Boston á toppinn en snemmbúið sumarfrí blasir við Lakers Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 08:01 Jayson Tatum og Taurean Prince fylgjast með skoti Tatums í gærkvöld í sigri Boston Celtics á Minnesota Timberwolves. Getty/Kathryn Riley Með sjötta sigri sínum í röð í gærkvöld eru Boston Celtics komnir á topp austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. LA Lakers er hins vegar í mikilli hættu á að missa algjörlega af úrslitakeppninni. Stórleikur gærdagsins var hins vegar leikur Phoenix Suns og Philadelphia 76ers en hreinlega ekkert virðist geta stöðvað Phoenix sem vann 114-104. Devin Booker skoraði 35 stig og Phoenix, sem hefur þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar, vann sinn áttunda sigur í röð. Spennan er mikið, mikið meiri á toppi austurdeildarinnar þar sem Philadelphia er nú ekki lengur efst. Fjögur efstu liðin hafa hvert um sig tapað 28 leikjum en Boston og Miami Heat unnið 47, og Milwaukee Bucks og Philadelphia unnið 46. Staðan í deildunum þegar liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir.NBA Spennan verður því mikil í síðustu umferðunum fram að úrslitakeppni en liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir hvert. Fram undan er stórleikur því Boston og Miami mætast á miðvikudaginn. Boston hefur unnið tvo leiki gegn Miami í vetur. Jayson Tatum skoraði 34 stig og Jaylen Brown 31 og tók 10 fráköst þegar Boston vann 134-112 sigur gegn Minnesota Timberwolves í gær. Enn aukast vandræði Lakers LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aftur á móti í afar slæmum málum og sitja í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 116-108 tap gegn New Orleans Pelicans sem þar með komst upp í 9. sætið. Það er því raunveruleg hætta á því að Lakers fari hreinlega í sumarfrí strax og deildarkeppninni lýkur því liðið hefur naumt forskot á San Antonio Spurs sem er í 11. sæti. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. James setti niður sjö þrista í gær og skoraði 39 stig en það dugði skammt og hann hitti aðeins úr tveimur af átta skotum sínum í fjórða leikhluta, sárþjáður eftir að hafa snúið sig á ökkla. Brandon Ingram sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 26 stig fyrir New Orleans. Úrslit gærdagsins: Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Sjá meira
Stórleikur gærdagsins var hins vegar leikur Phoenix Suns og Philadelphia 76ers en hreinlega ekkert virðist geta stöðvað Phoenix sem vann 114-104. Devin Booker skoraði 35 stig og Phoenix, sem hefur þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar, vann sinn áttunda sigur í röð. Spennan er mikið, mikið meiri á toppi austurdeildarinnar þar sem Philadelphia er nú ekki lengur efst. Fjögur efstu liðin hafa hvert um sig tapað 28 leikjum en Boston og Miami Heat unnið 47, og Milwaukee Bucks og Philadelphia unnið 46. Staðan í deildunum þegar liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir.NBA Spennan verður því mikil í síðustu umferðunum fram að úrslitakeppni en liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir hvert. Fram undan er stórleikur því Boston og Miami mætast á miðvikudaginn. Boston hefur unnið tvo leiki gegn Miami í vetur. Jayson Tatum skoraði 34 stig og Jaylen Brown 31 og tók 10 fráköst þegar Boston vann 134-112 sigur gegn Minnesota Timberwolves í gær. Enn aukast vandræði Lakers LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aftur á móti í afar slæmum málum og sitja í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 116-108 tap gegn New Orleans Pelicans sem þar með komst upp í 9. sætið. Það er því raunveruleg hætta á því að Lakers fari hreinlega í sumarfrí strax og deildarkeppninni lýkur því liðið hefur naumt forskot á San Antonio Spurs sem er í 11. sæti. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. James setti niður sjö þrista í gær og skoraði 39 stig en það dugði skammt og hann hitti aðeins úr tveimur af átta skotum sínum í fjórða leikhluta, sárþjáður eftir að hafa snúið sig á ökkla. Brandon Ingram sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 26 stig fyrir New Orleans. Úrslit gærdagsins: Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti