Boston á toppinn en snemmbúið sumarfrí blasir við Lakers Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 08:01 Jayson Tatum og Taurean Prince fylgjast með skoti Tatums í gærkvöld í sigri Boston Celtics á Minnesota Timberwolves. Getty/Kathryn Riley Með sjötta sigri sínum í röð í gærkvöld eru Boston Celtics komnir á topp austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. LA Lakers er hins vegar í mikilli hættu á að missa algjörlega af úrslitakeppninni. Stórleikur gærdagsins var hins vegar leikur Phoenix Suns og Philadelphia 76ers en hreinlega ekkert virðist geta stöðvað Phoenix sem vann 114-104. Devin Booker skoraði 35 stig og Phoenix, sem hefur þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar, vann sinn áttunda sigur í röð. Spennan er mikið, mikið meiri á toppi austurdeildarinnar þar sem Philadelphia er nú ekki lengur efst. Fjögur efstu liðin hafa hvert um sig tapað 28 leikjum en Boston og Miami Heat unnið 47, og Milwaukee Bucks og Philadelphia unnið 46. Staðan í deildunum þegar liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir.NBA Spennan verður því mikil í síðustu umferðunum fram að úrslitakeppni en liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir hvert. Fram undan er stórleikur því Boston og Miami mætast á miðvikudaginn. Boston hefur unnið tvo leiki gegn Miami í vetur. Jayson Tatum skoraði 34 stig og Jaylen Brown 31 og tók 10 fráköst þegar Boston vann 134-112 sigur gegn Minnesota Timberwolves í gær. Enn aukast vandræði Lakers LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aftur á móti í afar slæmum málum og sitja í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 116-108 tap gegn New Orleans Pelicans sem þar með komst upp í 9. sætið. Það er því raunveruleg hætta á því að Lakers fari hreinlega í sumarfrí strax og deildarkeppninni lýkur því liðið hefur naumt forskot á San Antonio Spurs sem er í 11. sæti. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. James setti niður sjö þrista í gær og skoraði 39 stig en það dugði skammt og hann hitti aðeins úr tveimur af átta skotum sínum í fjórða leikhluta, sárþjáður eftir að hafa snúið sig á ökkla. Brandon Ingram sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 26 stig fyrir New Orleans. Úrslit gærdagsins: Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Sjá meira
Stórleikur gærdagsins var hins vegar leikur Phoenix Suns og Philadelphia 76ers en hreinlega ekkert virðist geta stöðvað Phoenix sem vann 114-104. Devin Booker skoraði 35 stig og Phoenix, sem hefur þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar, vann sinn áttunda sigur í röð. Spennan er mikið, mikið meiri á toppi austurdeildarinnar þar sem Philadelphia er nú ekki lengur efst. Fjögur efstu liðin hafa hvert um sig tapað 28 leikjum en Boston og Miami Heat unnið 47, og Milwaukee Bucks og Philadelphia unnið 46. Staðan í deildunum þegar liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir.NBA Spennan verður því mikil í síðustu umferðunum fram að úrslitakeppni en liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir hvert. Fram undan er stórleikur því Boston og Miami mætast á miðvikudaginn. Boston hefur unnið tvo leiki gegn Miami í vetur. Jayson Tatum skoraði 34 stig og Jaylen Brown 31 og tók 10 fráköst þegar Boston vann 134-112 sigur gegn Minnesota Timberwolves í gær. Enn aukast vandræði Lakers LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aftur á móti í afar slæmum málum og sitja í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 116-108 tap gegn New Orleans Pelicans sem þar með komst upp í 9. sætið. Það er því raunveruleg hætta á því að Lakers fari hreinlega í sumarfrí strax og deildarkeppninni lýkur því liðið hefur naumt forskot á San Antonio Spurs sem er í 11. sæti. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. James setti niður sjö þrista í gær og skoraði 39 stig en það dugði skammt og hann hitti aðeins úr tveimur af átta skotum sínum í fjórða leikhluta, sárþjáður eftir að hafa snúið sig á ökkla. Brandon Ingram sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 26 stig fyrir New Orleans. Úrslit gærdagsins: Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Sjá meira