George Clooney opnar á möguleikann á að kaupa enskt fótboltafélag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 09:30 George Clooney og eiginkona hans Amal Clooney á verðlaunahátíð í London. EPA-EFE/VICKIE FLORES Heimsfrægur bandarískur leikari gæti bæst í hóp þeirra útlendinga sem eiga knattspyrnufélag í Englandi. Hann útilokar ekki slík afskipti að enska boltanum. Margir ríkir útlendingar hafa komið inn í enska boltann á síðustu áratugum og flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum eða miðausturlöndum. Hollywood virðist vera að vakna líka. Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust Wrexham fyir ári síðan og nú gæti enn stærra nafn í Hollywood fylgt í þeirra fótspor. Það er alla vega draumurinn í Derbyshire sýslu. Hollywood star reveals to Derbyshire Life what sparked his interest in the Rams https://t.co/DSAxTrALsx— Derbyshire Life (@derbyshirelife) March 25, 2022 George Clooney er einn frægasti leikari heims og í nýju viðtali opnar hann fyrir möguleikann á því að kaupa enskt fótboltafélag. Við erum þó ekki að tala um Chelsea, sem er til sölu, heldur félag í miklum greiðsluvandræðum. Félagið sem Clooney hefur áhuga á er Derby County. Svo gæti nefnilega farið svo að George Clooney hjálpi knattspyrnustjóri Wayne Rooney að endurvekja þetta gamla stórveldi svo framarlega sem markahæsti leikmaður enska landsliðsins haldi þetta út. Derby er í miklum fjárhagsvandræðum og svo miklum að félagið þurfti að byrja tímabilið í ensku b-deildinni með 21 stig í mínus. Clooney talaði sjálfur um Derby í viðtali við tímaritið Derbyshire Life. George Clooney discusses buying Derby County pic.twitter.com/9RlsUW84Uu— Mirror Football (@MirrorFootball) March 27, 2022 „Derby er frábært fótboltafélag með frábæra sögu og ég er viss um að það á frábæra framtíð fyrir sér líka,“ sagði George Clooney í viðtalinu við Derbyshire Life. Hinn sextugi Clooney fékk áhuga á Derby Conty eftir að hann kynntist leikaranum Jack O'Connel sem er fæddur í Derbyshire. „Áhugi minn á fótbolta hefur vaxið mikið á síðustu árum og að eiga fótboltafélag er ef til vill það næstbesta á eftir því að spila fyrir félag. Kannski, einn daginn. Ég veit að það hafa verið vandræði undanfarið en það er ekkert sem ekki er hægt að laga,“ sagði Clooney. Þrátt fyrir öll mínus stigin þá hefur Derby átt gott tímabil. Liðið er vissulega í síðasta sæti deildarinnar en á enn möguleika á að bjarga sér frá falli í C-deild sem er magnað miðað við það að byrja í -21 stigi. Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Margir ríkir útlendingar hafa komið inn í enska boltann á síðustu áratugum og flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum eða miðausturlöndum. Hollywood virðist vera að vakna líka. Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust Wrexham fyir ári síðan og nú gæti enn stærra nafn í Hollywood fylgt í þeirra fótspor. Það er alla vega draumurinn í Derbyshire sýslu. Hollywood star reveals to Derbyshire Life what sparked his interest in the Rams https://t.co/DSAxTrALsx— Derbyshire Life (@derbyshirelife) March 25, 2022 George Clooney er einn frægasti leikari heims og í nýju viðtali opnar hann fyrir möguleikann á því að kaupa enskt fótboltafélag. Við erum þó ekki að tala um Chelsea, sem er til sölu, heldur félag í miklum greiðsluvandræðum. Félagið sem Clooney hefur áhuga á er Derby County. Svo gæti nefnilega farið svo að George Clooney hjálpi knattspyrnustjóri Wayne Rooney að endurvekja þetta gamla stórveldi svo framarlega sem markahæsti leikmaður enska landsliðsins haldi þetta út. Derby er í miklum fjárhagsvandræðum og svo miklum að félagið þurfti að byrja tímabilið í ensku b-deildinni með 21 stig í mínus. Clooney talaði sjálfur um Derby í viðtali við tímaritið Derbyshire Life. George Clooney discusses buying Derby County pic.twitter.com/9RlsUW84Uu— Mirror Football (@MirrorFootball) March 27, 2022 „Derby er frábært fótboltafélag með frábæra sögu og ég er viss um að það á frábæra framtíð fyrir sér líka,“ sagði George Clooney í viðtalinu við Derbyshire Life. Hinn sextugi Clooney fékk áhuga á Derby Conty eftir að hann kynntist leikaranum Jack O'Connel sem er fæddur í Derbyshire. „Áhugi minn á fótbolta hefur vaxið mikið á síðustu árum og að eiga fótboltafélag er ef til vill það næstbesta á eftir því að spila fyrir félag. Kannski, einn daginn. Ég veit að það hafa verið vandræði undanfarið en það er ekkert sem ekki er hægt að laga,“ sagði Clooney. Þrátt fyrir öll mínus stigin þá hefur Derby átt gott tímabil. Liðið er vissulega í síðasta sæti deildarinnar en á enn möguleika á að bjarga sér frá falli í C-deild sem er magnað miðað við það að byrja í -21 stigi.
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira