Gunnhildur sýnir Úkraínu samstöðu á meðan hún berst gegn Hvít-Rússum Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 16:28 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sýnir Úkraínu samstöðu með táknrænum hætti í landsleik Íslands og Hvíta-Rússlands sem nú stendur yfir í Belgrad í Serbíu. Gunnhildur Yrsa er með fyrirliðabandið sitt í fánalitum Úkraínu, gulum og bláum, í leiknum sem er liður í undankeppni HM í fótbolta. Með fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum gegn Hvíta Rússlandi. Vel gert. #fotboltinet pic.twitter.com/g4WT9tuhco— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 7, 2022 Gunnhildur er búin að koma sér á blað í leiknum með því að skora annað mark Íslands en lýsingu frá leiknum má finna hér: Samkvæmt ákvörðun UEFA mega landslið Hvíta-Rússlands ekki spila heimaleiki sína í landinu, vegna stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Hollands gekk skrefi lengra og neitar að láta landslið sín spila leiki við Hvíta-Rússland, svo að leik Hollands og Hvíta-Rússlands í riðli Íslands, sem fara átti fram á þriðjudaginn, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Knattspyrnusamband Íslands fer hins vegar eftir uppleggi UEFA og neitar að spila landsleiki við Rússland en heimilar leiki við Hvíta-Rússland utan landamæra Hvíta-Rússlands. Gunnhildur Yrsa er áfram fyrirliði Íslands þrátt fyrir að Sara Björk Gunnarsdóttir sé nýkomin aftur í hópinn eftir að hafa eignast barn í nóvember. Gunnhildur hefur verið fyrirliði frá því að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari í janúar í fyrra. Gunnhildur hefur á þessu ári einnig látið til sín taka í baráttu gegn nýjum lögum í Flórída sem kölluð hafa verið „Don‘t say gay“-lög af gagnrýnendum. Þau fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Gunnhildur Yrsa er með fyrirliðabandið sitt í fánalitum Úkraínu, gulum og bláum, í leiknum sem er liður í undankeppni HM í fótbolta. Með fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum gegn Hvíta Rússlandi. Vel gert. #fotboltinet pic.twitter.com/g4WT9tuhco— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 7, 2022 Gunnhildur er búin að koma sér á blað í leiknum með því að skora annað mark Íslands en lýsingu frá leiknum má finna hér: Samkvæmt ákvörðun UEFA mega landslið Hvíta-Rússlands ekki spila heimaleiki sína í landinu, vegna stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Hollands gekk skrefi lengra og neitar að láta landslið sín spila leiki við Hvíta-Rússland, svo að leik Hollands og Hvíta-Rússlands í riðli Íslands, sem fara átti fram á þriðjudaginn, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Knattspyrnusamband Íslands fer hins vegar eftir uppleggi UEFA og neitar að spila landsleiki við Rússland en heimilar leiki við Hvíta-Rússland utan landamæra Hvíta-Rússlands. Gunnhildur Yrsa er áfram fyrirliði Íslands þrátt fyrir að Sara Björk Gunnarsdóttir sé nýkomin aftur í hópinn eftir að hafa eignast barn í nóvember. Gunnhildur hefur verið fyrirliði frá því að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari í janúar í fyrra. Gunnhildur hefur á þessu ári einnig látið til sín taka í baráttu gegn nýjum lögum í Flórída sem kölluð hafa verið „Don‘t say gay“-lög af gagnrýnendum. Þau fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira