Í hugleiðingum veðurfræðings segir að norðan- og austanlands verði éljagangur en á Suðurlandi hangi lítið lægðardrag með dálítilli rigningu eða slyddu. Kólnandi veður, frost núll til níu stig seint í kvöld.
„Næstu daga verður norðaustanáttin allsráðandi með áframhaldandi éljum um norðanvert landið en syðra mun létta til.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðaustan 8-15 m/s og él, en þurrt að kalla og birtir til er líður á daginn sunnantil. Frost 0 til 7 stig.
Á miðvikudag: Norðaustan 5-13 m/s, él og frost 2 til 8 stig, en léttskýjað og hiti í kringum frostmark sunnantil.
Á fimmtudag og föstudag: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og þurrt og bjart að mestu, en skýjað og dálítil él um landið austanvert. Áfram kalt í veðri og talsvert næturfrost inn til landsins.
Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt með snjókomu eða slyddu sunnantil, en að mestu skýjað og lengst af þurrt um norðanvert landið. Hiti breytist lítið.