„Mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. apríl 2022 20:00 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var sáttur með fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi er liðin mættust í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu leikinn 5-0. „Mér fannst leikurinn fínn heilt yfir. Það var smá skjálfti í okkur í byrjun. Þær pressuðu okkur hátt, það kom aðeins á óvart hversu mikið þær pressuðu. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn, mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn. Íslenska liðið skoraði snemma leiks og fóru 3-0 yfir í hálfleik. Stelpurnar bættu um betur og skoruðu tvö mörk í seinni, niðurstaðan 5 marka sigur. Þorsteinn sagðist vera ánægður með hvernig Hvíta-Rússland spilaði sem gaf íslensku stelpunum möguleika á að spila sinn leik. „Við vissum alveg að við erum með betra lið en Hvíta-Rússland. Auðvitað ef að lið spila skipulagðan varnarleik og liggja til baka og eru þolinmóðar þá getur verið erfitt að brjóta lið á bak aftur. Maður átti ekki von á að þær myndu fara svona hátt í pressu snemma. Ég var mjög ánægður með það að þær pressuðu okkur hátt, þá voru stærri pláss og stærri svæði sem mynduðust framar á vellinum fyrir okkur. Um leið og við vorum að finna svæðin og finna sendingar möguleikana og nýta föstu leikatriðin í framhaldinu, þá fór þetta að fúnkera vel.“ Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu báðar sinn 100. landsleik fyrir Ísland og sagði Þorsteinn það frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja. „Það er risa áfangi. Við erum að horfa á ungan leikmann raunverulega, Glódís er ekki gömul og komin í hundrað landsleiki. Dagný er nokkrum árum eldri og þessar stelpur geta spilað í mörg ár í viðbót. Það er afrek að ná að spila hundrað landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Það er frábært að sjá þetta og frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja.“ Nú er Ísland á toppi riðilsins og þurfa þær jafntefli við Tékkland á þriðjudaginn til þess að fá farmiða beint á HM. Þorsteinn segir að staðan sem Ísland er í núna sé mikilvæg og hjálpi þeim í framhaldinu. „Ég hef alltaf sagt að þetta snúist um að tapa sem fæstum stigum og snýst riðlakeppninn alltaf um það. Við erum að halda áfram í þeim möguleika að við ráðum þessu algjörlega sjálf. Þetta snýst um okkur og hvernig við spilum og hvaða úrslitum við náum. Leikurinn í dag var áframhald af því að við værum búin að tapa fæstum stigunum í þessum riðli. Þriðjudagurinn er mjög mikilvægur leikur upp á að halda þeirri stöðu áfram.“ Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 „Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
„Mér fannst leikurinn fínn heilt yfir. Það var smá skjálfti í okkur í byrjun. Þær pressuðu okkur hátt, það kom aðeins á óvart hversu mikið þær pressuðu. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn, mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn. Íslenska liðið skoraði snemma leiks og fóru 3-0 yfir í hálfleik. Stelpurnar bættu um betur og skoruðu tvö mörk í seinni, niðurstaðan 5 marka sigur. Þorsteinn sagðist vera ánægður með hvernig Hvíta-Rússland spilaði sem gaf íslensku stelpunum möguleika á að spila sinn leik. „Við vissum alveg að við erum með betra lið en Hvíta-Rússland. Auðvitað ef að lið spila skipulagðan varnarleik og liggja til baka og eru þolinmóðar þá getur verið erfitt að brjóta lið á bak aftur. Maður átti ekki von á að þær myndu fara svona hátt í pressu snemma. Ég var mjög ánægður með það að þær pressuðu okkur hátt, þá voru stærri pláss og stærri svæði sem mynduðust framar á vellinum fyrir okkur. Um leið og við vorum að finna svæðin og finna sendingar möguleikana og nýta föstu leikatriðin í framhaldinu, þá fór þetta að fúnkera vel.“ Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu báðar sinn 100. landsleik fyrir Ísland og sagði Þorsteinn það frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja. „Það er risa áfangi. Við erum að horfa á ungan leikmann raunverulega, Glódís er ekki gömul og komin í hundrað landsleiki. Dagný er nokkrum árum eldri og þessar stelpur geta spilað í mörg ár í viðbót. Það er afrek að ná að spila hundrað landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Það er frábært að sjá þetta og frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja.“ Nú er Ísland á toppi riðilsins og þurfa þær jafntefli við Tékkland á þriðjudaginn til þess að fá farmiða beint á HM. Þorsteinn segir að staðan sem Ísland er í núna sé mikilvæg og hjálpi þeim í framhaldinu. „Ég hef alltaf sagt að þetta snúist um að tapa sem fæstum stigum og snýst riðlakeppninn alltaf um það. Við erum að halda áfram í þeim möguleika að við ráðum þessu algjörlega sjálf. Þetta snýst um okkur og hvernig við spilum og hvaða úrslitum við náum. Leikurinn í dag var áframhald af því að við værum búin að tapa fæstum stigunum í þessum riðli. Þriðjudagurinn er mjög mikilvægur leikur upp á að halda þeirri stöðu áfram.“
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 „Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15
„Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30