Skandall ef Afturelding kemst ekki í úrslitakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 14:30 Gunnar Magnússon og strákarnir hans í Aftureldingu þurfa að hafa sig alla við til að halda sæti sínu í úrslitakeppninni. vísir/vilhelm Jóhanni Gunnari Einarssyni þykir leiðinlegt að sjá hvernig komið er fyrir Aftureldingu, hans gamla liði. Theodór Ingi Pálmason segir það skandal ef Mosfellingar komast ekki í úrslitakeppnina. Afturelding steinlá fyrir Val, 18-26, í 20. umferð Olís-deildar karla á föstudaginn. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik gekk ekkert upp hjá Mosfellingum sem skoruðu þá aðeins átta mörk. Afturelding hefur aðeins fengið þrjú stig í síðustu fimm leikjum og Mosfellingar eiga nú á hættu að missa af úrslitakeppninni. Þeir eru bara tveimur stigum á undan Gróttu sem er í 9. sætinu. „Þeir skoruðu 5-6 mörk á tuttugu mínútum í seinni hálfleik og þar af voru fjögur úr vítum. Þetta var eitthvað fáránlegt. Þeir eru í 8. sæti. Við spáðum þeim rosalega góðu gengi enda með frábæran mannskap,“ sagði Jóhann Gunnar í Seinni bylgjunni. „Ég gæti talað endalaust því ég ber miklar tilfinningar til Afturelding og þykir mjög vænt um þetta félag. Það var svo mikill uppgangur og mikið í gangi þarna. En það er ekki eins og þeir hafi eitthvað slakað á. Þeir eru alltaf vakandi á leikmannamarkaðnum og fá toppþjálfara.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Guðmundur Bragi Ástþórsson var miðpunkturinn í sóknarleik Aftureldingar fyrir áramót, áður en Haukar kölluðu hann til baka úr láni. „Þeir eru ekki með miðjumann. Eftir á var það sniðugt að setja Guðmund Braga í svona stórt hlutverk ef þeir vissu að þeir ættu á hættu að missa hann. Þeir eru bara með þrjár skyttur og gegn Val var ekkert í gangi. Þetta var átakanlega lélegt í seinni hálfleik,“ sagði Jóhann Gunnar. Theodór Ingi Pálmason segir að það yrðu gríðarleg vonbrigði ef Afturelding missir af sæti í úrslitakeppninni. „Það er margt rosalega skrítið í þessu og þetta tímabil vonbrigði. Og ég ætla bara að segja það að ef þeir fara ekki úrslitakeppnina með þennan hóp er það skandall,“ sagði Theodór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Tengdar fréttir „Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Afturelding steinlá fyrir Val, 18-26, í 20. umferð Olís-deildar karla á föstudaginn. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik gekk ekkert upp hjá Mosfellingum sem skoruðu þá aðeins átta mörk. Afturelding hefur aðeins fengið þrjú stig í síðustu fimm leikjum og Mosfellingar eiga nú á hættu að missa af úrslitakeppninni. Þeir eru bara tveimur stigum á undan Gróttu sem er í 9. sætinu. „Þeir skoruðu 5-6 mörk á tuttugu mínútum í seinni hálfleik og þar af voru fjögur úr vítum. Þetta var eitthvað fáránlegt. Þeir eru í 8. sæti. Við spáðum þeim rosalega góðu gengi enda með frábæran mannskap,“ sagði Jóhann Gunnar í Seinni bylgjunni. „Ég gæti talað endalaust því ég ber miklar tilfinningar til Afturelding og þykir mjög vænt um þetta félag. Það var svo mikill uppgangur og mikið í gangi þarna. En það er ekki eins og þeir hafi eitthvað slakað á. Þeir eru alltaf vakandi á leikmannamarkaðnum og fá toppþjálfara.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Guðmundur Bragi Ástþórsson var miðpunkturinn í sóknarleik Aftureldingar fyrir áramót, áður en Haukar kölluðu hann til baka úr láni. „Þeir eru ekki með miðjumann. Eftir á var það sniðugt að setja Guðmund Braga í svona stórt hlutverk ef þeir vissu að þeir ættu á hættu að missa hann. Þeir eru bara með þrjár skyttur og gegn Val var ekkert í gangi. Þetta var átakanlega lélegt í seinni hálfleik,“ sagði Jóhann Gunnar. Theodór Ingi Pálmason segir að það yrðu gríðarleg vonbrigði ef Afturelding missir af sæti í úrslitakeppninni. „Það er margt rosalega skrítið í þessu og þetta tímabil vonbrigði. Og ég ætla bara að segja það að ef þeir fara ekki úrslitakeppnina með þennan hóp er það skandall,“ sagði Theodór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Tengdar fréttir „Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04