Þór endar í öðru sæti, Kórdrengir fara í umspil Snorri Rafn Hallsson skrifar 30. mars 2022 17:00 Eftir tap Fylkis gegn Sögu fyrr um kvöldið var staðfest að Kórdrengir myndu ljúka tímabilinu í sjöunda sæti deildarinnar og leika gegn Tension um sæti í Ljósleiðaradeildinni á næsta tímabili. Það var því í raun ekkert í húfi fyrir Kórdrengir en Þórsarar gátu tryggt sér annað sætið með sigri. Fyrri leikir liðanna fóru 16–10 fyrir Þór í Overpass og 16–13 fyrir Þór í Nuke. Liðin kusu að ljúka tímabilinu í Inferno og vann Þór hnífalotuna og byrjaði í vörn (Counter-Terrorists). Einvígin féllu með Kórdrengjum í skammbyssulotunni þar sem Þórsurum gekk brösuglega að hitta og tóku Kórdrengir því fyrsta stigið í leiknum. Endurtóku þeir leikinn í næstu lotu þar sem Kórdrengir opnuðu A svæðið en skiptu svo yfir á B. Kórdrengir unnu þannig 3 lotur í röð áður en vörn Þórs loksins hélt þar sem reyksprengjum rigndi yfir kortið. Þórsarar voru snöggir að jafna og koma sér yfir í 8–3. Kórdrengir fengu lítið pláss á kortinu og fundu hvergi færi á Þórsurum sem röðuðu hverri lotunni inn á fætur annarri. Ekkert lát virtist vera á velgengi þeirra þar til Kórdrengir loks fengu tækifæri til að koma sprengjunni niður og Allee náði ekki að bjarga lotunni fyrir horn þrátt fyrir góða tilraun. Dabbehh og Peterrr náðu hins vegar að vinna næstu lotu fyrir Þór á síðustu stundu. Fjórföld fella frá Allee skilaði Þór tíunda stiginu áður en Kórdrengir kræktu í sitt fimmta. Staða í hálfleik: Þór 10 – 5 Kórdrengir Þórsarar unnu skammbyssulotuna í þetta skiptið og fylgdu því eftir með næstu fimm. Kórdrengir voru blankir framan af og nýttu Þórsarar sér það til að brjótast í gegnum vörnina og fella Kórdrengi snemma í lotunum. Þegar Þór var alveg kominn að því að sigra leikinn náðu Kórdrengir í sína fyrstu lotu í vörninni og bættu fimm við í kjölfarið, þar sem Xenyy var meðal annars með fjórfalda fellu. Þessi fíni sprettur dugði þó ekki til og þreföld fella frá Rean innsiglaði sigurinn fyrir Þór. Lokastaða: Þór 16 – 10 Kórdrengir Sigurinn var aldrei í hættu hjá Þór þó bæði lið hafi verið örlítið andlaus um stund og ljóst er að Þór líkur tímabilinu í öðru sæti deildarinnar, en Kórdrengir í því sjöunda. Enn á því eftir að skýrast hvort Kórdrengir leika í Ljósleiðaradeildinni á næsta tímabili. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri
Eftir tap Fylkis gegn Sögu fyrr um kvöldið var staðfest að Kórdrengir myndu ljúka tímabilinu í sjöunda sæti deildarinnar og leika gegn Tension um sæti í Ljósleiðaradeildinni á næsta tímabili. Það var því í raun ekkert í húfi fyrir Kórdrengir en Þórsarar gátu tryggt sér annað sætið með sigri. Fyrri leikir liðanna fóru 16–10 fyrir Þór í Overpass og 16–13 fyrir Þór í Nuke. Liðin kusu að ljúka tímabilinu í Inferno og vann Þór hnífalotuna og byrjaði í vörn (Counter-Terrorists). Einvígin féllu með Kórdrengjum í skammbyssulotunni þar sem Þórsurum gekk brösuglega að hitta og tóku Kórdrengir því fyrsta stigið í leiknum. Endurtóku þeir leikinn í næstu lotu þar sem Kórdrengir opnuðu A svæðið en skiptu svo yfir á B. Kórdrengir unnu þannig 3 lotur í röð áður en vörn Þórs loksins hélt þar sem reyksprengjum rigndi yfir kortið. Þórsarar voru snöggir að jafna og koma sér yfir í 8–3. Kórdrengir fengu lítið pláss á kortinu og fundu hvergi færi á Þórsurum sem röðuðu hverri lotunni inn á fætur annarri. Ekkert lát virtist vera á velgengi þeirra þar til Kórdrengir loks fengu tækifæri til að koma sprengjunni niður og Allee náði ekki að bjarga lotunni fyrir horn þrátt fyrir góða tilraun. Dabbehh og Peterrr náðu hins vegar að vinna næstu lotu fyrir Þór á síðustu stundu. Fjórföld fella frá Allee skilaði Þór tíunda stiginu áður en Kórdrengir kræktu í sitt fimmta. Staða í hálfleik: Þór 10 – 5 Kórdrengir Þórsarar unnu skammbyssulotuna í þetta skiptið og fylgdu því eftir með næstu fimm. Kórdrengir voru blankir framan af og nýttu Þórsarar sér það til að brjótast í gegnum vörnina og fella Kórdrengi snemma í lotunum. Þegar Þór var alveg kominn að því að sigra leikinn náðu Kórdrengir í sína fyrstu lotu í vörninni og bættu fimm við í kjölfarið, þar sem Xenyy var meðal annars með fjórfalda fellu. Þessi fíni sprettur dugði þó ekki til og þreföld fella frá Rean innsiglaði sigurinn fyrir Þór. Lokastaða: Þór 16 – 10 Kórdrengir Sigurinn var aldrei í hættu hjá Þór þó bæði lið hafi verið örlítið andlaus um stund og ljóst er að Þór líkur tímabilinu í öðru sæti deildarinnar, en Kórdrengir í því sjöunda. Enn á því eftir að skýrast hvort Kórdrengir leika í Ljósleiðaradeildinni á næsta tímabili.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti