Besta tenniskona heims er nú tvítug pólsk stelpa: „Grét í fjörutíu mínútur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 13:31 Iga Swiatek fagnar sigri sínum í Miami um helgina. AP/Wilfredo Lee Iga Swiatek fagnaði ekki aðeins sigri á Opna Miami-mótinu í tennis um helgina heldur náði hún um leið tímamótaárangri á sínum ferli. Swiatek vann öruggan 6-4 og 6-0 sigur á Naomi Osaka í úrslitaleiknum í Miami. Ashleigh Barty hefur verið í efsta sæti heimslistans í tennis en Ástralinn tilkynnti á dögunum að hún væri hætt. Það kom sér vel fyrir Swiatek sem komst upp í efsta sæti heimslistans með þessum sigri. The Swiatek Streak and Sweep- 17 consecutive wins- 20 consecutive sets- 1st to sweep the 1st 3 @WTA 1000s in a season- 4th woman and youngest to win the Sunshine Double- 6-1 in WTA finals- Has won 12 straight sets in finals1st Polish World No.1 on Monday. https://t.co/lrLKi4sssb— WTA Insider (@WTA_insider) April 2, 2022 Swiatek er aðeins tvítug en hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu. Hún hefur nú unnið sautján leiki í röð og vann bæði stór mót í Doha og Indian Wells á síðustu vikum. Swiatek vakti fyrst athygli þegar hún vann Opna franska meistaramótið sem táningur. Breska ríkisútvarpið fékk viðbrögð frá Igu Swiatek eftir sigurinn um helgina og sætið á toppi heimslistans. „Ég grét í fjörutíu mínútur. Aðallega út af því að Ash væri hætt. Ég átti ekki von á því og fréttirnar komu mér því mikið á óvart,“ sagði Iga Swiatek. „Ég sá alltaf fyrir mér að við myndum allar spilar þar til að við værum orðnar 35 ára gamlar eða þar til að líkamar okkar væri svo þreyttir að við gætum ekki spilað lengur,“ sagði Swiatek. Congratulations @iga_swiatek on winning the @MiamiOpen, your 4th WTA 1000 title, and becoming World No. 1. #RolexFamily #MiamiOpen #Perpetual pic.twitter.com/7Bki1Z79CD— ROLEX (@ROLEX) April 2, 2022 „Ég þurfti tíma til átta mig á því sem hún gekk í gegnum. Hún sýndi hugrekki með því að taka þessa ákvörðun og þetta var mjög tilfinningaríkt fyrir mig,“ sagði Swiatek. „Ég var líka tilfinningasöm vegna minnar eigin stöðu. Eftir tvo tíma þá hugsaði ég: Heyrðu, þú veist ekki hvað mun gerast og þú verður að vinna einhverja leiki í viðbót,“ sagði Swiatek. „Ég sagði því við mig sjálfa. Bíðum með tilfinningarnar því það er verk að vinna,“ sagði Swiatek. Hún gerði það svo sannarlega og er nú besta tenniskona heims. 1GA Making history as the first Polish player to top the singles rankings.Congratulations, @iga_swiatek! #AusOpen pic.twitter.com/TciBXmYbYX— #AusOpen (@AustralianOpen) April 4, 2022 Tennis Pólland Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
Swiatek vann öruggan 6-4 og 6-0 sigur á Naomi Osaka í úrslitaleiknum í Miami. Ashleigh Barty hefur verið í efsta sæti heimslistans í tennis en Ástralinn tilkynnti á dögunum að hún væri hætt. Það kom sér vel fyrir Swiatek sem komst upp í efsta sæti heimslistans með þessum sigri. The Swiatek Streak and Sweep- 17 consecutive wins- 20 consecutive sets- 1st to sweep the 1st 3 @WTA 1000s in a season- 4th woman and youngest to win the Sunshine Double- 6-1 in WTA finals- Has won 12 straight sets in finals1st Polish World No.1 on Monday. https://t.co/lrLKi4sssb— WTA Insider (@WTA_insider) April 2, 2022 Swiatek er aðeins tvítug en hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu. Hún hefur nú unnið sautján leiki í röð og vann bæði stór mót í Doha og Indian Wells á síðustu vikum. Swiatek vakti fyrst athygli þegar hún vann Opna franska meistaramótið sem táningur. Breska ríkisútvarpið fékk viðbrögð frá Igu Swiatek eftir sigurinn um helgina og sætið á toppi heimslistans. „Ég grét í fjörutíu mínútur. Aðallega út af því að Ash væri hætt. Ég átti ekki von á því og fréttirnar komu mér því mikið á óvart,“ sagði Iga Swiatek. „Ég sá alltaf fyrir mér að við myndum allar spilar þar til að við værum orðnar 35 ára gamlar eða þar til að líkamar okkar væri svo þreyttir að við gætum ekki spilað lengur,“ sagði Swiatek. Congratulations @iga_swiatek on winning the @MiamiOpen, your 4th WTA 1000 title, and becoming World No. 1. #RolexFamily #MiamiOpen #Perpetual pic.twitter.com/7Bki1Z79CD— ROLEX (@ROLEX) April 2, 2022 „Ég þurfti tíma til átta mig á því sem hún gekk í gegnum. Hún sýndi hugrekki með því að taka þessa ákvörðun og þetta var mjög tilfinningaríkt fyrir mig,“ sagði Swiatek. „Ég var líka tilfinningasöm vegna minnar eigin stöðu. Eftir tvo tíma þá hugsaði ég: Heyrðu, þú veist ekki hvað mun gerast og þú verður að vinna einhverja leiki í viðbót,“ sagði Swiatek. „Ég sagði því við mig sjálfa. Bíðum með tilfinningarnar því það er verk að vinna,“ sagði Swiatek. Hún gerði það svo sannarlega og er nú besta tenniskona heims. 1GA Making history as the first Polish player to top the singles rankings.Congratulations, @iga_swiatek! #AusOpen pic.twitter.com/TciBXmYbYX— #AusOpen (@AustralianOpen) April 4, 2022
Tennis Pólland Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira