Vann mót á Augusta National golfvellinum áður en hún fékk bílprófið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 14:01 Anna Davis með bikarinn sem hún fékk fyrir sigur á áhugamóti kvenna á Augusta National golfvellinum. AP/Matt Slocum Hin sextán ára gamla Anna Davis fagnaði sigri á Augusta National áhugamannamóti kvenna sem lauk um helgina en spilar var á sama velli og hýsir Mastersmót karlanna næstu vikuna. Anna Davis var nær óþekkt og að keppa á sínu fyrsta móti á Augusta National vellinum en hún náði heldur betur að skapa sér nafn með frábærri spilamennsku. Hún fékk meira segja hrós frá sjálfum Tiger Woods eftir sigur sinn. Congratulations, Anna Davis! The 2022 @anwagolf champion gets her Butler Cabin moment. pic.twitter.com/e1b9IzyWmX— Golf Digest (@GolfDigest) April 2, 2022 Davis lagði grunninn að sigri sínum með því að ná tveimur fuglum í kringum hið fræga Amen horn en hún lék síðasta hringinn á þremur höggum undir pari. Davis græddi á því að Latanna Stone klúðraði góðri stöðu sinni á síðustu tveimur holunum. Davis endaði á því að vera sú eina sem kláraði mótið á undir parinu. Davis er örvhent og er frá bæ rétt austur af San Diego í Kaliforníu-fylki. Hún lét stóra sviðið ekki slá sig út af laginu. Hey Siri, add "2022 Augusta National Women's Amateur champion" to Anna Davis' accolades. #ANWAgolf pic.twitter.com/Llt0kWhgdq— Augusta National Women's Amateur (@anwagolf) April 2, 2022 „Ég held að ég hafi aldrei spilað fyrir svo margt fólk áður. Ég var samt ekki stressuð. Ég vissi að ég var lítilmagninn. Það var því ekki eins mikil pressa á mér að standa mig sérstaklega vel. Ég var bara að hugsa um að hafa gaman,“ sagði Anna Davis. Davis er enn bara á öðru ári í gagnfræðaskóla og er ekki búin að fá ökuskírteinið sitt. Hún má meira segja ekki tala við fulltrúa háskólanna fyrr en í júní en það má búast við að margir þeirra vilji reyna að sannfæra hana um að koma í sinn skóla. A few words from our 2022 #ANWAgolf champion Anna Davis pic.twitter.com/bZjSEuiqcv— Augusta National Women's Amateur (@anwagolf) April 2, 2022 Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Anna Davis var nær óþekkt og að keppa á sínu fyrsta móti á Augusta National vellinum en hún náði heldur betur að skapa sér nafn með frábærri spilamennsku. Hún fékk meira segja hrós frá sjálfum Tiger Woods eftir sigur sinn. Congratulations, Anna Davis! The 2022 @anwagolf champion gets her Butler Cabin moment. pic.twitter.com/e1b9IzyWmX— Golf Digest (@GolfDigest) April 2, 2022 Davis lagði grunninn að sigri sínum með því að ná tveimur fuglum í kringum hið fræga Amen horn en hún lék síðasta hringinn á þremur höggum undir pari. Davis græddi á því að Latanna Stone klúðraði góðri stöðu sinni á síðustu tveimur holunum. Davis endaði á því að vera sú eina sem kláraði mótið á undir parinu. Davis er örvhent og er frá bæ rétt austur af San Diego í Kaliforníu-fylki. Hún lét stóra sviðið ekki slá sig út af laginu. Hey Siri, add "2022 Augusta National Women's Amateur champion" to Anna Davis' accolades. #ANWAgolf pic.twitter.com/Llt0kWhgdq— Augusta National Women's Amateur (@anwagolf) April 2, 2022 „Ég held að ég hafi aldrei spilað fyrir svo margt fólk áður. Ég var samt ekki stressuð. Ég vissi að ég var lítilmagninn. Það var því ekki eins mikil pressa á mér að standa mig sérstaklega vel. Ég var bara að hugsa um að hafa gaman,“ sagði Anna Davis. Davis er enn bara á öðru ári í gagnfræðaskóla og er ekki búin að fá ökuskírteinið sitt. Hún má meira segja ekki tala við fulltrúa háskólanna fyrr en í júní en það má búast við að margir þeirra vilji reyna að sannfæra hana um að koma í sinn skóla. A few words from our 2022 #ANWAgolf champion Anna Davis pic.twitter.com/bZjSEuiqcv— Augusta National Women's Amateur (@anwagolf) April 2, 2022
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira