Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2022 14:55 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurðar Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður yfirgaf samkomuna fljótlega eftir þetta. Fjallað var um orðróm þess efnis, bæði í Fréttablaðinu og DV um helgina, að Sigurður Ingi hefði látið slík orð falla. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, svaraði fyrir þær fréttir sem algjört bull. Ráðherrann hefði ekkert slíkt sagt heldur haft á orði að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðismanni við myndatökuna. Vigdís tjáði sig um málið fyrr í dag á Facebook-síðu sinni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið. Sigurður Ingi tjáði sig um málið nú rétt fyrir klukkan þrjú. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Þingfundur hefst klukkan 15 og má reikna með umræðum um málið á þinginu. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá en Sigurður Ingi er ekki á meðal ráðherra sem svara fyrirspurnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26 Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurðar Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður yfirgaf samkomuna fljótlega eftir þetta. Fjallað var um orðróm þess efnis, bæði í Fréttablaðinu og DV um helgina, að Sigurður Ingi hefði látið slík orð falla. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, svaraði fyrir þær fréttir sem algjört bull. Ráðherrann hefði ekkert slíkt sagt heldur haft á orði að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðismanni við myndatökuna. Vigdís tjáði sig um málið fyrr í dag á Facebook-síðu sinni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið. Sigurður Ingi tjáði sig um málið nú rétt fyrir klukkan þrjú. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Þingfundur hefst klukkan 15 og má reikna með umræðum um málið á þinginu. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá en Sigurður Ingi er ekki á meðal ráðherra sem svara fyrirspurnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26 Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26
Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49