Fylltu Hörpu af innfluttum áhorfendum þrjú kvöld í röð Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2022 19:11 Frá tónleikunum í Hörpu Aðsend mynd Hljómsveitin Umphrey‘s McGee fyllti Eldborgarsal í Hörpu af áhorfendum þrjú kvöld í röð um seinustu helgi. Fæstir hér á landi þekkja hljómsveitina en 1.500 Bandaríkjamenn lögðu leið sína til Íslands til að fylgjast með hljómsveitinni. Hljómsveitin var stofnuð í Indiana-fylki í Bandaríkjunum árið 1997 og hafa þeir gefið út 13 plötur í gegnum árin. Hljómsveitin er svokallað „jam band“ og einblína ekki á neina ákveðna tónlistarstefnu. Aðdáendur hennar eru fjölmargir vestanhafs og eru þeir til í að elta hana um allan heim. Allir í sömu sætum og ekkert lag endurtekið Tónleikarnir þrír fengu nafnið „Röckjavík“ og var uppselt á þá alla. Aðeins örfáir miðar voru seldir til Íslendinga og fengu nokkrir þeirra að hitta hljómsveitina. Á öllum tónleikunum voru sömu áhorfendur og fengu þeir nýja sýningu á hverju kvöldi. Ekkert lag var spilað tvisvar og sátu allir í sömu sætum og kvöldið áður. Einnig var hægt að kaupa aðgang að streymi frá tónleikunum þremur á 60 dollara eða tæplega 8.000 krónur. Aðdáendur hljómsveitarinnar koma flest allir frá Bandaríkjunum en nokkrir Íslendingar náðu að næla sér í miða.Aðsend mynd Líður vel á Íslandi Hljómsveitin kunni vel við sig á Íslandi og nýttu þeir tækifærið til að skoða helstu náttúruperlur landsins. „Maturinn, fólkið, landslagið – þetta var allt yndislegt. Við keyrðum um landið til að skoða landslagið, sumir fóru í fjallgöngu, á hestbak, í náttúruböð og svo margt fleira. Við áttum afar skemmtilega nótt þegar við vorum að leita að norðurljósunum. Við nutum okkar vel á Íslandi,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir í samtali við Vísi. Aðspurðir hvers vegna þeir hafi valið Ísland af öllum stöðum segja þeir einfaldlega: „Hvern langar ekki að fara til Íslands?“ Fljótir að selja upp Hljómsveitin gefur ekki einungis út frumsamin lög heldur gera þeir einnig ábreiður af vinsælum lögum. Mest spilaða lagið þeirra á Spotify er lagið „Can‘t Rock My Dream Face“ sem er blanda af mörgum vinsælum lögum á borð við Dreams með Fleetwood Mac, Rock With You með Michael Jackson og I Can‘t Feel My Face með The Weeknd. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var ekki lengi að seljast upp á tónleikana þegar miðarnir fóru í sölu fyrir tveimur árum og því voru allir verulega spenntir að fá loksins að sjá hljómsveitina. Á vefsíðu þeirra voru áhorfendur hvattir til að skoða landið á meðan dvölin stóð yfir og miðað við Twitter-færslur tónleikagesta voru þónokkuð margir sem fylltu helstu ferðamannastaði landsins. Harpa Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Hljómsveitin var stofnuð í Indiana-fylki í Bandaríkjunum árið 1997 og hafa þeir gefið út 13 plötur í gegnum árin. Hljómsveitin er svokallað „jam band“ og einblína ekki á neina ákveðna tónlistarstefnu. Aðdáendur hennar eru fjölmargir vestanhafs og eru þeir til í að elta hana um allan heim. Allir í sömu sætum og ekkert lag endurtekið Tónleikarnir þrír fengu nafnið „Röckjavík“ og var uppselt á þá alla. Aðeins örfáir miðar voru seldir til Íslendinga og fengu nokkrir þeirra að hitta hljómsveitina. Á öllum tónleikunum voru sömu áhorfendur og fengu þeir nýja sýningu á hverju kvöldi. Ekkert lag var spilað tvisvar og sátu allir í sömu sætum og kvöldið áður. Einnig var hægt að kaupa aðgang að streymi frá tónleikunum þremur á 60 dollara eða tæplega 8.000 krónur. Aðdáendur hljómsveitarinnar koma flest allir frá Bandaríkjunum en nokkrir Íslendingar náðu að næla sér í miða.Aðsend mynd Líður vel á Íslandi Hljómsveitin kunni vel við sig á Íslandi og nýttu þeir tækifærið til að skoða helstu náttúruperlur landsins. „Maturinn, fólkið, landslagið – þetta var allt yndislegt. Við keyrðum um landið til að skoða landslagið, sumir fóru í fjallgöngu, á hestbak, í náttúruböð og svo margt fleira. Við áttum afar skemmtilega nótt þegar við vorum að leita að norðurljósunum. Við nutum okkar vel á Íslandi,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir í samtali við Vísi. Aðspurðir hvers vegna þeir hafi valið Ísland af öllum stöðum segja þeir einfaldlega: „Hvern langar ekki að fara til Íslands?“ Fljótir að selja upp Hljómsveitin gefur ekki einungis út frumsamin lög heldur gera þeir einnig ábreiður af vinsælum lögum. Mest spilaða lagið þeirra á Spotify er lagið „Can‘t Rock My Dream Face“ sem er blanda af mörgum vinsælum lögum á borð við Dreams með Fleetwood Mac, Rock With You með Michael Jackson og I Can‘t Feel My Face með The Weeknd. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var ekki lengi að seljast upp á tónleikana þegar miðarnir fóru í sölu fyrir tveimur árum og því voru allir verulega spenntir að fá loksins að sjá hljómsveitina. Á vefsíðu þeirra voru áhorfendur hvattir til að skoða landið á meðan dvölin stóð yfir og miðað við Twitter-færslur tónleikagesta voru þónokkuð margir sem fylltu helstu ferðamannastaði landsins.
Harpa Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira