Símar, smábörn og ýmislegt annað bannað í endurkomu Tiger Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 13:01 Endurkoma Tiger Woods hefur vakið mikla athygli eins og sjá mátti á æfingahring hans. Færri komust að en vildu. Keyur Khamar/Getty Images Mastersmótið í golfi hefst í dag og stendur fram til sunnudags, 10. apríl. Tiger Woods tekur þátt aðeins rúmlega ári eftir skelfilegt bílslys. Það fá þó ekki öll að bera goðið augum og þá verða engar myndatökur er símar eru bannaðir á mótinu. Í febrúar á síðasta ári lenti Tiger Woods í skelfilegu bílslysi er hann missti stjórn á bíl sínum. Talið var að kylfingurinn – sem er meðal þeirra bestu í sögunni – myndi aldrei geta spilað golf á nýjan leik. Tiger hefur áður snúið til baka þegar öll von virtist úti og hann ætlar að gera slíkt hið sama nú. Hann var farinn að slá golfbolta undir lok árs 2021 og nú fyrir nokkrum dögum staðfesti hinn 46 ára gamli kylfingur að hann yrði með á mótinu. Ekki nóg með það, hann telur sig geta unnið. Að Tiger sé með á mótinu hefur aukið áhuga gríðarlega og var þétt staðið er hann hitaði upp fyrir mótið í gær, miðvikudag. Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 8, 2001 Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 6, 2022( by Fred Vuich/SI, @PGATOUR) pic.twitter.com/WFcwzwR7lb— Darren Rovell (@darrenrovell) April 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að ekki munu öll sem vilja geta borið þennan magnaða kylfing augum um helgina en að venju eru ýmsar reglur í gildi á mótinu. Til að mynda mega engin ungabörn vera með í för og þá eru símar, spjaldtölvur og fartölvur stranglega bannaðar. Engar eiginhandaráritanir munu eiga sér stað og þá verður bannað að taka skilti með sér til að lýsa yfir stuðning við kylfinga. Drykkir verða drukknir volgir þar sem kælibox verða ekki leyfð og stórir bakpokar eru einnig bannaðir. Nánar um gríðarlegan fjölda reglna á mótinu hér að neðan. Útsending Stöð 2 Golf hefst klukkan 19.00 í dag og stendur útsending yfir til 23.30. Sama er upp á teningnum næstu þrjá daga (8. til 10. apríl). Það ætti því að gefast nægur tími til að sjá endurkomu Tiger Woods. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Í febrúar á síðasta ári lenti Tiger Woods í skelfilegu bílslysi er hann missti stjórn á bíl sínum. Talið var að kylfingurinn – sem er meðal þeirra bestu í sögunni – myndi aldrei geta spilað golf á nýjan leik. Tiger hefur áður snúið til baka þegar öll von virtist úti og hann ætlar að gera slíkt hið sama nú. Hann var farinn að slá golfbolta undir lok árs 2021 og nú fyrir nokkrum dögum staðfesti hinn 46 ára gamli kylfingur að hann yrði með á mótinu. Ekki nóg með það, hann telur sig geta unnið. Að Tiger sé með á mótinu hefur aukið áhuga gríðarlega og var þétt staðið er hann hitaði upp fyrir mótið í gær, miðvikudag. Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 8, 2001 Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 6, 2022( by Fred Vuich/SI, @PGATOUR) pic.twitter.com/WFcwzwR7lb— Darren Rovell (@darrenrovell) April 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að ekki munu öll sem vilja geta borið þennan magnaða kylfing augum um helgina en að venju eru ýmsar reglur í gildi á mótinu. Til að mynda mega engin ungabörn vera með í för og þá eru símar, spjaldtölvur og fartölvur stranglega bannaðar. Engar eiginhandaráritanir munu eiga sér stað og þá verður bannað að taka skilti með sér til að lýsa yfir stuðning við kylfinga. Drykkir verða drukknir volgir þar sem kælibox verða ekki leyfð og stórir bakpokar eru einnig bannaðir. Nánar um gríðarlegan fjölda reglna á mótinu hér að neðan. Útsending Stöð 2 Golf hefst klukkan 19.00 í dag og stendur útsending yfir til 23.30. Sama er upp á teningnum næstu þrjá daga (8. til 10. apríl). Það ætti því að gefast nægur tími til að sjá endurkomu Tiger Woods. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira