„Ekki í mínu besta standi en held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 14:01 Sara Björk Gunnarsdottir með samherja sinn hjá Lyon, Catarinu Macario, á bakinu eftir sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu. getty/Johannes Simon Sara Björk Gunnarsdóttir segist ekki enn vera komin í sitt besta form en það styttist í það. Hún hefði viljað fá fleiri tækifæri með Lyon eftir að hún sneri aftur eftir barnsburð. Eftir rúmlega árs fjarveru var Sara valin aftur í íslenska landsliðið sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM á næstu dögum. Hún hefur ekki leikið landsleik síðan 1. desember. Ísland tryggði sér þá sæti á EM með 0-1 útisigri á Ungverjalandi. Sara eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember og sneri aftur á völlinn í síðasta mánuði. Hún hefur komið við sögu í þremur leikjum með Lyon, tveimur í frönsku úrvalsdeildinni og einum í Meistaradeild Evrópu. „Það er stór pakki núna,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. „Í fyrsta lagi er ótrúlega gaman að vera komin til baka með Lyon og vera komin aftur í landsliðið að hitta stelpurnar. Að koma til baka á þessum tímapunkti er ótrúlega skemmtilegt.“ Sara hefur ekki leikið landsleik síðan í lok árs 2020.vísir/vilhelm Sara segist allt eins hafa átt von á því að Þorsteinn Halldórsson myndi velja hana í landsliðið að þessu sinni. „Já og nei. Ég átti von á einhverju samtali við Steina. Hann hringdi í mig og spurði hvernig staðan væri á mér. Ég sagði að hún væri góð þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikið af mínútum. Þetta var ákvörðun hans að velja mig. Hann tók mig inn í hópinn og ég var ánægð með það,“ sagði Sara. Ekkert ákveðið með spiltíma Hún sagði að ekkert hefði verið ákveðið hvað hún myndi spila mikið í landsleikjunum tveimur sem framundan eru og benti á landsliðsþjálfarann. „Nei, að hefur ekki verið rætt neitt. Þetta er fyrsti dagurinn og við eigum eftir að tala um það. Það kemur bara í ljós. Það verður að spyrja Steina að því,“ sagði Sara. Hún segist vera í góðu líkamlegu formi en neitar því ekki að hún hefði viljað fá fleiri mínútur með Lyon að undanförnu. Sara varð Evrópumeistari með Lyon 2020.getty/Tullio Puglia „Ég er búin að vera æfa ótrúlega vel með Lyon. Ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi. Ég er búin að spila mest 45 mínútur og einhverjar fimm og tíu mínútur. Ég er ekki í mínu besta standi, það er alveg á hreinu en ég held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. Ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa Hún segist ekki hafa átt von á því að koma jafn snemma til baka eftir barnsburð og raun bar vitni. „Tilfinningin er góð. Ég bjóst kannski ekki við því að koma svona fljótt til baka. Ég var með það markmið að byrja að æfa með liðinu í febrúar eða mars. Það kom mér á óvart hversu fljótt líkaminn aðlagaðist æfingaálaginu,“ sagði Sara. „Ég fann í raun ekki fyrir því að óléttan hafi stoppað mig í að koma til baka. Ég tognaði einu sinni í kálfa eftir tvær vikur af æfingum. Það var ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa. Það er góð tilfinning að vera komin aftur inn í klefa og í mitt umhverfi.“ Franski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Eftir rúmlega árs fjarveru var Sara valin aftur í íslenska landsliðið sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM á næstu dögum. Hún hefur ekki leikið landsleik síðan 1. desember. Ísland tryggði sér þá sæti á EM með 0-1 útisigri á Ungverjalandi. Sara eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember og sneri aftur á völlinn í síðasta mánuði. Hún hefur komið við sögu í þremur leikjum með Lyon, tveimur í frönsku úrvalsdeildinni og einum í Meistaradeild Evrópu. „Það er stór pakki núna,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. „Í fyrsta lagi er ótrúlega gaman að vera komin til baka með Lyon og vera komin aftur í landsliðið að hitta stelpurnar. Að koma til baka á þessum tímapunkti er ótrúlega skemmtilegt.“ Sara hefur ekki leikið landsleik síðan í lok árs 2020.vísir/vilhelm Sara segist allt eins hafa átt von á því að Þorsteinn Halldórsson myndi velja hana í landsliðið að þessu sinni. „Já og nei. Ég átti von á einhverju samtali við Steina. Hann hringdi í mig og spurði hvernig staðan væri á mér. Ég sagði að hún væri góð þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikið af mínútum. Þetta var ákvörðun hans að velja mig. Hann tók mig inn í hópinn og ég var ánægð með það,“ sagði Sara. Ekkert ákveðið með spiltíma Hún sagði að ekkert hefði verið ákveðið hvað hún myndi spila mikið í landsleikjunum tveimur sem framundan eru og benti á landsliðsþjálfarann. „Nei, að hefur ekki verið rætt neitt. Þetta er fyrsti dagurinn og við eigum eftir að tala um það. Það kemur bara í ljós. Það verður að spyrja Steina að því,“ sagði Sara. Hún segist vera í góðu líkamlegu formi en neitar því ekki að hún hefði viljað fá fleiri mínútur með Lyon að undanförnu. Sara varð Evrópumeistari með Lyon 2020.getty/Tullio Puglia „Ég er búin að vera æfa ótrúlega vel með Lyon. Ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi. Ég er búin að spila mest 45 mínútur og einhverjar fimm og tíu mínútur. Ég er ekki í mínu besta standi, það er alveg á hreinu en ég held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. Ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa Hún segist ekki hafa átt von á því að koma jafn snemma til baka eftir barnsburð og raun bar vitni. „Tilfinningin er góð. Ég bjóst kannski ekki við því að koma svona fljótt til baka. Ég var með það markmið að byrja að æfa með liðinu í febrúar eða mars. Það kom mér á óvart hversu fljótt líkaminn aðlagaðist æfingaálaginu,“ sagði Sara. „Ég fann í raun ekki fyrir því að óléttan hafi stoppað mig í að koma til baka. Ég tognaði einu sinni í kálfa eftir tvær vikur af æfingum. Það var ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa. Það er góð tilfinning að vera komin aftur inn í klefa og í mitt umhverfi.“
Franski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira