„Þagnarhjúpur og skömm hefur umlukið sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2022 20:01 Rætt er við aðstandendur í kvikmyndinni Út úr myrkrinu. Út úr myrkrinu Þann 20. apríl verður frumsýnd í Bíó Paradís kvikmyndin Út úr myrkrinu eftir Helga Felixson og Titti Johnson. Tónlistin í myndinni er eftir Óskarsverðlaunahafann Hildi Guðnadóttur. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér neðar í fréttinni. Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um sjálfsvíg. Frá því að gerð þessarar myndar hófst árið 2017 hafa að minnsta kosti 211 einstaklingar fallið fyrir eigin hendi á Íslandi samkvæmt fréttatilkynningu frá aðstandendum kvikmyndarinnar. Þessi kvikmynd miðlar reynslu aðstandenda sem hafa misst ástvin, sem tekið hefur eigið líf og hvernig þeir hafa komist út úr myrkri og þöggun. Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um efni sem hingað til hefur verið umlukið dulúð og þrúgandi þögn. Sýnishorn úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hundruð tilrauna á ári „Þagnarhjúpur og skömm hefur umlukið sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir í gegnum aldirnar. Það skýrist eflaust af þeirri staðreynd að litið var á sjálfsvíg sem glæp, samanber tungutakið þar sem sumir tala um að „fremja sjálfsmorð“ en sögnin að fremja vísar í glæpsamlegt athæfi eins og það sama á við orðið morð. Fyrr á öldum var hægt að gera eigur þeirra sem tóku eigið líf upptækar og greftrun þeirra í kirkjugörðum var bönnuð og Ísland var þar engin undantekning,“ segir í tilkynningunni. Frá ljósagöngunni sem er farin árlega hér á landi.Út úr myrkrinu „Talið er að 500 til 600 sjálfsvígstilraunir séu gerðar á Íslandi árlega og að á milli 30 til 50 manns deyja á ári vegna sjálfsvígs. Hvað er að, hvað veldur? Það er greinilega eitthvað verulega mikið að í samfélagi sem sættir sig við þessa staðreynd.“ Helgi Felixson og Titti Johnson hafa langan feril að baki í kvikmyndagerð og hafa áður gert myndir eins og Guð blessi Ísland, Vive la France og Undir stjörnuhimni sem allar hafa verið sýndar víða um heim, hlotið mikla athygli og verið sýndar á sjónvarpsstöðvum og á fjölda kvikmyndahátíða. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um sjálfsvíg. Frá því að gerð þessarar myndar hófst árið 2017 hafa að minnsta kosti 211 einstaklingar fallið fyrir eigin hendi á Íslandi samkvæmt fréttatilkynningu frá aðstandendum kvikmyndarinnar. Þessi kvikmynd miðlar reynslu aðstandenda sem hafa misst ástvin, sem tekið hefur eigið líf og hvernig þeir hafa komist út úr myrkri og þöggun. Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um efni sem hingað til hefur verið umlukið dulúð og þrúgandi þögn. Sýnishorn úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hundruð tilrauna á ári „Þagnarhjúpur og skömm hefur umlukið sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir í gegnum aldirnar. Það skýrist eflaust af þeirri staðreynd að litið var á sjálfsvíg sem glæp, samanber tungutakið þar sem sumir tala um að „fremja sjálfsmorð“ en sögnin að fremja vísar í glæpsamlegt athæfi eins og það sama á við orðið morð. Fyrr á öldum var hægt að gera eigur þeirra sem tóku eigið líf upptækar og greftrun þeirra í kirkjugörðum var bönnuð og Ísland var þar engin undantekning,“ segir í tilkynningunni. Frá ljósagöngunni sem er farin árlega hér á landi.Út úr myrkrinu „Talið er að 500 til 600 sjálfsvígstilraunir séu gerðar á Íslandi árlega og að á milli 30 til 50 manns deyja á ári vegna sjálfsvígs. Hvað er að, hvað veldur? Það er greinilega eitthvað verulega mikið að í samfélagi sem sættir sig við þessa staðreynd.“ Helgi Felixson og Titti Johnson hafa langan feril að baki í kvikmyndagerð og hafa áður gert myndir eins og Guð blessi Ísland, Vive la France og Undir stjörnuhimni sem allar hafa verið sýndar víða um heim, hlotið mikla athygli og verið sýndar á sjónvarpsstöðvum og á fjölda kvikmyndahátíða.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“