Lewis Hamilton henti sér hvað eftir annað út úr flugvél á miðju tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 07:31 Lewis Hamilton hefur ekki byrjað tímabilið alltof vel en fór nýja leið til að hreinsa hugann fyrir framhaldið. Getty/ANP Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Formúlu 1 ökumaður sæki í adrenalínið. Það búast ekki ekki margir við að ökuþórarnir séu í ævintýraleit á miðju tímabili. Það er hins vegar raunin hjá sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem sýndi frá fallhlífarstökki sínu á samfélagsmiðlum. Hamilton var staddur í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það voru tvær vikur á milli keppna í Sádí Arabíu og Ástralíu. Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Hamilton sem er aðeins í fimmta sæti eftir tvær keppnir. Hann var þriðji í fyrsta kappakstri ársins í Barein en náði bara tíunda sætinu í Sádí Arabíu. Hamilton þurfti aðeins að lyfta sér upp og hreinsa hugann og ákvað að gera það með því að fara í fallhlífarstökk yfir eyðimörkinni. Hann sýndi myndband af sér á Instagram-síðu sinni og þar kom líka fram að hann stökk ekki aðeins einu sinni heldur miklu, miklu oftar. „Átti frábæran dag í gær. Fullkominn leið til að eyða sunnudegi. Ég hef stundað fallhlífarstökk í nokkur ár en náði ekki að stökkva neitt meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Náði að stökkva tíu sinnum og lærði eitthvað nýtt í hverju stökki. Þetta er frábær leið til að hreinsa hugann, stilla sig af og ná upp einbeitingu fyrir komandi viku,“ skrifaði Lewis Hamilton eins og má sjá hér fyrir neðan. Fulltrúar Mercedes-liðsins voru örugglega ekki rólegir að horfa upp á þessar myndir enda þeirra besti ökumaður í ævintýraleið á miðju tímabili. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) Formúla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Það er hins vegar raunin hjá sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem sýndi frá fallhlífarstökki sínu á samfélagsmiðlum. Hamilton var staddur í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það voru tvær vikur á milli keppna í Sádí Arabíu og Ástralíu. Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Hamilton sem er aðeins í fimmta sæti eftir tvær keppnir. Hann var þriðji í fyrsta kappakstri ársins í Barein en náði bara tíunda sætinu í Sádí Arabíu. Hamilton þurfti aðeins að lyfta sér upp og hreinsa hugann og ákvað að gera það með því að fara í fallhlífarstökk yfir eyðimörkinni. Hann sýndi myndband af sér á Instagram-síðu sinni og þar kom líka fram að hann stökk ekki aðeins einu sinni heldur miklu, miklu oftar. „Átti frábæran dag í gær. Fullkominn leið til að eyða sunnudegi. Ég hef stundað fallhlífarstökk í nokkur ár en náði ekki að stökkva neitt meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Náði að stökkva tíu sinnum og lærði eitthvað nýtt í hverju stökki. Þetta er frábær leið til að hreinsa hugann, stilla sig af og ná upp einbeitingu fyrir komandi viku,“ skrifaði Lewis Hamilton eins og má sjá hér fyrir neðan. Fulltrúar Mercedes-liðsins voru örugglega ekki rólegir að horfa upp á þessar myndir enda þeirra besti ökumaður í ævintýraleið á miðju tímabili. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton)
Formúla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira