Mubarak Bala var ákærður fyrir athugasemdir sem hann skrifaði á Facebook í apríl 2020 þar sem hann gagnrýndi íslamstrú. Yfirvöld í Kano, sem stjórnað er af múslimum og meirihluti íbúa eru múslimar, litu á athugasemdirnar sem guðlast og móðgun við trúna og var hann því ákærður fyrir athugasemdirnar.
Hæstaréttardómarinn Farouk Lawlan surði Bala að því í vitnastúku hvort hann hafi verið neyddur til að játa á sig alla átján áæruliðina sagðist Bala hafa gert það af fúsum og frjálsum vilja.
James Ibor, lögmaður Bala, sagði í samtali við fjölmiðla að dómurinn hafi verið svívirðilegur og honum ætti að snúa við.
„Niðurstaða dómsins brýtur á rétti hans sem trúleysingja,“ sagði Ibor í samtali við fréttastofu Reuters.
Bala, sem leiðir Samtök húmanista í Nígeríu, var handtekinn á heimili sínu í norðurhluta Kaduna fyrir tveimur árum síðan og var síðan fluttur til nágrannahéraðsins Kano, þar sem hann var sóttur til saka.