„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 4. apríl 2022 19:10 Halldóra kallar eftir því að Sigurður Ingi segi af sér vegna ummælanna. Vísir Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. Miklar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, sem hann lét falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís steig fram í dag og greindi frá því að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli um hana. Upp hafi komið hugmynd að hópur starfsmanna Bændasamtakanna ásamt Sigurði héldu á Vigdísi á mynd en Sigurður Ingi hafi sagt eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum í dag en Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir það ekki nóg. Halldóra spurði forsætisráðherra í dag að því hvort hún muni fara fram á afsögn Sigurðar vegna ummælanna. „Ummæli Sigurðar Inga eru brot á lögum um mismunun. Valdi fylgir ábyrgð og ráðherra getur ekki bara sísvona brotið lög sem hans eigin ríkisstjórn setti fyrir fjórum árum síðan án nokkurra afleiðinga af því að hann biður afsökunar,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hérna núna og væri að segja af sér.“ Hún segir alls ekki nóg að biðjast afsökunar á að brjóta lög sem Sigurður setti sjálfur. „Hver eru skilaboðin til samfélagsins? Þú verður að sæta ábyrgðar og það er óþolandi að sjá okkur trekk í trekk standa í þessari stöðu þar sem ráðherrar neita að taka ábyrgð.“ Veltir fyrir sér atburðarrás málsins Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segist velta fyrir sér atburðarrás málsins. „Ummælin falla á fimmtudaginn, alla helgina eru fjölmiðlar að eltast við þetta mál því þeir heyra af þessum rasísku ummælum. Aðstoðarmaðurinn stígur fram um helgina og segir að það sé ekkert hæft í þessu og notar orðin „það er bull“ að þetta hafi verið sagt,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum. „Síðan stígur framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fram með yfirlýsingu í dag og í framhaldi af því þá biðst Sigurður Ingi Jóhannsson afsökunar. Ég er bara að kalla eftir því að við skoðum afsökunarbeiðnina í ljósi þessarar atburðarrásar allrar vegna þess að hún kemur ekki fram fyrr en hann er kominn upp við vegg og það er komin yfirlýsing fram frá þolandanum.“ Hann segir auðvitað gott að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar. „En mér finnst að þessi atburðarrás öll, vegna þess líka að aðstoðarmaðurinn starfar auðvitað í umboði Sigurðar, að það þurfi allt að vera með í jöfnunni þegar við leggjum mat á framhald málsins.“ Segist hafa svarað í samræmi við það sem hún varð vitni að Ingveldur Sæmundsdóttir, umræddur aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem tók fyrir að hann hafi látið ummælin falla, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að hún hafi aðeins lýst því sem hún varð vitni að í samskiptum Sigurðar Inga við Vigdísi. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ segir Ingveldur í skriflegu svari við RÚV. Ingveldur hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Miklar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, sem hann lét falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís steig fram í dag og greindi frá því að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli um hana. Upp hafi komið hugmynd að hópur starfsmanna Bændasamtakanna ásamt Sigurði héldu á Vigdísi á mynd en Sigurður Ingi hafi sagt eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum í dag en Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir það ekki nóg. Halldóra spurði forsætisráðherra í dag að því hvort hún muni fara fram á afsögn Sigurðar vegna ummælanna. „Ummæli Sigurðar Inga eru brot á lögum um mismunun. Valdi fylgir ábyrgð og ráðherra getur ekki bara sísvona brotið lög sem hans eigin ríkisstjórn setti fyrir fjórum árum síðan án nokkurra afleiðinga af því að hann biður afsökunar,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hérna núna og væri að segja af sér.“ Hún segir alls ekki nóg að biðjast afsökunar á að brjóta lög sem Sigurður setti sjálfur. „Hver eru skilaboðin til samfélagsins? Þú verður að sæta ábyrgðar og það er óþolandi að sjá okkur trekk í trekk standa í þessari stöðu þar sem ráðherrar neita að taka ábyrgð.“ Veltir fyrir sér atburðarrás málsins Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segist velta fyrir sér atburðarrás málsins. „Ummælin falla á fimmtudaginn, alla helgina eru fjölmiðlar að eltast við þetta mál því þeir heyra af þessum rasísku ummælum. Aðstoðarmaðurinn stígur fram um helgina og segir að það sé ekkert hæft í þessu og notar orðin „það er bull“ að þetta hafi verið sagt,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum. „Síðan stígur framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fram með yfirlýsingu í dag og í framhaldi af því þá biðst Sigurður Ingi Jóhannsson afsökunar. Ég er bara að kalla eftir því að við skoðum afsökunarbeiðnina í ljósi þessarar atburðarrásar allrar vegna þess að hún kemur ekki fram fyrr en hann er kominn upp við vegg og það er komin yfirlýsing fram frá þolandanum.“ Hann segir auðvitað gott að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar. „En mér finnst að þessi atburðarrás öll, vegna þess líka að aðstoðarmaðurinn starfar auðvitað í umboði Sigurðar, að það þurfi allt að vera með í jöfnunni þegar við leggjum mat á framhald málsins.“ Segist hafa svarað í samræmi við það sem hún varð vitni að Ingveldur Sæmundsdóttir, umræddur aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem tók fyrir að hann hafi látið ummælin falla, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að hún hafi aðeins lýst því sem hún varð vitni að í samskiptum Sigurðar Inga við Vigdísi. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ segir Ingveldur í skriflegu svari við RÚV. Ingveldur hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira