Íslenskur sérfræðingahópur á sviði fiskveiða skoðar samstarf í Síerra Leóne Heimsljós 5. apríl 2022 12:34 Sérfræðingahópur með Emmu Kowa Jalloh sjávarútvegsráðherra fyrir miðju. Utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum unnið að undirbúningi að auknu tvíhliða þróunarsamstarfi við Síerra Leóne en eitt helsta markmiðið er að vinna með stjórnvöldum að nýju verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins. Á dögunum fóru fulltrúar ráðuneytisins og fulltrúar stofnana á sviði fiskimála til Síerra Leóne til þess að greina möguleika og tækifæri í frekara samstarfi. Fiskveiðar eru mikilvægur þáttur í atvinnulífi Síerra Leóne. Á annað hundruð þúsund einstaklingar starfa við veiðar og vinnslu og um hálf milljón íbúa byggir afkomu sína að fullu eða að hluta á fiskveiðum. Fiskur er stór þáttur í neyslu almennings og mikilvægur fyrir fæðuöryggi í landinu. Vaxtarmöguleikar eru taldir umtalsverðir í greininni en þörf er á öflugri fiskveiðistjórnun og eftirliti. Álag er einnig á fiskistofna og ólöglegar veiðar erlendra skipa umtalsvert vandamál. Íslenskir fiskisérfræðingar og fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Tombo ásamt m.a. þorpshöfðingja, formanni hóps fiskverkunarkvenna og fulltrúum sjávarútvegsráðuneytisins. Í ferðina til Síerra Leóne fóru fulltrúar Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar, MATÍS og Sjávarútvegsskóla GRÓ. Þeir áttu ásamt fulltrúum utanríkisráðuneytisins fund með Emmu Kowa Jalloh sjávarútvegsráðherra landsins og öðrum fulltrúum ráðuneytisins. Einnig voru fundir haldnir með öðrum fulltrúum samstarfsríkja og stofnana sem starfað hafa að fiskimálum. Enn fremur voru haldnir vinnufundir þar sem fulltrúar Síerra Leóne kynntu fyrir hópnum áherslur sínar og íslensku stofnanirnar kynntu nálganir sínar. Þá heimsótti hópurinn tvö fiskiþorp þar sem góð innsýn fékkst í smábátaveiðar og vinnu kvenna sem starfa í kringum virðiskeðju fiskveiða. Sérfræðingahópurinn heldur nú áfram vinnu með ráðuneytinu við að skilgreina mögulegt samstarfsverkefni. Vonir standa til þess að seinni hluta ársins geti farið af stað nýtt verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins í Síerra Leóne, þar sem íslensk þekking nýtist við tækniaðstoð og þjálfun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Síerra Leóne Sjávarútvegur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent
Á dögunum fóru fulltrúar ráðuneytisins og fulltrúar stofnana á sviði fiskimála til Síerra Leóne til þess að greina möguleika og tækifæri í frekara samstarfi. Fiskveiðar eru mikilvægur þáttur í atvinnulífi Síerra Leóne. Á annað hundruð þúsund einstaklingar starfa við veiðar og vinnslu og um hálf milljón íbúa byggir afkomu sína að fullu eða að hluta á fiskveiðum. Fiskur er stór þáttur í neyslu almennings og mikilvægur fyrir fæðuöryggi í landinu. Vaxtarmöguleikar eru taldir umtalsverðir í greininni en þörf er á öflugri fiskveiðistjórnun og eftirliti. Álag er einnig á fiskistofna og ólöglegar veiðar erlendra skipa umtalsvert vandamál. Íslenskir fiskisérfræðingar og fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Tombo ásamt m.a. þorpshöfðingja, formanni hóps fiskverkunarkvenna og fulltrúum sjávarútvegsráðuneytisins. Í ferðina til Síerra Leóne fóru fulltrúar Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar, MATÍS og Sjávarútvegsskóla GRÓ. Þeir áttu ásamt fulltrúum utanríkisráðuneytisins fund með Emmu Kowa Jalloh sjávarútvegsráðherra landsins og öðrum fulltrúum ráðuneytisins. Einnig voru fundir haldnir með öðrum fulltrúum samstarfsríkja og stofnana sem starfað hafa að fiskimálum. Enn fremur voru haldnir vinnufundir þar sem fulltrúar Síerra Leóne kynntu fyrir hópnum áherslur sínar og íslensku stofnanirnar kynntu nálganir sínar. Þá heimsótti hópurinn tvö fiskiþorp þar sem góð innsýn fékkst í smábátaveiðar og vinnu kvenna sem starfa í kringum virðiskeðju fiskveiða. Sérfræðingahópurinn heldur nú áfram vinnu með ráðuneytinu við að skilgreina mögulegt samstarfsverkefni. Vonir standa til þess að seinni hluta ársins geti farið af stað nýtt verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins í Síerra Leóne, þar sem íslensk þekking nýtist við tækniaðstoð og þjálfun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Síerra Leóne Sjávarútvegur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent