Kántrýstjarna frestaði tónleikum af því hann vildi ekki missa af leik UNC og Duke Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 16:00 Eric Church sést hér á leik Norður-Karólínu og Duke fyrir nokkrum árum. Getty/Peyton Williams Kántrýstjarnan Eric Church er á tónleikaferð um Bandaríkin þessi misserin. Margir tónlistarmenn hafa þurft að fresta tónleikum út af kórónuveirunni en Church þurfti að aflýsa tónleikum vegna allt annarrar ástæðu. Church er frá Norður-Karólínu og vildi alls ekki að missa af risaíþróttaviðburði á föstudagskvöldið. Erkifjendurnir úr Norður-Karólínu háskóla og Duke skóla mætast þá í Final Four, undanúrslitaleik í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. Marsfárið hefur staðið yfir síðustu vikur og nú ráðast úrslitin um helgina. Church er mikill körfuboltaáhugamaður og það sést á ákvörðun hans. Annað kvöld átti Church að halda stóra tónleika í San Antonio en hann hefur nú frestað þeim. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Church tilkynnti aðdáendum sínum að hann verði þess í stað meðal áhorfenda í New Orleans til að hvetja sitt lið áfram sem lið Norður-Karólínu háskóla. Öll fjölskylda söngvarans verður líka með honum í stúkunni. Þetta gæti verið sögulegur leikur því Mike Krzyzewski, þjálfari Duke háskóla síðustu 42 ár, er mögulega að stýra liðinu í síðasta sinn. Krzyzewski, eða „Coach K“ eins og hann er jafnan kallaður, hefur gert Duke fimm sinnum að meisturum og undir hans stjórn hefur Duke unnið yfir ellefu hundruð leiki. Það lið sem vinnur leikinn kemst í úrslitaleikinn um háskólatitilinn. Það væri því draumur fyrir leikmenn og stuðningsfólk Norður-Karólínu háskóla að tryggja sér ekki aðeins sæti í úrslitaleiknum heldur enda um leið þjálfaraferil Krzyzewski. Eric Church er mjög virtur og margverðlaunaður í kántrý heiminum og var meðal annars kosinn skemmtikraftur ársins 2020, „Entertainer of the Year“, á verðlaunahátíð CMA sem er samtök kántrý tónlistar iðnaðarins. Körfubolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Church er frá Norður-Karólínu og vildi alls ekki að missa af risaíþróttaviðburði á föstudagskvöldið. Erkifjendurnir úr Norður-Karólínu háskóla og Duke skóla mætast þá í Final Four, undanúrslitaleik í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. Marsfárið hefur staðið yfir síðustu vikur og nú ráðast úrslitin um helgina. Church er mikill körfuboltaáhugamaður og það sést á ákvörðun hans. Annað kvöld átti Church að halda stóra tónleika í San Antonio en hann hefur nú frestað þeim. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Church tilkynnti aðdáendum sínum að hann verði þess í stað meðal áhorfenda í New Orleans til að hvetja sitt lið áfram sem lið Norður-Karólínu háskóla. Öll fjölskylda söngvarans verður líka með honum í stúkunni. Þetta gæti verið sögulegur leikur því Mike Krzyzewski, þjálfari Duke háskóla síðustu 42 ár, er mögulega að stýra liðinu í síðasta sinn. Krzyzewski, eða „Coach K“ eins og hann er jafnan kallaður, hefur gert Duke fimm sinnum að meisturum og undir hans stjórn hefur Duke unnið yfir ellefu hundruð leiki. Það lið sem vinnur leikinn kemst í úrslitaleikinn um háskólatitilinn. Það væri því draumur fyrir leikmenn og stuðningsfólk Norður-Karólínu háskóla að tryggja sér ekki aðeins sæti í úrslitaleiknum heldur enda um leið þjálfaraferil Krzyzewski. Eric Church er mjög virtur og margverðlaunaður í kántrý heiminum og var meðal annars kosinn skemmtikraftur ársins 2020, „Entertainer of the Year“, á verðlaunahátíð CMA sem er samtök kántrý tónlistar iðnaðarins.
Körfubolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira