Magnaðar ljósmyndir á gömlu almenningssalerni Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 27. mars 2022 18:05 Iryna Kamieniewa er sýningarstjóri sýningarinnar. Vísir/Egill Í Núllinu í miðbæ Reykjavíkur var áður almenningssalerni, en nú er starfrækt þar listastúdíó. Þessi dægrin má þar finna ljósmyndasýningu sem hverfist um Úkraínu, sögu landsins og stríðið sem geisað hefur þar síðasta rúma mánuðinn. Sýningin ber heitið Ukraine: Yestarday, Today, Tomorrow, eða Úkraína: Í dag, í gær, á morgun. Sýningarstjórinn, hin úkraínska Iryna Kamieniewa, ræddi sýninguna stuttlega við fréttastofu. „Hér sýnum við verk fjögurra ungra úkraínskra ljósmyndara. Ég er frá Úkraínu líka, þess vegna ákvað ég að setja upp þessa sýningu. Til þess að hjálpa landinu mínu.“ Sýningunni er í raun skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti sýnir „gærdag“ Úkraínu, eða tímann fyrir stríð. Myndir þess hluta sýna líf fólks á friðartímum og vinnu þeirra við landbúnað, en Úkraína er mikið landbúnaðarland. Annar hluti sýningarinnar hefur síðan að geyma myndir af almennum borgurum að vígbúast, áður en innrás Rússa hófst, en mörgum var orðið ljóst fyrir innrásina að eitthvað væri í vændum, enda höfðu Rússar verið með mikla hernaðarviðveru við landamæri Úkraínu. Síðasti hlutinn sýnir síðan aðstæður ungrar konu sem felur sig í loftvarnabyrgi, frá sprengju- og stórskotaliðsárásum Rússa, sem og aðstæður í úkraínskum bæjum og borgum í dag, sem margar hafa mátt sæta linnulausum árásum Rússahers með tilheyrandi eyðileggingu. Sjón er sögu ríkari, en innlit fréttastofu á sýninguna má sjá í spilaranum hér að ofan. Úkraína Ljósmyndun Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningin ber heitið Ukraine: Yestarday, Today, Tomorrow, eða Úkraína: Í dag, í gær, á morgun. Sýningarstjórinn, hin úkraínska Iryna Kamieniewa, ræddi sýninguna stuttlega við fréttastofu. „Hér sýnum við verk fjögurra ungra úkraínskra ljósmyndara. Ég er frá Úkraínu líka, þess vegna ákvað ég að setja upp þessa sýningu. Til þess að hjálpa landinu mínu.“ Sýningunni er í raun skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti sýnir „gærdag“ Úkraínu, eða tímann fyrir stríð. Myndir þess hluta sýna líf fólks á friðartímum og vinnu þeirra við landbúnað, en Úkraína er mikið landbúnaðarland. Annar hluti sýningarinnar hefur síðan að geyma myndir af almennum borgurum að vígbúast, áður en innrás Rússa hófst, en mörgum var orðið ljóst fyrir innrásina að eitthvað væri í vændum, enda höfðu Rússar verið með mikla hernaðarviðveru við landamæri Úkraínu. Síðasti hlutinn sýnir síðan aðstæður ungrar konu sem felur sig í loftvarnabyrgi, frá sprengju- og stórskotaliðsárásum Rússa, sem og aðstæður í úkraínskum bæjum og borgum í dag, sem margar hafa mátt sæta linnulausum árásum Rússahers með tilheyrandi eyðileggingu. Sjón er sögu ríkari, en innlit fréttastofu á sýninguna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Úkraína Ljósmyndun Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira