Bréf til Svandísar Svavarsdóttur um brotastafsemi, dýraníð og skemmdarverk á ímynd Íslands Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. apríl 2022 08:00 Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast. Er annars vegar um lögreglumál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í nær áratug brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um það, að hval skyldi verka undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti og matvælaöryggi, en það var ekki gert, heldur verkað úti, undir berum himni. Refsirammi fyrir þessi brot: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er um lögreglumál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, um skilaskyldu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, sem félagið virti að vettugi. Því máli var lokið með lögreglustjórasekt í júlí 2020. Það liggur því fyrir, að forveri þinn, Kristján Þór Júlíusson, vann ekki á grundvelli heilinda og góðrar og heiðarlegrar stjórnsýslu, þegar hann veitti Hval hf nýtt og umfangsmikið veiðileyfi fyrir ári 2019-2023, til veiða á allt að 2.130 hvölum, 5. júlí 2019. Skilasvik Hvals hf á veiðidagbókum, skv. veiðileyfi, sem fyrirtækið fékk 5. maí 2014, horfa svona við: Veiðidagbækurnar átti að færa fyrir hvern veiðitúr, og áttu þær að sýna um 16 atriði varðandi staðsetningu, upphaf veiða, framkvæmd veiða, þ.á.m. hversu mörgum skutlum var skotið á hvert dýr, á hversu löngum tíma, hversu mörg dýr gátu rifið sig laus og sluppu, en út frá þessum upplýsingum mátti dæma, hversu skjótur eða langur dauðdagi dýranna hafi verið, hvort þau hafi sloppið illa særð, hvort kýr hafi verið með kálfi, sem var drepinn með, hvort á alfriðaða steypireyði hefði verið skotið, í stað langreyðar, o.s.frv.; hvort flokka mætti veiðar undir dýraníð (sem þær í grundvallar atriðum auðvitað eru). Þessar veiðidagbækur voru einasta gagnið, sem Fiskistofa og ráðuneytið höfðu til aðhalds og eftirlits með því, að rétt og löglega væri staðið að veiðum og ákvæðum veiðileyfis fylgt. Afhending dagbókanna var því algjört skilyrði fyrir veiðileyfinu. Átti að afhenda bækurnar árlega, eftir hvert veiðitímabil. Hvalur hf afhenti hins vegar aldrei eina einustu veiðidagbók fyrir nefnt árabil, þrátt fyrir eftirgangsmuni og kröfugerð Fiskistofu. Á góðri Íslenzku sagt: Hvalur hf gaf skít í Fiskistofu, ráðuneytið og skyldur sínar við þessar stofnanir skv. því veiðileyfi, sem veiðar 2014-2018 byggðu á og Hvalur hf hafði þó samþykkt og staðfest fyrir veiðar. Hefði þetta athæfi Hvals hf auðvitað átt að leiða til afturköllunar leyfa og stöðvun veiða. En í stað þess að afturkalla, veitti Kristjáns Þór Júlíusson Hval hf hærri hvalveiðikvóta en nokkru sinni fyrr, fyrir árin 2019 til 2023, þann 5. júlí 2019, sem teljast verður siðlaus og forkastanleg gjörð, stjórnsýslulegt hneyksli og hneysa fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum því trúa því og treysta, að þú, Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegsráðherra, hafir snör og heiðarleg handtök með það, að leiðrétta misgjörðir forvera þíns og koma stjórnun hvalveiðimála í rétt, siðlegt og löglegt form, með því að afturkalla gildandi veiðileyfið fyrir 2019-2023 og stöðva þá brotastarfsemi, það dýraníð og þau skemmdarverk á ímynd landsins, sem viðgengist hafa allt of lengi. Loks má minna á, að engin önnur þjóð leyfir veiðar á langreyði, næst stærsta og einhverju þróaðasta spendýri veraldar. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast. Er annars vegar um lögreglumál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í nær áratug brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um það, að hval skyldi verka undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti og matvælaöryggi, en það var ekki gert, heldur verkað úti, undir berum himni. Refsirammi fyrir þessi brot: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er um lögreglumál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, um skilaskyldu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, sem félagið virti að vettugi. Því máli var lokið með lögreglustjórasekt í júlí 2020. Það liggur því fyrir, að forveri þinn, Kristján Þór Júlíusson, vann ekki á grundvelli heilinda og góðrar og heiðarlegrar stjórnsýslu, þegar hann veitti Hval hf nýtt og umfangsmikið veiðileyfi fyrir ári 2019-2023, til veiða á allt að 2.130 hvölum, 5. júlí 2019. Skilasvik Hvals hf á veiðidagbókum, skv. veiðileyfi, sem fyrirtækið fékk 5. maí 2014, horfa svona við: Veiðidagbækurnar átti að færa fyrir hvern veiðitúr, og áttu þær að sýna um 16 atriði varðandi staðsetningu, upphaf veiða, framkvæmd veiða, þ.á.m. hversu mörgum skutlum var skotið á hvert dýr, á hversu löngum tíma, hversu mörg dýr gátu rifið sig laus og sluppu, en út frá þessum upplýsingum mátti dæma, hversu skjótur eða langur dauðdagi dýranna hafi verið, hvort þau hafi sloppið illa særð, hvort kýr hafi verið með kálfi, sem var drepinn með, hvort á alfriðaða steypireyði hefði verið skotið, í stað langreyðar, o.s.frv.; hvort flokka mætti veiðar undir dýraníð (sem þær í grundvallar atriðum auðvitað eru). Þessar veiðidagbækur voru einasta gagnið, sem Fiskistofa og ráðuneytið höfðu til aðhalds og eftirlits með því, að rétt og löglega væri staðið að veiðum og ákvæðum veiðileyfis fylgt. Afhending dagbókanna var því algjört skilyrði fyrir veiðileyfinu. Átti að afhenda bækurnar árlega, eftir hvert veiðitímabil. Hvalur hf afhenti hins vegar aldrei eina einustu veiðidagbók fyrir nefnt árabil, þrátt fyrir eftirgangsmuni og kröfugerð Fiskistofu. Á góðri Íslenzku sagt: Hvalur hf gaf skít í Fiskistofu, ráðuneytið og skyldur sínar við þessar stofnanir skv. því veiðileyfi, sem veiðar 2014-2018 byggðu á og Hvalur hf hafði þó samþykkt og staðfest fyrir veiðar. Hefði þetta athæfi Hvals hf auðvitað átt að leiða til afturköllunar leyfa og stöðvun veiða. En í stað þess að afturkalla, veitti Kristjáns Þór Júlíusson Hval hf hærri hvalveiðikvóta en nokkru sinni fyrr, fyrir árin 2019 til 2023, þann 5. júlí 2019, sem teljast verður siðlaus og forkastanleg gjörð, stjórnsýslulegt hneyksli og hneysa fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum því trúa því og treysta, að þú, Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegsráðherra, hafir snör og heiðarleg handtök með það, að leiðrétta misgjörðir forvera þíns og koma stjórnun hvalveiðimála í rétt, siðlegt og löglegt form, með því að afturkalla gildandi veiðileyfið fyrir 2019-2023 og stöðva þá brotastarfsemi, það dýraníð og þau skemmdarverk á ímynd landsins, sem viðgengist hafa allt of lengi. Loks má minna á, að engin önnur þjóð leyfir veiðar á langreyði, næst stærsta og einhverju þróaðasta spendýri veraldar. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun