Íslenski boltinn

„Voða sáttur með þig núna?“

Sindri Sverrisson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson ætlar sér ekki að þurfa aftur að horfa upp á aðra fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Óskar Hrafn Þorvaldsson ætlar sér ekki að þurfa aftur að horfa upp á aðra fagna Íslandsmeistaratitlinum. vísir/hulda margrét

Það eru ekki nema tíu dagar þar til að boltinn byrjar að rúlla í Bestu deild karla í fótbolta og áður en að því kemur mætast bestu lið síðustu leiktíðar, Víkingur R. og Breiðablik, í Meistarakeppni KSÍ á sunnudag.

Arnar Gunnlaugsson fagnaði báðum stóru titlunum sem þjálfari Víkings í fyrra eftir hnífjafna baráttu við Blikana hans Óskars Hrafns Þorvaldssonar um Íslandsmeistaratitilinn.

Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður sem kvaddi deildina í vetur, hefur búið til auglýsingu til að hita upp fyrir átökin í sumar. Brot úr myndbandinu, þar sem þeir Arnar og Óskar verða á meðal þátttakenda, má sjá hér að neðan.

Klippa: Óskar Hrafn og Arnar Gunnlaugs mætast

„Voða sáttur með þig núna?“ spyr Óskar Hrafn en eftir að hafa horft á eftir titlunum til Arnars á síðustu leiktíð gefst honum tækifæri á að handleika verðlaun á sunnudagskvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í Meistarakeppni KSÍ.

Fyrsti leikur í Bestu deild karla, sem nú verður í fyrsta sinn 27 umferðir, er svo á milli Víkings og FH mánudagskvöldið 18. apríl. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport rétt eins og Meistarakeppnin.

Breiðablik tekur svo á móti Keflavík þriðjudagskvöldið 19. apríl í sínum fyrsta leik í Bestu deildinni.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×