Reiður eftir að Maguire mátti þola baul frá eigin stuðningsmönnum Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 08:31 Harry Maguire í leiknum gegn Fílabeinsströndinni á Wembley í gær, þar sem baulað var á hann. Getty/Alex Pantling Stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta bauluðu á Harry Maguire, miðvörð Manchester United, þegar hann var kynntur til leiks á Wembley í gærkvöld fyrir vináttulandsleikinn við Fílabeinsströndina. England vann leikinn 3-0 en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var engu að síður ósáttur eftir leik og harmaði hegðun stuðningsmannanna. „Þessar móttökur voru grín. Algjört grín,“ sagði Southgate. Maguire hefur átt erfitt tímabil með Manchester United og valdið miklum vonbrigðum en verið í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu sem komist hefur í undanúrslit HM og úrslitaleik EM á undanförnum árum. Sumir stuðningsmanna enska landsliðsins héldu áfram að baula á Maguire þegar hann snerti boltann fyrst í leiknum en þetta var 42. landsleikur þessa 29 ára miðvarðar. Gætu örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta „Ég veit ekki hverjum þetta á að gagnast,“ sagði Southgate um baul stuðningsmannanna. „Annað hvort erum við í þessu saman eða ekki. Ég er viss um að ef maður spyrði nokkra þeirra þá gætu þeir örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta. Þetta er múgæsingur. Á einum enda leikvangsins vorum við með harðkjarna stuðningsmenn sem reyndu að fá nafnið hans sungið – þetta voru ekki allir,“ sagði Southgate. Southgate late quotes on Maguire booing: Players have thought in the past: Do I want to go (with England)? Because when it turns a bit difficult the crowd are going to turn on me. That happened with John Barnes, it happens with Ashley Cole & with Raheem Sterling. Now Harry. pic.twitter.com/dObGrjbpyH— Darren Lewis (@MirrorDarren) March 30, 2022 Komið fyrir fleiri „Leikmenn munu horfa á þetta og hugsa með sér; Þetta gæti verið ég. Þetta fær leikmenn til að vilja ekki koma. Þetta kom fyrir John Barnes hérna, þetta kom fyrir Ashley Cole nokkrum sinnum, þetta kom fyrir Raheem og núna Harry,“ sagði Southgate. „Við þurfum á því að halda að Harry spili vel. Við vinnum ekki HM með fullt af leikmönnum sem hafa bara spilað 3-4 landsleiki. Það hefur aldrei gerst í sögu leiksins,“ sagði Southgate og var greinilega mikið niðri fyrir. Total embarrassment from whoever boo d tonight. @HarryMaguire93 has been incredible every single time he s put on the England shirt. Absolute nonsense now it s becoming. Back your own players. Especially with a Major tournament coming up. https://t.co/OdqM9F0Uw8— Declan Rice (@_DeclanRice) March 29, 2022 Fleiri hafa gagnrýnt hegðun stuðningsmannanna, meðal annars Declan Rice liðsfélagi Maguire í landsliðinu: „Algjörlega til skammar hjá þeim sem að bauluðu í kvöld. Harry Maguire hefur verið ótrúlegur í hvert einasta skipti sem hann klæðist ensku landsliðstreyjunni. Þetta er orðið algjört kjaftæði. Styðjið ykkar eigin leikmenn. Sérstaklega nú þegar stórmót nálgast,“ sagði Rice og vísaði til HM í Katar í lok árs. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
England vann leikinn 3-0 en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var engu að síður ósáttur eftir leik og harmaði hegðun stuðningsmannanna. „Þessar móttökur voru grín. Algjört grín,“ sagði Southgate. Maguire hefur átt erfitt tímabil með Manchester United og valdið miklum vonbrigðum en verið í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu sem komist hefur í undanúrslit HM og úrslitaleik EM á undanförnum árum. Sumir stuðningsmanna enska landsliðsins héldu áfram að baula á Maguire þegar hann snerti boltann fyrst í leiknum en þetta var 42. landsleikur þessa 29 ára miðvarðar. Gætu örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta „Ég veit ekki hverjum þetta á að gagnast,“ sagði Southgate um baul stuðningsmannanna. „Annað hvort erum við í þessu saman eða ekki. Ég er viss um að ef maður spyrði nokkra þeirra þá gætu þeir örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta. Þetta er múgæsingur. Á einum enda leikvangsins vorum við með harðkjarna stuðningsmenn sem reyndu að fá nafnið hans sungið – þetta voru ekki allir,“ sagði Southgate. Southgate late quotes on Maguire booing: Players have thought in the past: Do I want to go (with England)? Because when it turns a bit difficult the crowd are going to turn on me. That happened with John Barnes, it happens with Ashley Cole & with Raheem Sterling. Now Harry. pic.twitter.com/dObGrjbpyH— Darren Lewis (@MirrorDarren) March 30, 2022 Komið fyrir fleiri „Leikmenn munu horfa á þetta og hugsa með sér; Þetta gæti verið ég. Þetta fær leikmenn til að vilja ekki koma. Þetta kom fyrir John Barnes hérna, þetta kom fyrir Ashley Cole nokkrum sinnum, þetta kom fyrir Raheem og núna Harry,“ sagði Southgate. „Við þurfum á því að halda að Harry spili vel. Við vinnum ekki HM með fullt af leikmönnum sem hafa bara spilað 3-4 landsleiki. Það hefur aldrei gerst í sögu leiksins,“ sagði Southgate og var greinilega mikið niðri fyrir. Total embarrassment from whoever boo d tonight. @HarryMaguire93 has been incredible every single time he s put on the England shirt. Absolute nonsense now it s becoming. Back your own players. Especially with a Major tournament coming up. https://t.co/OdqM9F0Uw8— Declan Rice (@_DeclanRice) March 29, 2022 Fleiri hafa gagnrýnt hegðun stuðningsmannanna, meðal annars Declan Rice liðsfélagi Maguire í landsliðinu: „Algjörlega til skammar hjá þeim sem að bauluðu í kvöld. Harry Maguire hefur verið ótrúlegur í hvert einasta skipti sem hann klæðist ensku landsliðstreyjunni. Þetta er orðið algjört kjaftæði. Styðjið ykkar eigin leikmenn. Sérstaklega nú þegar stórmót nálgast,“ sagði Rice og vísaði til HM í Katar í lok árs.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira