Luna Vanzeir kom Belgíu yfir með marki á 27. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir jafnaði svo leikinn á 57. mínútu áður en Lore Jacobs skoraði sigurmarkið fyrir belgíska liðið korter fyrir leikslok.
Þetta var fyrsti leikur beggja liða í riðlinum en England vann Wales 3-0 í hinum leik riðilsins fyrr í dag. Næsti leikur Íslands er gegn Englandi á sama velli á laugardaginn.