Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2022 11:31 Tinna Hrafnsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu hér á Vísi. Þættirnir birtast vikulega á Lífinu á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Vísir/Vilhelm „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. Hún frumsýnir í þessari viku hér á landi sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd eftir að hafa unnið að verkefninu í mörg ár. Skjálfti er byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Auði Jónsdóttur. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um gerð kvikmyndar upp úr bókinni sumarið 2016 en í viðtalinu segir Tinna að höfundurinn hafi ekki strax verið sannfærð um að leyfa henni að gera bókina að kvikmynd. „Þegar ég las bókina Stóri Skjálfti eftir Auði Jónsdóttur þá heltók hún mig. Mér fannst þessi saga algjörlega mögnuð. Ég veit ekki hvað gerðist, en ég bara varð að gera kvikmynd upp úr þessari bók,“ útskýrir Tinna í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Af því að þetta var nú mín fyrsta kvikmynd og ég hafði nú kannski ekki þá reynslu sem margir hafa þá var hún ekki alveg viss.“ Horfist í augu við fortíðina Tinna segir að hún hafi svo fengið símtal frá Auði þar sem hún sagðist ætla að treysta henni fyrir verkefninu. Tinna er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. „Það var algjörlega magnað að fá heimild til að kvikmynda þessa bók því ég tengdi líka svo sjálf við efni bókarinnar. Tengdi svo við söguna sjálfa persónulega. Þarna er manneskja sem fer í gegnum ákveðna sjálfsskoðun. Aðstæður í hennar lífi verða til þess að hún þarf að horfast í augu við hluti úr sinni fortíð sem eru erfiðir. “ Henni fannst hún því hafa reynsluna og þekkinguna vegna eigin æsku til að koma sögunni á hvíta tjaldið. Aðalpersóna sögunnar uppgötvar að áföll úr æsku eru að hafa áhrif á líf hennar í dag, en fjölskyldan neitar alfarið að ræða málið og vilja þau láta eins og ekkert hafi gerst. „Saga er að kljást við fyrirbærið þöggun.“ segir Tinna. Viðbrögðin við myndinni hafa verið mjög sterk og er ljóst að margir tengja við það sem aðalpersónan Saga, leikin af Anítu Briem, er að fara í gegnum. Viðtalið við Tinnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Tinna meðal annars um ferilinn, ófrjósemina, að vinna með eiginmanninum, sjálfsöryggi, þöggun og mikilvægi þess að vinna úr því sem maður upplifir í æsku. Klippa: Einkalífið - Tinna Hrafnsdóttir Einkalífið Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09 Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár. 25. ágúst 2021 09:58 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Skjálfti Í dag var frumsýnt fyrsta sýnishornið úr íslensku kvikmyndinni Skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. 24. júní 2021 16:01 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Hún frumsýnir í þessari viku hér á landi sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd eftir að hafa unnið að verkefninu í mörg ár. Skjálfti er byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Auði Jónsdóttur. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um gerð kvikmyndar upp úr bókinni sumarið 2016 en í viðtalinu segir Tinna að höfundurinn hafi ekki strax verið sannfærð um að leyfa henni að gera bókina að kvikmynd. „Þegar ég las bókina Stóri Skjálfti eftir Auði Jónsdóttur þá heltók hún mig. Mér fannst þessi saga algjörlega mögnuð. Ég veit ekki hvað gerðist, en ég bara varð að gera kvikmynd upp úr þessari bók,“ útskýrir Tinna í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Af því að þetta var nú mín fyrsta kvikmynd og ég hafði nú kannski ekki þá reynslu sem margir hafa þá var hún ekki alveg viss.“ Horfist í augu við fortíðina Tinna segir að hún hafi svo fengið símtal frá Auði þar sem hún sagðist ætla að treysta henni fyrir verkefninu. Tinna er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. „Það var algjörlega magnað að fá heimild til að kvikmynda þessa bók því ég tengdi líka svo sjálf við efni bókarinnar. Tengdi svo við söguna sjálfa persónulega. Þarna er manneskja sem fer í gegnum ákveðna sjálfsskoðun. Aðstæður í hennar lífi verða til þess að hún þarf að horfast í augu við hluti úr sinni fortíð sem eru erfiðir. “ Henni fannst hún því hafa reynsluna og þekkinguna vegna eigin æsku til að koma sögunni á hvíta tjaldið. Aðalpersóna sögunnar uppgötvar að áföll úr æsku eru að hafa áhrif á líf hennar í dag, en fjölskyldan neitar alfarið að ræða málið og vilja þau láta eins og ekkert hafi gerst. „Saga er að kljást við fyrirbærið þöggun.“ segir Tinna. Viðbrögðin við myndinni hafa verið mjög sterk og er ljóst að margir tengja við það sem aðalpersónan Saga, leikin af Anítu Briem, er að fara í gegnum. Viðtalið við Tinnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Tinna meðal annars um ferilinn, ófrjósemina, að vinna með eiginmanninum, sjálfsöryggi, þöggun og mikilvægi þess að vinna úr því sem maður upplifir í æsku. Klippa: Einkalífið - Tinna Hrafnsdóttir
Einkalífið Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09 Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár. 25. ágúst 2021 09:58 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Skjálfti Í dag var frumsýnt fyrsta sýnishornið úr íslensku kvikmyndinni Skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. 24. júní 2021 16:01 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09
Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30
Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár. 25. ágúst 2021 09:58
Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Skjálfti Í dag var frumsýnt fyrsta sýnishornið úr íslensku kvikmyndinni Skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. 24. júní 2021 16:01