Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2022 20:42 Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir inn til Reykjavíkur í morgun. Vilhelm Gunnarsson Stærsta herskip sem komið hefur til Íslands og flaggskip breska sjóhersins, flugmóðurskipið Prince of Wales, verður í Reykjavík fram á föstudag. Koma skipsins tengist þó ekki varnaræfingunni Norður-Víkingi heldur er liður í reynslusiglingum skipsins um Norður-Atlantshaf. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugmóðurskipið leggjast að bryggju í Reykjavík. Skipið er það nýtt að það telst enn vera í reynslusiglingum, sem hófust í fyrra, en gert er ráð fyrir að það verði komið í fulla þjónustu breska sjóhersins á næsta ári. Fjórir dráttarbátar og tveir lóðsbátar tóku þátt í að koma flugmóðurskipinu að bryggju.Egill Aðalsteinsson Hingað kemur það frá Noregsströndum þar sem það tók þátt í sinni fyrstu heræfingu, NATO-æfingunni Cold Response. Freigátan Richmond fylgir skipinu. Ásamt systurskipi sínu, Queen Elizabeth, er Prince of Wales stærsta og fullkomnasta herskip sem smíðað hafa verið fyrir breska sjóherinn sem lítur á þessa bryndreka sem flaggskip bresku krúnunnar. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar og er þetta stærsta herskip sem komið hefur til Íslands. Það er stærra en bandaríska flugmóðurskipið Wasp sem áður átti metið og kom hingað árið 1964. Það skip var 250 metra langt en lagðist þó ekki að bryggju. Flugmóðurskipið er 280 metra langt og 73 metra breitt.Egill Aðalsteinsson Fjögur herskip sem taka þátt í Norður-Víkingi voru hér í höfn um helgina og von á einhverjum þeirra til Reykjavíkur eftir æfinguna í næstu viku. Koma breska flugmóðurskipsins og fylgdarskips þess tengist hins vegar ekki Norður-Víkingi. Þau eru sögð hér í reynslusiglingum um Norður-Atlantshaf. Áhugamönnum um stríðstól gefst hins vegar kostur á að berja þau augum í Sundahöfn næstu fjóra sólarhringa því áætlað er að þau liggi þar við bryggju fram á föstudagsmorgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Öryggis- og varnarmál NATO Bretland Reykjavík Hernaður Tengdar fréttir Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02 270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugmóðurskipið leggjast að bryggju í Reykjavík. Skipið er það nýtt að það telst enn vera í reynslusiglingum, sem hófust í fyrra, en gert er ráð fyrir að það verði komið í fulla þjónustu breska sjóhersins á næsta ári. Fjórir dráttarbátar og tveir lóðsbátar tóku þátt í að koma flugmóðurskipinu að bryggju.Egill Aðalsteinsson Hingað kemur það frá Noregsströndum þar sem það tók þátt í sinni fyrstu heræfingu, NATO-æfingunni Cold Response. Freigátan Richmond fylgir skipinu. Ásamt systurskipi sínu, Queen Elizabeth, er Prince of Wales stærsta og fullkomnasta herskip sem smíðað hafa verið fyrir breska sjóherinn sem lítur á þessa bryndreka sem flaggskip bresku krúnunnar. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar og er þetta stærsta herskip sem komið hefur til Íslands. Það er stærra en bandaríska flugmóðurskipið Wasp sem áður átti metið og kom hingað árið 1964. Það skip var 250 metra langt en lagðist þó ekki að bryggju. Flugmóðurskipið er 280 metra langt og 73 metra breitt.Egill Aðalsteinsson Fjögur herskip sem taka þátt í Norður-Víkingi voru hér í höfn um helgina og von á einhverjum þeirra til Reykjavíkur eftir æfinguna í næstu viku. Koma breska flugmóðurskipsins og fylgdarskips þess tengist hins vegar ekki Norður-Víkingi. Þau eru sögð hér í reynslusiglingum um Norður-Atlantshaf. Áhugamönnum um stríðstól gefst hins vegar kostur á að berja þau augum í Sundahöfn næstu fjóra sólarhringa því áætlað er að þau liggi þar við bryggju fram á föstudagsmorgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Öryggis- og varnarmál NATO Bretland Reykjavík Hernaður Tengdar fréttir Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02 270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02
270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51