Ummæli Sigurðar óverjandi Snorri Másson skrifar 5. apríl 2022 20:38 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigurður Ingi Jóhannsson verði sjálfur að ákveða hvort hann þurfi að segja af sér ráðherraembætti vegna ummæla hans um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í síðustu viku. Sigurður Ingi kom sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfundi í dag. Frá því að fréttir bárust af ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Hassler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hefur ráðherra engar skýringar veitt á framferði sínu aðrar en þær sem komu fram í yfirlýsingu hans á Facebook. Athygli vakti flótti Sigurðar undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir skýringum ráðherra á ummælum sínum; og jafnvel eftir afsögn hans. Þannig hefur verið gengið að forystufólki ríkisstjórnarinnar að svara fyrir ummæli ráðherrans og taka afstöðu til þess hvort honum sé áfram sætt sem ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það ekki hans að taka ákvörðun um afsögn ráðherrans, heldur Sigurðar Inga. Hann svaraði fyrirspurn þingmanna um málið á Alþingi í dag. „Ég tel að afstaða gagnvart þeirri spurningu liggi bara hjá ráðherranum sjálfum,“ sagði Bjarni. „Ef menn eru að reyna að gera sér einhvern leik úr því að fá einhverja úr stjórnarliðinu hér til að verja orð háttvirts ráðherra og skapa þannig einhvern andstæðing, held ég að hægt sé að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll. Orðin eru að sjálfsögðu óverjandi og ráðherrann hefur sjálfur lýst því yfir að hann ætli ekki að reyna að verja þau,“ sagði Bjarni. Ummæli Sigurðar Inga hafa hvergi komið fram orðrétt en upplýsingar fréttastofu herma að þau hafi verið á þá leið að ráðherrann hafi spurt í aðdraganda myndatöku, hvort nú ætti að lyfta þeirri svörtu. Þar var vísað til Vigdísar. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Frá því að fréttir bárust af ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Hassler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hefur ráðherra engar skýringar veitt á framferði sínu aðrar en þær sem komu fram í yfirlýsingu hans á Facebook. Athygli vakti flótti Sigurðar undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir skýringum ráðherra á ummælum sínum; og jafnvel eftir afsögn hans. Þannig hefur verið gengið að forystufólki ríkisstjórnarinnar að svara fyrir ummæli ráðherrans og taka afstöðu til þess hvort honum sé áfram sætt sem ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það ekki hans að taka ákvörðun um afsögn ráðherrans, heldur Sigurðar Inga. Hann svaraði fyrirspurn þingmanna um málið á Alþingi í dag. „Ég tel að afstaða gagnvart þeirri spurningu liggi bara hjá ráðherranum sjálfum,“ sagði Bjarni. „Ef menn eru að reyna að gera sér einhvern leik úr því að fá einhverja úr stjórnarliðinu hér til að verja orð háttvirts ráðherra og skapa þannig einhvern andstæðing, held ég að hægt sé að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll. Orðin eru að sjálfsögðu óverjandi og ráðherrann hefur sjálfur lýst því yfir að hann ætli ekki að reyna að verja þau,“ sagði Bjarni. Ummæli Sigurðar Inga hafa hvergi komið fram orðrétt en upplýsingar fréttastofu herma að þau hafi verið á þá leið að ráðherrann hafi spurt í aðdraganda myndatöku, hvort nú ætti að lyfta þeirri svörtu. Þar var vísað til Vigdísar.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01