Real Madríd með aðra hönd á Spánarmeistaratitlinum Atli Arason skrifar 9. apríl 2022 21:00 Karim Benzema hefur verið stórkostlegur á leiktíðinni. EPA-EFE/Sergio Perez Real Madrid vann í kvöld 2-0 sigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, LaLiga. Madrídingar eru komnir ansi nálægt Spánarmeistara titilinum með sigrinum en liðið er nú með 12 stiga forskot á toppnum þegar sjö leikir eru eftir. Níu stig í viðbót og titilinn er í hús. Casemiro gerði fyrsta mark Real Madrid í kvöld á 38. mínútu eftir frábæran undirbúning Vinícius Júnior. Lucas Vazquez tvöfaldaði forystu Madrid á 68. Mmínútu og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokatölur 2-0 fyrir Real Madrid. Á sama tíma tapaði Atletico Madrid afar óvænt gegn Mallorca en Vedat Muriqi gerði eina mark Mallorca í 1-0 sigri. Mallorca lyftir sér upp úr fallsæti með sigrinum og upp í 17. sætið. Atletico lendir hins vegar 15 stigum á eftir toppliði Real Madrid með tapinu. Það virðist því fátt koma í veg fyrir að deildarmeistaratitillinn fari til Real Madrid í ár. Fótbolti Spænski boltinn
Real Madrid vann í kvöld 2-0 sigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, LaLiga. Madrídingar eru komnir ansi nálægt Spánarmeistara titilinum með sigrinum en liðið er nú með 12 stiga forskot á toppnum þegar sjö leikir eru eftir. Níu stig í viðbót og titilinn er í hús. Casemiro gerði fyrsta mark Real Madrid í kvöld á 38. mínútu eftir frábæran undirbúning Vinícius Júnior. Lucas Vazquez tvöfaldaði forystu Madrid á 68. Mmínútu og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokatölur 2-0 fyrir Real Madrid. Á sama tíma tapaði Atletico Madrid afar óvænt gegn Mallorca en Vedat Muriqi gerði eina mark Mallorca í 1-0 sigri. Mallorca lyftir sér upp úr fallsæti með sigrinum og upp í 17. sætið. Atletico lendir hins vegar 15 stigum á eftir toppliði Real Madrid með tapinu. Það virðist því fátt koma í veg fyrir að deildarmeistaratitillinn fari til Real Madrid í ár.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti