Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. apríl 2022 11:38 Brynja Dan er varaþingmaður Framsóknarflokksins en hún er ættleidd frá Srí Lanka og er því asísk líkt og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Vísir/Sigurjón Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, greindi frá því í færslu á Facebook í gær að ráðherrann hafi látið „afar særandi ummæli“ falla um hana. Ekki hefur fengist staðfest opinberlega hver ummælin voru en hann er sagður hafa vísað til hennar sem „þeirrar svörtu.“ Skömmu síðar viðurkenndi Sigurður Ingi að hann hefði látið „óviðurkvæmileg orð“ falla í hennar garð og baðst afsökunar. Hann vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar fréttastofa reyndi að ná tali af honum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég ætla ekki að neita því að þetta er ömurlegt, sárt og glatað. Mér leið illa í allan gærdag, að melta þetta allt saman,“ sagði Brynja Dan í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða og vísaði einfaldlega til viðtalsins í morgun. Þar greindi hún frá því að Sigurður Ingi hafði hringt í hana vegna málsins. „Hann er fullur iðrunar, ég efast ekki um það í eina sekúndu, og svekktastur út í sjálfan sig,“ sagði Brynja í viðtalinu. „Það er nú bara þannig að við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak og þá finnst mér kannski spurningin hvernig við ætlum að hreinsa upp eftir okkur, bæta okkur og gera betur og horfa fram á við,“ sagði Brynja enn fremur. Sjálf er Brynja ættleidd frá Srí Lanka og sagðist hún ekki hafa upplifað fordóma í sínum störfum fyrir Framsóknarflokkinn, heldur hafi henni verið tekið fagnandi. „Alls ekki og þvert á móti, mér finnst Sigurður Ingi dásamlegur og hann hefur verið hinum við borðið, að fagna því hvað við erum fjölbreytt og megum vera alls konar. Bara allt öfugt við þetta,“ sagði Brynja. Fara þurfi varlega í að kalla fólk rasista Í viðtalinu var sömuleiðis rætt við Kristínu Loftsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað kynþáttafordóma á Íslandi um langa hríð. „Eitt af því sem að einkenndi umræðuna mjög lengi hér á Íslandi var svona ákveðin afneitun á því að hér væri rasismi,“ sagði Kristín í viðtalinu og vísaði til að mynda til endurútgáfu bókarinnar Negrastrákarnir. Hún telur umræðuna þó hafa tekið töluverðum breytingum undanfarin ár, þá helst eftir 2020. „Nú finnst mér vera miklu meiri svona tilfinning í samfélaginu um að þetta er óásættanlegt að vera að nota orð og hugtök og rasismi sé eitthvað sem er raunverulegt í íslensku samfélagi,“ sagði Kristín en bætti þó við að enn væri að finna rasisma hér á landi. „Mér finnst pínu stigsmunur á hvort að fólk segi eitthvað rasískt eða hvort það sé rasisti, mér finnst veldismunur þar á,“ sagði Brynja aftur á móti. „Ég hef sjálf alveg hlegið að einhverjum óviðeigandi bröndurum í gegnum tíðina, og örugglega við öll við þetta borð, en svo erum við bara alltaf að læra.“ „Mér finnst að við þurfum að stíga mjög varlega til jarðar ef við ætlum að fara að kalla fólk rasista því það gefur til kynna einbeittan brotavilja, sem að ég held að hafi ekki verið þarna,“ sagði Brynja enn fremur. Fréttin hefur verið uppfærð. Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, greindi frá því í færslu á Facebook í gær að ráðherrann hafi látið „afar særandi ummæli“ falla um hana. Ekki hefur fengist staðfest opinberlega hver ummælin voru en hann er sagður hafa vísað til hennar sem „þeirrar svörtu.“ Skömmu síðar viðurkenndi Sigurður Ingi að hann hefði látið „óviðurkvæmileg orð“ falla í hennar garð og baðst afsökunar. Hann vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar fréttastofa reyndi að ná tali af honum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég ætla ekki að neita því að þetta er ömurlegt, sárt og glatað. Mér leið illa í allan gærdag, að melta þetta allt saman,“ sagði Brynja Dan í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða og vísaði einfaldlega til viðtalsins í morgun. Þar greindi hún frá því að Sigurður Ingi hafði hringt í hana vegna málsins. „Hann er fullur iðrunar, ég efast ekki um það í eina sekúndu, og svekktastur út í sjálfan sig,“ sagði Brynja í viðtalinu. „Það er nú bara þannig að við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak og þá finnst mér kannski spurningin hvernig við ætlum að hreinsa upp eftir okkur, bæta okkur og gera betur og horfa fram á við,“ sagði Brynja enn fremur. Sjálf er Brynja ættleidd frá Srí Lanka og sagðist hún ekki hafa upplifað fordóma í sínum störfum fyrir Framsóknarflokkinn, heldur hafi henni verið tekið fagnandi. „Alls ekki og þvert á móti, mér finnst Sigurður Ingi dásamlegur og hann hefur verið hinum við borðið, að fagna því hvað við erum fjölbreytt og megum vera alls konar. Bara allt öfugt við þetta,“ sagði Brynja. Fara þurfi varlega í að kalla fólk rasista Í viðtalinu var sömuleiðis rætt við Kristínu Loftsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað kynþáttafordóma á Íslandi um langa hríð. „Eitt af því sem að einkenndi umræðuna mjög lengi hér á Íslandi var svona ákveðin afneitun á því að hér væri rasismi,“ sagði Kristín í viðtalinu og vísaði til að mynda til endurútgáfu bókarinnar Negrastrákarnir. Hún telur umræðuna þó hafa tekið töluverðum breytingum undanfarin ár, þá helst eftir 2020. „Nú finnst mér vera miklu meiri svona tilfinning í samfélaginu um að þetta er óásættanlegt að vera að nota orð og hugtök og rasismi sé eitthvað sem er raunverulegt í íslensku samfélagi,“ sagði Kristín en bætti þó við að enn væri að finna rasisma hér á landi. „Mér finnst pínu stigsmunur á hvort að fólk segi eitthvað rasískt eða hvort það sé rasisti, mér finnst veldismunur þar á,“ sagði Brynja aftur á móti. „Ég hef sjálf alveg hlegið að einhverjum óviðeigandi bröndurum í gegnum tíðina, og örugglega við öll við þetta borð, en svo erum við bara alltaf að læra.“ „Mér finnst að við þurfum að stíga mjög varlega til jarðar ef við ætlum að fara að kalla fólk rasista því það gefur til kynna einbeittan brotavilja, sem að ég held að hafi ekki verið þarna,“ sagði Brynja enn fremur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27
„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10
„Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50
Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26