þakka fyrir leikinn þá var hann brosandi og hlæjandi með þjálfara andstæðinganna. Ég tel þetta hafa verð rangan tíma til að gera það. Eftir 126 mínútur þar sem lið lögðu líkama og sál í verkefnið. Þetta var léleg tímasetning og ég lét hann vita af því,“ sagði Tuchel eftir leik. Þá var mark dæmt af Chelsea í leiknum. „Á móti Real Madríd þá reiknar þú ekki alltaf með að allir sýni hugrekki,“ sagði Tuchel og skaut bersýnilega á dómara leiksins en Marciniak fór ekki og skoðaði atvikið sjálfur. Tuchel lætur dómara leiksins vita hvað sér finnst.EPA-EFE/Sergio Perez Hann bætti þó við að þetta væri almennt staðan gegn Real og honum hefði fundist margar litlar ákvarðanir í fyrri leiknum falla þeim í hag. „Þetta er tap sem við getum kyngt. Við gáfum allt, spiluðum eins og við vildum spila. Við áttum skilið að fara áfram en vorum óheppnir og það gekk ekki upp að þessu sinni,“ sagði Tuchel að endingu. Real Madríd er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Manchester City eða Atlético Madríd. City leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira