Frábær auglýsing fyrir ensku úrvalsdeildina Atli Arason skrifar 11. apríl 2022 12:01 Pep Guardiola og Jurgen Klopp takast í hendur eftir leik. Getty Images Manchester City og Liverpool skildu jöfn, 2-2, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var hraður og skemmtilegur frá upphafi til enda og góð auglýsing fyrir deildina að mati knattspyrnustjóra Manchester City, Pep Guardiola. „Þetta var rosalegur leikur og frábær auglýsing fyrir ensku úrvalsdeildina. Bæði lið ætluðu sér sigur og þeir gerðu allt til þess að vinna en mér fannst eins og við leyfðum þeim að komast í gang,“ sagði Guardiola eftir leik. Guardiola er mjög hrifinn af liði Liverpool og því sem liðið býður upp á sóknarlega. „Það er algjör unun að fylgjast með Liverpoool spila fótbolta, þeir eru með svo margar ógnir á sóknarhelmingi og á því er enginn vafi. Mér fannst við gera mjög vel gegn þeim og ég er ótrúlega stoltur af mínu liði.“ RESPECT! Guardiola & Klopp hug it out at full-time 🤝 pic.twitter.com/5sxHfxpJrA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 10, 2022 Guardiola segist bera mikla virðingu fyrir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. „Ég veit ekki hvort Jurgen virði mig en ég virði hann mjög mikið. Hann gerir mig af betri knattspyrnustjóra, lið hans eru jákvæð, árasagjörn og vilja sækja. Við erum ekki vinir, við borðum ekki kvöldverð saman. Ég er með símanúmerið hans en ég hringi samt ekki í hann. Ég virði hann mjög mikið en hann veit að næsta laugardag þá munum við reyna að sigra hann,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Liðin tvö mætast aftur í FA bikarnum næsta laugardag. Manchester City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með eins stigs forskot á Liverpool. Það stefnir því í blóðuga baráttu um Englandsmeistaratitilinn. „Bæði lið vita það eru sjö leikir eftir og við þurfum að vinna þessa síðustu sjö leiki því annars er þetta búið fyrir okkur,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
„Þetta var rosalegur leikur og frábær auglýsing fyrir ensku úrvalsdeildina. Bæði lið ætluðu sér sigur og þeir gerðu allt til þess að vinna en mér fannst eins og við leyfðum þeim að komast í gang,“ sagði Guardiola eftir leik. Guardiola er mjög hrifinn af liði Liverpool og því sem liðið býður upp á sóknarlega. „Það er algjör unun að fylgjast með Liverpoool spila fótbolta, þeir eru með svo margar ógnir á sóknarhelmingi og á því er enginn vafi. Mér fannst við gera mjög vel gegn þeim og ég er ótrúlega stoltur af mínu liði.“ RESPECT! Guardiola & Klopp hug it out at full-time 🤝 pic.twitter.com/5sxHfxpJrA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 10, 2022 Guardiola segist bera mikla virðingu fyrir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. „Ég veit ekki hvort Jurgen virði mig en ég virði hann mjög mikið. Hann gerir mig af betri knattspyrnustjóra, lið hans eru jákvæð, árasagjörn og vilja sækja. Við erum ekki vinir, við borðum ekki kvöldverð saman. Ég er með símanúmerið hans en ég hringi samt ekki í hann. Ég virði hann mjög mikið en hann veit að næsta laugardag þá munum við reyna að sigra hann,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Liðin tvö mætast aftur í FA bikarnum næsta laugardag. Manchester City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með eins stigs forskot á Liverpool. Það stefnir því í blóðuga baráttu um Englandsmeistaratitilinn. „Bæði lið vita það eru sjö leikir eftir og við þurfum að vinna þessa síðustu sjö leiki því annars er þetta búið fyrir okkur,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira