Doncic gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni Atli Arason skrifar 11. apríl 2022 08:31 Luka Doncic gæti misst af fyrstu leikjum úrslitakeppninnar. Getty Images Lokaumferð NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem öll lið áttu leiki. Luka Doncic, leikmaður Mavericks neyddist til að fara meiddur af leikvelli í sigri liðsins. Hér má finna öll helstu úrslit næturnar í vestur hluta deildarinnar. San Antonio Spurs 120 – 130 Dallas Mavericks Einn besti leikmaður deildarinnar, Luka Doncic hjá Mavericks, fór meiddur af leikvelli og þátttaka hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar er í uppnámi eftir 10 stiga sigur Maverics á Spurs í nótt. Doncic neyddist til að hætta keppni undir lok þriðja leikhluta vegna meiðsla í kálfa en Doncic endaði leikinn samt stiga-, stoðsendinga-, og frákastahæstur í liði Mavericks með 26 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mavericks hafði þegar tryggt sér fjórða sæti vesturdeildarinnar fyrir leikinn og enda deildarkeppnina í fjórða sæti. Mavericks mun því mæta Utah Jazz í úrslitakeppninni, mögulega án Doncic. San Antonio Spurs náði 10. sæti vesturdeildar og fara í gegnum undankeppnina þar sem þeir mæta New Orleans Pelicans í fyrstu umferð. LA Lakers 146 – 141 Denver Nuggets LeBron lausir Lakers menn unnu 5 stiga sigur á Nuggets eftir framlengdan leik. Malik Monk og Austin Reaves, leikmenn Lakers, settu báðir persónulegt stigamet í þessum leik. Monk með 41 og Reaves með 31. Sigurinn þýðir hins vegar lítið fyrir Lakers þar sem liðið var nú þegar búið að missa af úrslitakeppninni og LeBron og félagar eru því komnir í sumarfrí. Denver Nuggets enda tímabilið hins vegar í sjötta sæti og mun mæta Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Golden State Warriors 128 – 107 New Orleans Pelicans Klay Thompson skoraði 41 stig þegar Warrios tryggði sér þriðja sæti austurdeildar með 21 stiga sigri á Pelicans. Warriors fær því Nuggets í úrslitakeppninni á meðan Pelicans mætir Spurs. Oklahoma City Thunder 88 – 138 LA Clippers Amir Coffey, leikmaður Clippers, skoraði 32 stig í 50 stiga sigri á Thunder. Coffey hefur aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik en Coffey tók þar að auki 13 fráköst. Clippers mætir Timberwolves í undankeppni úrslitakeppninnar og sigurvegari úr þeirri viðureign mun leika gegn Grizzlies í úrslitakeppninni. Thunder lýkur hins vegar keppni í fjórtánda sæti deildarinnar. Sacramento Kings 116 – 109 Pheonix Suns Topplið Suns gat leyft sér að hvíla sína bestu leikmenn fyrir úrslitakeppnina en liðið hafði þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildar. Landry Shamet, leikmaður Suns, var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum. Suns mætir annaðhvort Timberwolves, Clippers, Pelicans eða Spurs í úrslitakeppninni, eftir því hvernig liðunum gegnur í undankeppninni. Utah Jazz 111 – 80 Portland Trail Blazers Juancho Hernangomez gerði 22 stig fyrir Jazz þegar liðið vann 31 stiga sigur á Trail Blazers. Jazz mætir Mavericks í úrslitakeppninni en Trail Blazers fer í sumarfrí. NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
San Antonio Spurs 120 – 130 Dallas Mavericks Einn besti leikmaður deildarinnar, Luka Doncic hjá Mavericks, fór meiddur af leikvelli og þátttaka hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar er í uppnámi eftir 10 stiga sigur Maverics á Spurs í nótt. Doncic neyddist til að hætta keppni undir lok þriðja leikhluta vegna meiðsla í kálfa en Doncic endaði leikinn samt stiga-, stoðsendinga-, og frákastahæstur í liði Mavericks með 26 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mavericks hafði þegar tryggt sér fjórða sæti vesturdeildarinnar fyrir leikinn og enda deildarkeppnina í fjórða sæti. Mavericks mun því mæta Utah Jazz í úrslitakeppninni, mögulega án Doncic. San Antonio Spurs náði 10. sæti vesturdeildar og fara í gegnum undankeppnina þar sem þeir mæta New Orleans Pelicans í fyrstu umferð. LA Lakers 146 – 141 Denver Nuggets LeBron lausir Lakers menn unnu 5 stiga sigur á Nuggets eftir framlengdan leik. Malik Monk og Austin Reaves, leikmenn Lakers, settu báðir persónulegt stigamet í þessum leik. Monk með 41 og Reaves með 31. Sigurinn þýðir hins vegar lítið fyrir Lakers þar sem liðið var nú þegar búið að missa af úrslitakeppninni og LeBron og félagar eru því komnir í sumarfrí. Denver Nuggets enda tímabilið hins vegar í sjötta sæti og mun mæta Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Golden State Warriors 128 – 107 New Orleans Pelicans Klay Thompson skoraði 41 stig þegar Warrios tryggði sér þriðja sæti austurdeildar með 21 stiga sigri á Pelicans. Warriors fær því Nuggets í úrslitakeppninni á meðan Pelicans mætir Spurs. Oklahoma City Thunder 88 – 138 LA Clippers Amir Coffey, leikmaður Clippers, skoraði 32 stig í 50 stiga sigri á Thunder. Coffey hefur aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik en Coffey tók þar að auki 13 fráköst. Clippers mætir Timberwolves í undankeppni úrslitakeppninnar og sigurvegari úr þeirri viðureign mun leika gegn Grizzlies í úrslitakeppninni. Thunder lýkur hins vegar keppni í fjórtánda sæti deildarinnar. Sacramento Kings 116 – 109 Pheonix Suns Topplið Suns gat leyft sér að hvíla sína bestu leikmenn fyrir úrslitakeppnina en liðið hafði þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildar. Landry Shamet, leikmaður Suns, var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum. Suns mætir annaðhvort Timberwolves, Clippers, Pelicans eða Spurs í úrslitakeppninni, eftir því hvernig liðunum gegnur í undankeppninni. Utah Jazz 111 – 80 Portland Trail Blazers Juancho Hernangomez gerði 22 stig fyrir Jazz þegar liðið vann 31 stiga sigur á Trail Blazers. Jazz mætir Mavericks í úrslitakeppninni en Trail Blazers fer í sumarfrí.
NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira