Fyrsta sinn sem einstaklingur vinnur Músíktilraunir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 11:46 Kusk, tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir, bar sigur úr bítum í Músíktilraunum 2022. Músíktilraunir Tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir bar sigur úr bítum í Músíktilraunum 2022 sem fóru fram í Hörpu í gær. Þetta er fyrsta sinn sem einstaklingur sigrar keppnina, sem hefur verið haldin árlega í fjörutíu ár. Kolbrún, sem notar listamannanafnið Kusk, hafnaði í fyrsta sæti. Í öðru sæti hafnaði Gunnar Karls og Sameheads lentu í þriðja sæti. Hljómsveit fólksins var Bí Bí & Joð. Auk þess að sigra keppnina fékk Kolbrún sérstök verðlaun fyrir íslenskan texta og var valin rafheili keppninnar. Svanhildur Guðný Hjördísardóttir, söngkona Bí Bí & Joð, fékk verðlaun fyrir söng. Friðrik Örn Sigþórsson í Project Reykjavík fékk verðlaun fyrir bassaleik og félagi hans í sveitinni Magnús Þór Sveinsson fékk verðlaun fyrir hljómborðsleik. Fyrir gítarleik fékk Oliver Devaney í Samheads sérstök verðlaun og Mikael Magnússon í Merkúr fékk verðlaun fyrir trommuleik. Fram kemur í tilkynningu frá Músíktilraunum að úrslitakvöldið hafi verið tileinkað boðskapi friðar og samkenndar. Allir séu því fegnir að samfélagið sé komið aftur í frekar eðlilegt horf eftir heimsfaraldur og á undankvöldum Músíktilrauna í ár hafi ekki skort hæfileika og sköpunarkraft hjá ungu tónlistarfólki sem hafi sýnt fjölbreytta takta og mikla hæfileika í tónlistarflutningi sínum. Eftir stórkostlegt úrslitakvöld þar sem tíu atriði voru flutt hafi niðurstaða dómnefndar og símakosningar verið tilkynnt. Glæsileg verðlaun voru veitt: Hljóðverstímar, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum, spilamennska á tónlistarhátíðum hérlendis og erlendis þar sem sigurvegarar munu fljúga á vit ævintýranna með Icelandair til að spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi. Þá fá allir sem komust í úrslit fræðslupakka Hitakassans sem undirbýr ungt tónlsitarfólk fyrir atvinnumensku í tónlist. Reykjavík Tónlist Tónlistarmennirnir okkar Músíktilraunir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Kolbrún, sem notar listamannanafnið Kusk, hafnaði í fyrsta sæti. Í öðru sæti hafnaði Gunnar Karls og Sameheads lentu í þriðja sæti. Hljómsveit fólksins var Bí Bí & Joð. Auk þess að sigra keppnina fékk Kolbrún sérstök verðlaun fyrir íslenskan texta og var valin rafheili keppninnar. Svanhildur Guðný Hjördísardóttir, söngkona Bí Bí & Joð, fékk verðlaun fyrir söng. Friðrik Örn Sigþórsson í Project Reykjavík fékk verðlaun fyrir bassaleik og félagi hans í sveitinni Magnús Þór Sveinsson fékk verðlaun fyrir hljómborðsleik. Fyrir gítarleik fékk Oliver Devaney í Samheads sérstök verðlaun og Mikael Magnússon í Merkúr fékk verðlaun fyrir trommuleik. Fram kemur í tilkynningu frá Músíktilraunum að úrslitakvöldið hafi verið tileinkað boðskapi friðar og samkenndar. Allir séu því fegnir að samfélagið sé komið aftur í frekar eðlilegt horf eftir heimsfaraldur og á undankvöldum Músíktilrauna í ár hafi ekki skort hæfileika og sköpunarkraft hjá ungu tónlistarfólki sem hafi sýnt fjölbreytta takta og mikla hæfileika í tónlistarflutningi sínum. Eftir stórkostlegt úrslitakvöld þar sem tíu atriði voru flutt hafi niðurstaða dómnefndar og símakosningar verið tilkynnt. Glæsileg verðlaun voru veitt: Hljóðverstímar, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum, spilamennska á tónlistarhátíðum hérlendis og erlendis þar sem sigurvegarar munu fljúga á vit ævintýranna með Icelandair til að spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi. Þá fá allir sem komust í úrslit fræðslupakka Hitakassans sem undirbýr ungt tónlsitarfólk fyrir atvinnumensku í tónlist.
Reykjavík Tónlist Tónlistarmennirnir okkar Músíktilraunir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“