Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2022 20:42 Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir inn til Reykjavíkur í morgun. Vilhelm Gunnarsson Stærsta herskip sem komið hefur til Íslands og flaggskip breska sjóhersins, flugmóðurskipið Prince of Wales, verður í Reykjavík fram á föstudag. Koma skipsins tengist þó ekki varnaræfingunni Norður-Víkingi heldur er liður í reynslusiglingum skipsins um Norður-Atlantshaf. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugmóðurskipið leggjast að bryggju í Reykjavík. Skipið er það nýtt að það telst enn vera í reynslusiglingum, sem hófust í fyrra, en gert er ráð fyrir að það verði komið í fulla þjónustu breska sjóhersins á næsta ári. Fjórir dráttarbátar og tveir lóðsbátar tóku þátt í að koma flugmóðurskipinu að bryggju.Egill Aðalsteinsson Hingað kemur það frá Noregsströndum þar sem það tók þátt í sinni fyrstu heræfingu, NATO-æfingunni Cold Response. Freigátan Richmond fylgir skipinu. Ásamt systurskipi sínu, Queen Elizabeth, er Prince of Wales stærsta og fullkomnasta herskip sem smíðað hafa verið fyrir breska sjóherinn sem lítur á þessa bryndreka sem flaggskip bresku krúnunnar. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar og er þetta stærsta herskip sem komið hefur til Íslands. Það er stærra en bandaríska flugmóðurskipið Wasp sem áður átti metið og kom hingað árið 1964. Það skip var 250 metra langt en lagðist þó ekki að bryggju. Flugmóðurskipið er 280 metra langt og 73 metra breitt.Egill Aðalsteinsson Fjögur herskip sem taka þátt í Norður-Víkingi voru hér í höfn um helgina og von á einhverjum þeirra til Reykjavíkur eftir æfinguna í næstu viku. Koma breska flugmóðurskipsins og fylgdarskips þess tengist hins vegar ekki Norður-Víkingi. Þau eru sögð hér í reynslusiglingum um Norður-Atlantshaf. Áhugamönnum um stríðstól gefst hins vegar kostur á að berja þau augum í Sundahöfn næstu fjóra sólarhringa því áætlað er að þau liggi þar við bryggju fram á föstudagsmorgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Öryggis- og varnarmál NATO Bretland Reykjavík Hernaður Tengdar fréttir Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02 270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugmóðurskipið leggjast að bryggju í Reykjavík. Skipið er það nýtt að það telst enn vera í reynslusiglingum, sem hófust í fyrra, en gert er ráð fyrir að það verði komið í fulla þjónustu breska sjóhersins á næsta ári. Fjórir dráttarbátar og tveir lóðsbátar tóku þátt í að koma flugmóðurskipinu að bryggju.Egill Aðalsteinsson Hingað kemur það frá Noregsströndum þar sem það tók þátt í sinni fyrstu heræfingu, NATO-æfingunni Cold Response. Freigátan Richmond fylgir skipinu. Ásamt systurskipi sínu, Queen Elizabeth, er Prince of Wales stærsta og fullkomnasta herskip sem smíðað hafa verið fyrir breska sjóherinn sem lítur á þessa bryndreka sem flaggskip bresku krúnunnar. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar og er þetta stærsta herskip sem komið hefur til Íslands. Það er stærra en bandaríska flugmóðurskipið Wasp sem áður átti metið og kom hingað árið 1964. Það skip var 250 metra langt en lagðist þó ekki að bryggju. Flugmóðurskipið er 280 metra langt og 73 metra breitt.Egill Aðalsteinsson Fjögur herskip sem taka þátt í Norður-Víkingi voru hér í höfn um helgina og von á einhverjum þeirra til Reykjavíkur eftir æfinguna í næstu viku. Koma breska flugmóðurskipsins og fylgdarskips þess tengist hins vegar ekki Norður-Víkingi. Þau eru sögð hér í reynslusiglingum um Norður-Atlantshaf. Áhugamönnum um stríðstól gefst hins vegar kostur á að berja þau augum í Sundahöfn næstu fjóra sólarhringa því áætlað er að þau liggi þar við bryggju fram á föstudagsmorgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Öryggis- og varnarmál NATO Bretland Reykjavík Hernaður Tengdar fréttir Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02 270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02
270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51