Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2022 15:20 Landsmenn mun ekki sjá þessa kunnuglegu sviðsmynd í bráð. Vísir/Vilhelm Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu. Hjördís Guðmundsdóttir segir að fjöldi þeirra sem hafi starfað á vegum almannavarna og embættis landlæknis í tengslum við faraldurinn hafi sveiflast mikið frá því að faraldurinn hófst. „Núna um mánaðamótin voru ansi margir sem hættu hjá okkur sem voru búnir að vinna hjá okkur í marga mánuði, bæði við rakningu og eftirlit og annað, ýmsum störfum sem tengdust Covid. Það var svo mögulega enn þá stærri hópur sem hætti um síðustu mánaðamót,“ segir Hjördís en eiginlegri smitrakningu lauk þegar sóttkví var aflétt þann 11. febrúar. Eftir standa um þrír til fimm sem sinna enn störfum tengdum faraldrinum, mest við úrvinnslu og skýrslugerð svo hægt sé að draga lærdóm af viðbrögðum yfirvalda. Einnig mun starfsliðið sjá um að halda úti upplýsingavefnum Covid.is en von er á því að sýkingartölur verði ekki lengur uppfærðar alla virka daga líkt og verið hefur. „Það er ýmislegt sem stendur eftir og margt sem er ekki búið í raun og veru, og eins og við vitum öll þá er Covid ekki búið þannig að við erum enn að fylgjast með og erum í góðri samvinnu við sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis,“ segir samskiptastjóri almannavarna. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Sviðið horfið Um tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að síðast var boðið til upplýsingafundar vegna faraldursins þann 2. febrúar. Síðan þá hefur bláa og græna sviðsmyndin sem er orðin landsmönnum að góðu kunn verið tekin niður. Einnig hefur ræðupúltunum og öllum tækjabúnaði sem notaður var við útsendingar fundanna verið skilað en sá var tekinn á leigu. „Þannig að við vonumst til að nota þetta aldrei aftur í þessum tilgangi en við erum nú samt búin að læra það á öllu þessu að aldrei segja aldrei og við ákváðum að tala aldrei um síðasta fund þar sem það hefur verið gert áður. Púltin góðu hvítu sem þau stóðu fyrir aftan hefur áður verið skilað en ég held að þau hafi bara verið í bílnum á leiðinni til síns heima þegar það var hringt og beðið um þau aftur.“ Úr gámi í háhýsi Fyrstu upplýsingafundirnir vorið 2020 fóru fram í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og voru svo fluttir í gám þar fyrir utan. Úr gámnum fóru upplýsingafundirnir í Katrínartún, þar sem Covid-starfsemi almannavarna var lengi til húsa, fyrst á annarri hæð og svo í lokin á fjórðu hæð. Nú er búið að skila því rými og ekki liggur fyrir hvar næsti fundur yrði haldinn ef til þess kæmi. „Ef maður hefur lært eitthvað af öllum þessu tíma þá er það að yfirlýsingar um að eitthvað sé búið, við sleppum þeim þar sem þetta er nú heimsfaraldur og eins og við heyrum þá er hann alls ekki búinn, bæði hérna og hvað þá út í heimi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Hjördís Guðmundsdóttir segir að fjöldi þeirra sem hafi starfað á vegum almannavarna og embættis landlæknis í tengslum við faraldurinn hafi sveiflast mikið frá því að faraldurinn hófst. „Núna um mánaðamótin voru ansi margir sem hættu hjá okkur sem voru búnir að vinna hjá okkur í marga mánuði, bæði við rakningu og eftirlit og annað, ýmsum störfum sem tengdust Covid. Það var svo mögulega enn þá stærri hópur sem hætti um síðustu mánaðamót,“ segir Hjördís en eiginlegri smitrakningu lauk þegar sóttkví var aflétt þann 11. febrúar. Eftir standa um þrír til fimm sem sinna enn störfum tengdum faraldrinum, mest við úrvinnslu og skýrslugerð svo hægt sé að draga lærdóm af viðbrögðum yfirvalda. Einnig mun starfsliðið sjá um að halda úti upplýsingavefnum Covid.is en von er á því að sýkingartölur verði ekki lengur uppfærðar alla virka daga líkt og verið hefur. „Það er ýmislegt sem stendur eftir og margt sem er ekki búið í raun og veru, og eins og við vitum öll þá er Covid ekki búið þannig að við erum enn að fylgjast með og erum í góðri samvinnu við sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis,“ segir samskiptastjóri almannavarna. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Sviðið horfið Um tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að síðast var boðið til upplýsingafundar vegna faraldursins þann 2. febrúar. Síðan þá hefur bláa og græna sviðsmyndin sem er orðin landsmönnum að góðu kunn verið tekin niður. Einnig hefur ræðupúltunum og öllum tækjabúnaði sem notaður var við útsendingar fundanna verið skilað en sá var tekinn á leigu. „Þannig að við vonumst til að nota þetta aldrei aftur í þessum tilgangi en við erum nú samt búin að læra það á öllu þessu að aldrei segja aldrei og við ákváðum að tala aldrei um síðasta fund þar sem það hefur verið gert áður. Púltin góðu hvítu sem þau stóðu fyrir aftan hefur áður verið skilað en ég held að þau hafi bara verið í bílnum á leiðinni til síns heima þegar það var hringt og beðið um þau aftur.“ Úr gámi í háhýsi Fyrstu upplýsingafundirnir vorið 2020 fóru fram í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og voru svo fluttir í gám þar fyrir utan. Úr gámnum fóru upplýsingafundirnir í Katrínartún, þar sem Covid-starfsemi almannavarna var lengi til húsa, fyrst á annarri hæð og svo í lokin á fjórðu hæð. Nú er búið að skila því rými og ekki liggur fyrir hvar næsti fundur yrði haldinn ef til þess kæmi. „Ef maður hefur lært eitthvað af öllum þessu tíma þá er það að yfirlýsingar um að eitthvað sé búið, við sleppum þeim þar sem þetta er nú heimsfaraldur og eins og við heyrum þá er hann alls ekki búinn, bæði hérna og hvað þá út í heimi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira