Skandall ef Afturelding kemst ekki í úrslitakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 14:30 Gunnar Magnússon og strákarnir hans í Aftureldingu þurfa að hafa sig alla við til að halda sæti sínu í úrslitakeppninni. vísir/vilhelm Jóhanni Gunnari Einarssyni þykir leiðinlegt að sjá hvernig komið er fyrir Aftureldingu, hans gamla liði. Theodór Ingi Pálmason segir það skandal ef Mosfellingar komast ekki í úrslitakeppnina. Afturelding steinlá fyrir Val, 18-26, í 20. umferð Olís-deildar karla á föstudaginn. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik gekk ekkert upp hjá Mosfellingum sem skoruðu þá aðeins átta mörk. Afturelding hefur aðeins fengið þrjú stig í síðustu fimm leikjum og Mosfellingar eiga nú á hættu að missa af úrslitakeppninni. Þeir eru bara tveimur stigum á undan Gróttu sem er í 9. sætinu. „Þeir skoruðu 5-6 mörk á tuttugu mínútum í seinni hálfleik og þar af voru fjögur úr vítum. Þetta var eitthvað fáránlegt. Þeir eru í 8. sæti. Við spáðum þeim rosalega góðu gengi enda með frábæran mannskap,“ sagði Jóhann Gunnar í Seinni bylgjunni. „Ég gæti talað endalaust því ég ber miklar tilfinningar til Afturelding og þykir mjög vænt um þetta félag. Það var svo mikill uppgangur og mikið í gangi þarna. En það er ekki eins og þeir hafi eitthvað slakað á. Þeir eru alltaf vakandi á leikmannamarkaðnum og fá toppþjálfara.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Guðmundur Bragi Ástþórsson var miðpunkturinn í sóknarleik Aftureldingar fyrir áramót, áður en Haukar kölluðu hann til baka úr láni. „Þeir eru ekki með miðjumann. Eftir á var það sniðugt að setja Guðmund Braga í svona stórt hlutverk ef þeir vissu að þeir ættu á hættu að missa hann. Þeir eru bara með þrjár skyttur og gegn Val var ekkert í gangi. Þetta var átakanlega lélegt í seinni hálfleik,“ sagði Jóhann Gunnar. Theodór Ingi Pálmason segir að það yrðu gríðarleg vonbrigði ef Afturelding missir af sæti í úrslitakeppninni. „Það er margt rosalega skrítið í þessu og þetta tímabil vonbrigði. Og ég ætla bara að segja það að ef þeir fara ekki úrslitakeppnina með þennan hóp er það skandall,“ sagði Theodór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Tengdar fréttir „Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Afturelding steinlá fyrir Val, 18-26, í 20. umferð Olís-deildar karla á föstudaginn. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik gekk ekkert upp hjá Mosfellingum sem skoruðu þá aðeins átta mörk. Afturelding hefur aðeins fengið þrjú stig í síðustu fimm leikjum og Mosfellingar eiga nú á hættu að missa af úrslitakeppninni. Þeir eru bara tveimur stigum á undan Gróttu sem er í 9. sætinu. „Þeir skoruðu 5-6 mörk á tuttugu mínútum í seinni hálfleik og þar af voru fjögur úr vítum. Þetta var eitthvað fáránlegt. Þeir eru í 8. sæti. Við spáðum þeim rosalega góðu gengi enda með frábæran mannskap,“ sagði Jóhann Gunnar í Seinni bylgjunni. „Ég gæti talað endalaust því ég ber miklar tilfinningar til Afturelding og þykir mjög vænt um þetta félag. Það var svo mikill uppgangur og mikið í gangi þarna. En það er ekki eins og þeir hafi eitthvað slakað á. Þeir eru alltaf vakandi á leikmannamarkaðnum og fá toppþjálfara.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Guðmundur Bragi Ástþórsson var miðpunkturinn í sóknarleik Aftureldingar fyrir áramót, áður en Haukar kölluðu hann til baka úr láni. „Þeir eru ekki með miðjumann. Eftir á var það sniðugt að setja Guðmund Braga í svona stórt hlutverk ef þeir vissu að þeir ættu á hættu að missa hann. Þeir eru bara með þrjár skyttur og gegn Val var ekkert í gangi. Þetta var átakanlega lélegt í seinni hálfleik,“ sagði Jóhann Gunnar. Theodór Ingi Pálmason segir að það yrðu gríðarleg vonbrigði ef Afturelding missir af sæti í úrslitakeppninni. „Það er margt rosalega skrítið í þessu og þetta tímabil vonbrigði. Og ég ætla bara að segja það að ef þeir fara ekki úrslitakeppnina með þennan hóp er það skandall,“ sagði Theodór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Tengdar fréttir „Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
„Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04