Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 23:20 Útlit er fyrir æsispennandi kosningar þann 24. apríl næstkomandi. Getty Images Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. Emmanuel Macron fékk milli 28 og 29 prósent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna en keppinauturinn, Marine Le Pen, fékk milli 23 og 24 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Breska ríkisútvarpið fylgdist ítarlega með. Tólf voru í framboði þetta árið en Macron vann nokkuð örugglega í seinni umferð forsetakosninganna árið 2017 með rúmlega 66 prósent atkvæða. Nú virðist Le Pen ætla að sækja á. Fylgi Macrons forseta hafði dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virtist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Le Pen hefur nú aldrei mælst með meira fylgi og kveðst bjartsýn yfir því sem koma skal. Sérfræðingar ytra segja ljóst að Macron geti ekki búist við auðveldum sigri í komandi kosningum. Hann sagði í ávarpi fyrr í kvöld að stuðningsmenn sínir þyrftu engar áhyggjur að hafa af kosningunum. Samkvæmt stjórnmálafræðingum ytra virðast kjósendur hafa almennt skipað sér í þrjár fylkingar; Macron-breiðfylkingu, langt til hægri eða langt til vinstri. Nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er ljóst að margir, sem gerðu ráð fyrir því að kjósa aðrar frambjóðendur af þeim tólf sem voru í framboði, hafi ákveðið að valið stæði milli Macron, Le Pen og Jean-Luc Mélenchon, sem var lengst til vinstri. Sá síðastnefndi fékk rúm 20 prósent atkvæða en hann hvetur stuðningsmenn sína nú eindregið til að kjósa Macron. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Emmanuel Macron fékk milli 28 og 29 prósent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna en keppinauturinn, Marine Le Pen, fékk milli 23 og 24 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Breska ríkisútvarpið fylgdist ítarlega með. Tólf voru í framboði þetta árið en Macron vann nokkuð örugglega í seinni umferð forsetakosninganna árið 2017 með rúmlega 66 prósent atkvæða. Nú virðist Le Pen ætla að sækja á. Fylgi Macrons forseta hafði dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virtist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Le Pen hefur nú aldrei mælst með meira fylgi og kveðst bjartsýn yfir því sem koma skal. Sérfræðingar ytra segja ljóst að Macron geti ekki búist við auðveldum sigri í komandi kosningum. Hann sagði í ávarpi fyrr í kvöld að stuðningsmenn sínir þyrftu engar áhyggjur að hafa af kosningunum. Samkvæmt stjórnmálafræðingum ytra virðast kjósendur hafa almennt skipað sér í þrjár fylkingar; Macron-breiðfylkingu, langt til hægri eða langt til vinstri. Nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er ljóst að margir, sem gerðu ráð fyrir því að kjósa aðrar frambjóðendur af þeim tólf sem voru í framboði, hafi ákveðið að valið stæði milli Macron, Le Pen og Jean-Luc Mélenchon, sem var lengst til vinstri. Sá síðastnefndi fékk rúm 20 prósent atkvæða en hann hvetur stuðningsmenn sína nú eindregið til að kjósa Macron.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43