Micah Richards: Hræðilegur leikur fyrir Man. City til að byrja risastóra viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 14:30 Jack Grealish og Pep Guardiola eftir sigurleik Manchester City á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. EPA-EFE/PETER POWELL Það er nóg af stórleikjum hjá Englandsmeisturum Manchester City þessa dagana og fjörið byrjar strax í kvöld með fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Micah Richards spilaði í áratug með Manchester City og hefur undanfarið verið talsmaður liðsins meðal knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Breska ríkisútvarpið fékk kappann til að skrifa pistil um stöðu mála hjá City-liðinu. Manchester City's next 4 games credit: @mancityfever_ pic.twitter.com/HVtXhSTbWP— (@Thebluecityzens) April 4, 2022 „Næstu tólf dagar munu ráða því hvernig þetta tímabil verður hjá Manchester City. Fram undan eru röð leikja sem ég er spenntur fyrir en kvíði á sama tíma,“ skrifaði Micah Richards í pistli sínum. „Liðið hans Pep Guardiola hefur gert frábærlega til að komast hingað og nú í apríl eiga þeir enn möguleika á að vinna þrennuna. Allir þessari þrír bikarar verða undir í næstu fjórum leikjum og þeir eru allir á móti mjög erfiðum mótherjum eða Liverpool og Atletico Madrid,“ skrifaði Richards. „Þeir byrja í kvöld á hræðilegri röð leikja þar sem þeir spila á móti Atletico, Liverpool, Atletico og Liverpool í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni. Ég held að City vinni ekki alla þessa leiki og þeir þurfa það svo sem ekki,“ skrifaði Richards. „Þeir verða samt að fara á fullu í fyrstu tvo leikina því þeir ráða svo miklu um framhaldið,“ skrifaði Richards. Diego Simeone's stubborn Atletico Madrid are masters of the dark arts and will try EVERY trick in the book to unsettle Manchester City | @Jack_Gaughan https://t.co/453SxZO694— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2022 „City hefur oft haft heppnina með sér þegar dregið er í Meistaradeildinni en ekki núna. Ég býst við því að þeir slái út Atletico og þeir eru auðvitað sigurstranglegri. Það mun samt skipta öllu máli hvernig fyrri leikurinn fer,“ skrifaði Richards. „Þó að ég sé ánægður með City eigi fyrri leikinn á heimavelli þá mega þeir ekki fara of varlega. Þeir verða að keyra á Atletico-liðið þó að það sé áhætta fólgin í því. Við vitum hvernig þeir eru og hvað stjórinn Diego Simeone ætlar sér að gera,“ skrifaði Richards. „Atletico mun mæta á Etihad-leikvanginn til að verjast og til að pirra City-menn. Flest öll lið reyna það en málið er að Atletico-menn eru svo góðir í því sem og þeir eru öflugir þegar þeir sækja hratt,“ skrifaði Richards. „Ef það er eitthvað lið sem ég vildi ekki mæta þá eru það þeir,“ skrifaði Richards en það má lesa allan pistilinn hans hér. Leikur Manchester City og Atletico Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp. Talk about a tough run!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2022 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Micah Richards spilaði í áratug með Manchester City og hefur undanfarið verið talsmaður liðsins meðal knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Breska ríkisútvarpið fékk kappann til að skrifa pistil um stöðu mála hjá City-liðinu. Manchester City's next 4 games credit: @mancityfever_ pic.twitter.com/HVtXhSTbWP— (@Thebluecityzens) April 4, 2022 „Næstu tólf dagar munu ráða því hvernig þetta tímabil verður hjá Manchester City. Fram undan eru röð leikja sem ég er spenntur fyrir en kvíði á sama tíma,“ skrifaði Micah Richards í pistli sínum. „Liðið hans Pep Guardiola hefur gert frábærlega til að komast hingað og nú í apríl eiga þeir enn möguleika á að vinna þrennuna. Allir þessari þrír bikarar verða undir í næstu fjórum leikjum og þeir eru allir á móti mjög erfiðum mótherjum eða Liverpool og Atletico Madrid,“ skrifaði Richards. „Þeir byrja í kvöld á hræðilegri röð leikja þar sem þeir spila á móti Atletico, Liverpool, Atletico og Liverpool í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni. Ég held að City vinni ekki alla þessa leiki og þeir þurfa það svo sem ekki,“ skrifaði Richards. „Þeir verða samt að fara á fullu í fyrstu tvo leikina því þeir ráða svo miklu um framhaldið,“ skrifaði Richards. Diego Simeone's stubborn Atletico Madrid are masters of the dark arts and will try EVERY trick in the book to unsettle Manchester City | @Jack_Gaughan https://t.co/453SxZO694— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2022 „City hefur oft haft heppnina með sér þegar dregið er í Meistaradeildinni en ekki núna. Ég býst við því að þeir slái út Atletico og þeir eru auðvitað sigurstranglegri. Það mun samt skipta öllu máli hvernig fyrri leikurinn fer,“ skrifaði Richards. „Þó að ég sé ánægður með City eigi fyrri leikinn á heimavelli þá mega þeir ekki fara of varlega. Þeir verða að keyra á Atletico-liðið þó að það sé áhætta fólgin í því. Við vitum hvernig þeir eru og hvað stjórinn Diego Simeone ætlar sér að gera,“ skrifaði Richards. „Atletico mun mæta á Etihad-leikvanginn til að verjast og til að pirra City-menn. Flest öll lið reyna það en málið er að Atletico-menn eru svo góðir í því sem og þeir eru öflugir þegar þeir sækja hratt,“ skrifaði Richards. „Ef það er eitthvað lið sem ég vildi ekki mæta þá eru það þeir,“ skrifaði Richards en það má lesa allan pistilinn hans hér. Leikur Manchester City og Atletico Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp. Talk about a tough run!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2022
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira