Svíar hentu sínum Jóni Arnóri úr landsliðinu eftir hann samdi við rússneskt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2022 12:30 Jonas Jerebko samdi við rússneska stórliðið CSKA Moskvu og hefur fengið mjög sterkt viðbrögð við því. Getty/Denis Tyrin Jonas Jerebko er stærsta körfuboltastjarna Svía í gegnum tíðina sem lék um tíma með Golden State Warriors. Nýjasti samningur hans vakti ekki mikla lukku í heimalandinu. Sænska körfuboltasambandið tilkynnti í gær að Jerebko hefði verið sparkað úr sænska landsliðinu og það er ekki af því að hann er ekki nógu góður. Ástæðan er nýr samningur hans við rússneska félagið CSKA Moskvu. Efter omtalade övergången Finns inga förutsättningar för Jonas Jerebko att representera ett svenskt basketlandslag #basketball https://t.co/vAjwMtPL79— SVT Sport (@SVTSport) March 31, 2022 Jonas Jerebko hefur spilað 635 leiki í NBA með fjórum félögum, Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Warriors. Hann er Jón Arnór Stefánsson þeirra Svía. Jerebko hefur verið leikmaður rússneska félagsins Khimki Moskvu frá 2019 en sagði upp samningi sínum af persónulegum ástæðum í janúar síðastliðnum. 30. mars síðastliðinn þá fann Jerebko sér hins vegar nýtt félag og það er CSKA í Moskvu. Hingað til hafa erlendir íþróttamenn keppst við að forða sér frá Rússlandi en þessi sænski körfuboltamaður fékk greinilega of góðan samning til að geta hafnað honum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og sænska körfuboltasambandið gaf það út að fulltrúi sænska landsliðsins gæti ekki ekki tekið svona ákvörðun. Rússar hafa verið fordæmdir út um allan heim eftir innrás sína í Úkraínu. Landslið, lið og íþróttafólk Rússa hafa verið útilokuð frá alþjóðlegri keppni. - ! « » 2019 2021 . , ! pic.twitter.com/014WkR5SPY— CSKA Moscow (@cskabasket) March 30, 2022 „Sem leikmaður sænska landsliðsins þá ertu að koma fram fyrir sænskan körfubolta en þetta er líka maður sem sambandið á persónulegt samband við. Þess vegna var mikilvægt fyrir okkur að tala við Jonas Jerebko áður en við myndum ákveða eitthvað,“ skrifaði Susanne Jideste hjá sænska körfuboltasambandinu í yfirlýsingu. „Eftir þetta samtal höfum við því miður þurft að stíga þetta skref og lýsa því yfir að Jonas Jerebko á ekki lengur samleið með sænska körfuboltalandsliðinu,“ skrifaði Jideste. Einn af styrktaraðilum Jerebko, Vitamin Well, hefur einnig sagt upp styrktarsamningi sínum við hann og svo gæti farið að hann yrði ekki sá eini. Körfubolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Sænska körfuboltasambandið tilkynnti í gær að Jerebko hefði verið sparkað úr sænska landsliðinu og það er ekki af því að hann er ekki nógu góður. Ástæðan er nýr samningur hans við rússneska félagið CSKA Moskvu. Efter omtalade övergången Finns inga förutsättningar för Jonas Jerebko att representera ett svenskt basketlandslag #basketball https://t.co/vAjwMtPL79— SVT Sport (@SVTSport) March 31, 2022 Jonas Jerebko hefur spilað 635 leiki í NBA með fjórum félögum, Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Warriors. Hann er Jón Arnór Stefánsson þeirra Svía. Jerebko hefur verið leikmaður rússneska félagsins Khimki Moskvu frá 2019 en sagði upp samningi sínum af persónulegum ástæðum í janúar síðastliðnum. 30. mars síðastliðinn þá fann Jerebko sér hins vegar nýtt félag og það er CSKA í Moskvu. Hingað til hafa erlendir íþróttamenn keppst við að forða sér frá Rússlandi en þessi sænski körfuboltamaður fékk greinilega of góðan samning til að geta hafnað honum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og sænska körfuboltasambandið gaf það út að fulltrúi sænska landsliðsins gæti ekki ekki tekið svona ákvörðun. Rússar hafa verið fordæmdir út um allan heim eftir innrás sína í Úkraínu. Landslið, lið og íþróttafólk Rússa hafa verið útilokuð frá alþjóðlegri keppni. - ! « » 2019 2021 . , ! pic.twitter.com/014WkR5SPY— CSKA Moscow (@cskabasket) March 30, 2022 „Sem leikmaður sænska landsliðsins þá ertu að koma fram fyrir sænskan körfubolta en þetta er líka maður sem sambandið á persónulegt samband við. Þess vegna var mikilvægt fyrir okkur að tala við Jonas Jerebko áður en við myndum ákveða eitthvað,“ skrifaði Susanne Jideste hjá sænska körfuboltasambandinu í yfirlýsingu. „Eftir þetta samtal höfum við því miður þurft að stíga þetta skref og lýsa því yfir að Jonas Jerebko á ekki lengur samleið með sænska körfuboltalandsliðinu,“ skrifaði Jideste. Einn af styrktaraðilum Jerebko, Vitamin Well, hefur einnig sagt upp styrktarsamningi sínum við hann og svo gæti farið að hann yrði ekki sá eini.
Körfubolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira