Klúðurslegt hjá Sigurði Inga Snorri Másson skrifar 4. apríl 2022 20:24 Sigurður Ingi Jóhannsson baðst fyrr í dag afsökunar á því sem hann lýsti sem „óviðurkvæmilegum ummælum“ sínum í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummælin tengdust kynþætti hennar og er hann sagður hafa vísað til hennar sem „þeirrar svörtu.“ Þess hefur verið krafist að Sigurður Ingi segi af sér vegna málsins en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur varið ráðherrann og sagt að taka verði það gilt þegar menn biðjist afsökunar. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, var til viðtals í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum, sem má sjá hér að ofan, var stemningin á Alþingi einkum til umræðu og einnig var rætt við þingmenn um starfsandann, sem skiptar skoðanir eru um. Komið var inn á ummæli Sigurðar Inga og Brynjar sagði þar að hann teldi að vel kynni að vera að málið hefði pólitískar afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „En hann hefur beðist afsökunar. Þetta er klúðurslegt, það eru klúðursleg viðbrögðin í upphafi. En hann hefur beðist afsökunar og þá er ég þannig maður að þá er málinu bara lokið af minni hálfu. Auðvitað kann þetta þó að hafa einhverjar pólitískar afleiðingar fyrir hann,“ sagði Brynjar. „Vigdís er mikil afbragðskona, mikill vinur minn, og þetta er bara mjög leiðinlegt. En ég geri ráð fyrir því að þetta sé gert bara einhverri fýlu og reiði og svo bara biðst hann afsökunar. Þá bara finnst mér að málinu sé lokið,“ sagði Brynjar. Eðlileg krafa að ráðherrar sigti fólk ekki út vegna kynþáttar Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, var einnig til viðtals. Hann sagði undarlegt að afsökunarbeiðnin kæmi nú eftir að því var fyrst haldið fram að Sigurður Ingi hafi vísað til þess að Vigdís sé í Sjálfstæðisflokknum. Þeim framburði hafi síðan verið breytt. Hver afdrif ráðherra verði segir Atli að velti á Framsóknarmönnum. „Það fer náttúrulega fyrst og fremst eftir því hvort kjósendur Framsóknarflokksins séu tilbúnir að vera með ráðherra sem er með svona ummæli um annað fólk. Þar verður þrýstingurinn að koma,“ sagði Atli. „Mér finnst nú alveg eðlileg krafa á ráðherra að þeir séu ekki að sigta fólk út vegna kynþátta. Ég veit ekki hvort málinu sé því lokið alveg strax,“ sagði Atli. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Þess hefur verið krafist að Sigurður Ingi segi af sér vegna málsins en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur varið ráðherrann og sagt að taka verði það gilt þegar menn biðjist afsökunar. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, var til viðtals í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum, sem má sjá hér að ofan, var stemningin á Alþingi einkum til umræðu og einnig var rætt við þingmenn um starfsandann, sem skiptar skoðanir eru um. Komið var inn á ummæli Sigurðar Inga og Brynjar sagði þar að hann teldi að vel kynni að vera að málið hefði pólitískar afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „En hann hefur beðist afsökunar. Þetta er klúðurslegt, það eru klúðursleg viðbrögðin í upphafi. En hann hefur beðist afsökunar og þá er ég þannig maður að þá er málinu bara lokið af minni hálfu. Auðvitað kann þetta þó að hafa einhverjar pólitískar afleiðingar fyrir hann,“ sagði Brynjar. „Vigdís er mikil afbragðskona, mikill vinur minn, og þetta er bara mjög leiðinlegt. En ég geri ráð fyrir því að þetta sé gert bara einhverri fýlu og reiði og svo bara biðst hann afsökunar. Þá bara finnst mér að málinu sé lokið,“ sagði Brynjar. Eðlileg krafa að ráðherrar sigti fólk ekki út vegna kynþáttar Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, var einnig til viðtals. Hann sagði undarlegt að afsökunarbeiðnin kæmi nú eftir að því var fyrst haldið fram að Sigurður Ingi hafi vísað til þess að Vigdís sé í Sjálfstæðisflokknum. Þeim framburði hafi síðan verið breytt. Hver afdrif ráðherra verði segir Atli að velti á Framsóknarmönnum. „Það fer náttúrulega fyrst og fremst eftir því hvort kjósendur Framsóknarflokksins séu tilbúnir að vera með ráðherra sem er með svona ummæli um annað fólk. Þar verður þrýstingurinn að koma,“ sagði Atli. „Mér finnst nú alveg eðlileg krafa á ráðherra að þeir séu ekki að sigta fólk út vegna kynþátta. Ég veit ekki hvort málinu sé því lokið alveg strax,“ sagði Atli.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
„Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50
„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10