Körfubolti

NBA í nótt: Nets upp fyrir Cavaliers

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Kevin Durant og Kyrie Irving
Kevin Durant og Kyrie Irving EPA-EFE/JASON SZENES

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og flestar nætur þessi dægrin því úrslitakeppnin nálgast. Brooklyn Nets unnu mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í austurdeildinni.

Nets bar sigurorð af Cavaliers á heimavelli en lokatölur leiksins voru 118-107 heimamönnum í vil. Kevin Durant skoraði 36 stig fyrir Nets en Darius Garland skoraði 31 fyrir Cavaliers. Með sigrinum komst Nets upp fyrir Cavaliers í sjöunda sæti austursins, en sjöunda sætið gefur heimavallarrétt í umspilinu fyrir úrslitakeppnina.

Á South beach unnu heimamenn í Miami Heat mikilvægan sigur á Atlanta Hawks og tryggðu sér um leið efsta sæti austursins fyrir úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. Miðherjinn Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir heimamenn en Trae Young skoraði 35 stig fyrir Atlanta sem verður í umspilinu í næstu viku.

Þá unnu Phoenix Suns fínan sigur á Utah Jazz í Salt lake City í Utah ríki, 105-111. Phoenix, sem hefur leitt deildina frá upphafi, hefur löngu tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar en Utah eru í baráttunni um fimmta sætið við Denver. Devin Booker skoraði 33 stig fyrir Phoenix og Bojan Bogdanovic skoraði 21 fyrir Utah.

Önnur úrslit næturinnar:

Detroit Pistons 101-131 Milwaukee Bucks

Washington Wizards 92-114 New York Knicks

Toronto Raptors 117-115 Houston Rockets

Chicago Bulls 117-133 Charlotte Hornets

Dallas Mavericks 128-78 Portland Trailblazers

Los Angeles Lakers 120-101 Oklahoma City Thunder

Umspilið um sæti í úrslitakeppninni hefst í næstu viku og úrslitakeppnin sjálf um næstu helgi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×