Ursula segir hryllingin í Bucha skekja allt mannkynið Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2022 19:43 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins virðir fyrir sér hryllinginn í Bucha í Úkraínu í dag. AP/Efrem Lukatsky Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns hefðu fallið og um eitt hundrað særst en nú er ljóst að minnsta kosti fimmtíu féllu og yfir þrjú hundruð særðust. Zelesnkyy forseti Úkraínu ávarpaði finnska þingið í dag og sagði þessa árás ekkert einsdæmi. „Það var svona sem Rússar "vörðu" Donbas-svæðið. Það var svona sem Rússar "vernduðu" rússneskumælandi fólk. Það er svona sem við höfum lifað í 44 daga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Fjöldi fólks heldur enn til í kjöllurum og byrgjum í borgum víða um norðurhluta Úkraínu þótt rússneskir hermenn hafi verið hraktir á brott. Ýmist af hreinum ótta eða vegna þess að fólkið á ekki í nein hús að venda eftir að heimili þeirra voru sprengd í loft upp eins og í borginni Chernihiv. Sorgin í Bucha er gríðarleg nú þegar aðstandendur geta vogað sér að vitja fjöldagrafa í borginni.AP/Efrem Lukatsky Yuliia Bomber, 34 ára lögfræðingur er þeirra á meðal. „Núna eru hérna um 60 manns, aðallega fólk sem hefur misst heimili sín og fólk sem á hús sem nú eru óíbúðarhæf. Um tíma voru hér allt að 600 manns. Fólkið svaf þá hérna úti um allt,“ segir Yuliia. Zelenskyy ítrekaði enn og aftur að Vesturlönd yrðu að skilja alvarleika stríðsins og hætta að hika við að útvega Úkraínumönnum þungavopn. „Þið vitið öll hvað rússneski herinn gerði í borginni okkar, Bucha. En þeir gera það sama og í Bucha á hverjum degi. Frá Kramatorsk til Mariupol, frá Kharkiv til Kherson,“ segir Zelenskyy. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Josep Borrell utanríkisstjóri sambandsins heimsóttu Bucha í dag þar sem illa farin lík rúmlega fjögur hundruð kvenna, barna og karla lágu út um allt eftir að Rússar voru nýlega hraktir þaðan. Fólkið hafði verið skotið á færi á götum úti eða myrt heima hjá sér, kramið af skriðdrekum, pyndað, nauðgað og brennt. „Hið óhugsanlega hefur gerst hér. Við höfum séð grimmdarlega framgöngu hers Pútíns. Við höfum séð ófyrirleitnina og harðneskjuna sem hann hefur sýnt í hernámi borgarinnar. Það sem við sáum hér í Bucha skekur allt mannkynið og allur heimurinn syrgir með íbúum Bucha,“ sagði von der Leyen. Fyrsta formlega skrefið til aðildar Úkraínu að ESB stigið í dag Volodymyr Zelenskyy tekur við spurningalista frá Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB í Kænugarði í dag. Það er fyrsta skrefið í aðildarviðræðum Úkraínu að sambandinu.AP/Adam Schreck Ráðamenn í Úkraínu hafa undanfarna daga nánast grátbeðið Vesturlönd að auka hernaðaraðstoð sína enda búast þeir við risaárás Rússa í austurhéruðunum á allra næstu dögum. „Við styðjum Úkraínu á allan þann hátt sem við mögulega getum. Fyrst og fremst þurfa þessir hugrökku úkraínsku hermenn vopn til að verja landið sitt," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Bucha í dag. Æðstu embættismenn Evrópusambandsins héldu síðan til Kænugarðs og áttu fund með Zelenskyy forseta og ráðuneyti hans í forsetahöllinni síðdegis. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Í fyrstu var talið að þrjátíu manns hefðu fallið og um eitt hundrað særst en nú er ljóst að minnsta kosti fimmtíu féllu og yfir þrjú hundruð særðust. Zelesnkyy forseti Úkraínu ávarpaði finnska þingið í dag og sagði þessa árás ekkert einsdæmi. „Það var svona sem Rússar "vörðu" Donbas-svæðið. Það var svona sem Rússar "vernduðu" rússneskumælandi fólk. Það er svona sem við höfum lifað í 44 daga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Fjöldi fólks heldur enn til í kjöllurum og byrgjum í borgum víða um norðurhluta Úkraínu þótt rússneskir hermenn hafi verið hraktir á brott. Ýmist af hreinum ótta eða vegna þess að fólkið á ekki í nein hús að venda eftir að heimili þeirra voru sprengd í loft upp eins og í borginni Chernihiv. Sorgin í Bucha er gríðarleg nú þegar aðstandendur geta vogað sér að vitja fjöldagrafa í borginni.AP/Efrem Lukatsky Yuliia Bomber, 34 ára lögfræðingur er þeirra á meðal. „Núna eru hérna um 60 manns, aðallega fólk sem hefur misst heimili sín og fólk sem á hús sem nú eru óíbúðarhæf. Um tíma voru hér allt að 600 manns. Fólkið svaf þá hérna úti um allt,“ segir Yuliia. Zelenskyy ítrekaði enn og aftur að Vesturlönd yrðu að skilja alvarleika stríðsins og hætta að hika við að útvega Úkraínumönnum þungavopn. „Þið vitið öll hvað rússneski herinn gerði í borginni okkar, Bucha. En þeir gera það sama og í Bucha á hverjum degi. Frá Kramatorsk til Mariupol, frá Kharkiv til Kherson,“ segir Zelenskyy. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Josep Borrell utanríkisstjóri sambandsins heimsóttu Bucha í dag þar sem illa farin lík rúmlega fjögur hundruð kvenna, barna og karla lágu út um allt eftir að Rússar voru nýlega hraktir þaðan. Fólkið hafði verið skotið á færi á götum úti eða myrt heima hjá sér, kramið af skriðdrekum, pyndað, nauðgað og brennt. „Hið óhugsanlega hefur gerst hér. Við höfum séð grimmdarlega framgöngu hers Pútíns. Við höfum séð ófyrirleitnina og harðneskjuna sem hann hefur sýnt í hernámi borgarinnar. Það sem við sáum hér í Bucha skekur allt mannkynið og allur heimurinn syrgir með íbúum Bucha,“ sagði von der Leyen. Fyrsta formlega skrefið til aðildar Úkraínu að ESB stigið í dag Volodymyr Zelenskyy tekur við spurningalista frá Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB í Kænugarði í dag. Það er fyrsta skrefið í aðildarviðræðum Úkraínu að sambandinu.AP/Adam Schreck Ráðamenn í Úkraínu hafa undanfarna daga nánast grátbeðið Vesturlönd að auka hernaðaraðstoð sína enda búast þeir við risaárás Rússa í austurhéruðunum á allra næstu dögum. „Við styðjum Úkraínu á allan þann hátt sem við mögulega getum. Fyrst og fremst þurfa þessir hugrökku úkraínsku hermenn vopn til að verja landið sitt," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Bucha í dag. Æðstu embættismenn Evrópusambandsins héldu síðan til Kænugarðs og áttu fund með Zelenskyy forseta og ráðuneyti hans í forsetahöllinni síðdegis.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira