Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. mars 2022 16:01 Sérfræðingar segja illa farið með unga rússneska hermenn í herþjálfuninni. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum og Jón Ólafsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Þau segja fullkomlega ljóst að liðsandi innan Rússahers sé stórt vandamál. Fréttir hafa meðal annars borist af því að hermenn Rússa hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum. Busavígslan viðbjóðslegt form af ofbeldi Brynja Huld segir að svokölluð busavígsla hafi lengi tíðkast við móttöku nýliða í rússneska hernum. Aðferðunum sem Rússar beiti séu oft og tíðum grófar og til þess fallnar að grafa undan liðsanda. „Þessi busavígsla sem er í rauninni viðbjóðslegt form af ofbeldi, þar sem nýliðar í hernum eru beittir kynferðisofbeldi, þeim er haldið vakandi í lengri tíma, þeir eru pyntaðir og neyddir til að pynta og beita aðra ofbeldi. Það gerir það kannski að verkum að það sé ekki mikill liðsandi. Og almennt í herfræðunum þá er það oft það mikilvægasta í hvata herdeilda, [það] er tengingin milli eða samböndin milli einstaklinga. Þessi tilfinningatengsl og svona bolmagn milli herdeildanna er gífurlega mikill hvati. Og þessi hvati er eða tilfinningatengsl eru mjög löskuð. Ef þú ert með að þú ert með kannski 25% innan hersins sem hafa verið beittir hafa verið ofbeldi af öðrum í hernum,“ segir Brynja Huld. Rússneskir fjölmiðlar minnist ekki á unga hermenn Jón tekur í sama streng og segir að rekja megi busavígsluna til Sovétríkjanna. Hann voni þó að vígslan hafi skánað nú á síðari árum en það hafi verið mikið til umræðu í Rússlandi hve illa sé farið með þá sem þurfi að gegna herþjónustu. Mennirnir ungu komi gjarnan alveg bugaðir úr hernum jafnvel þótt þeir hafi ekki þurft að taka þátt í bardögum. „Í fjölmiðlum í Rússlandi er ekki talað um það að það séu ungir menn þarna. Þetta er séraðgerð samkvæmt þeim og það þýðir að það séu officerar í henni. En við sjáum það bara af þeim sem hafa verið sýndir fallnir eða teknir til fanga, þá eru tuttugu og fimm prósent örugglega nærri lagi,“ segir Jón. Hann segir að erfitt sé að ganga að því vísu að ungu mennirnir, sem margir fari tilneyddir í herinn vegna herkvaðningar, séu undirbúnir fyrir átökin. „Þá er ótrúlega auðvelt að spyrja, myndirðu fórna lífi þínu fyrir einhvern sem hefur beitt þig grófu ofbeldi og treystirðu þeim sem pynti þig til að bera hag þinn fyrir brjósti á vígvellinum? Og ég held að þetta spili ótrúlega mikið inn í móralinn hjá rússneska hernum,“ segir Brynja Huld. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sprengisandur Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Sjá meira
Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum og Jón Ólafsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Þau segja fullkomlega ljóst að liðsandi innan Rússahers sé stórt vandamál. Fréttir hafa meðal annars borist af því að hermenn Rússa hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum. Busavígslan viðbjóðslegt form af ofbeldi Brynja Huld segir að svokölluð busavígsla hafi lengi tíðkast við móttöku nýliða í rússneska hernum. Aðferðunum sem Rússar beiti séu oft og tíðum grófar og til þess fallnar að grafa undan liðsanda. „Þessi busavígsla sem er í rauninni viðbjóðslegt form af ofbeldi, þar sem nýliðar í hernum eru beittir kynferðisofbeldi, þeim er haldið vakandi í lengri tíma, þeir eru pyntaðir og neyddir til að pynta og beita aðra ofbeldi. Það gerir það kannski að verkum að það sé ekki mikill liðsandi. Og almennt í herfræðunum þá er það oft það mikilvægasta í hvata herdeilda, [það] er tengingin milli eða samböndin milli einstaklinga. Þessi tilfinningatengsl og svona bolmagn milli herdeildanna er gífurlega mikill hvati. Og þessi hvati er eða tilfinningatengsl eru mjög löskuð. Ef þú ert með að þú ert með kannski 25% innan hersins sem hafa verið beittir hafa verið ofbeldi af öðrum í hernum,“ segir Brynja Huld. Rússneskir fjölmiðlar minnist ekki á unga hermenn Jón tekur í sama streng og segir að rekja megi busavígsluna til Sovétríkjanna. Hann voni þó að vígslan hafi skánað nú á síðari árum en það hafi verið mikið til umræðu í Rússlandi hve illa sé farið með þá sem þurfi að gegna herþjónustu. Mennirnir ungu komi gjarnan alveg bugaðir úr hernum jafnvel þótt þeir hafi ekki þurft að taka þátt í bardögum. „Í fjölmiðlum í Rússlandi er ekki talað um það að það séu ungir menn þarna. Þetta er séraðgerð samkvæmt þeim og það þýðir að það séu officerar í henni. En við sjáum það bara af þeim sem hafa verið sýndir fallnir eða teknir til fanga, þá eru tuttugu og fimm prósent örugglega nærri lagi,“ segir Jón. Hann segir að erfitt sé að ganga að því vísu að ungu mennirnir, sem margir fari tilneyddir í herinn vegna herkvaðningar, séu undirbúnir fyrir átökin. „Þá er ótrúlega auðvelt að spyrja, myndirðu fórna lífi þínu fyrir einhvern sem hefur beitt þig grófu ofbeldi og treystirðu þeim sem pynti þig til að bera hag þinn fyrir brjósti á vígvellinum? Og ég held að þetta spili ótrúlega mikið inn í móralinn hjá rússneska hernum,“ segir Brynja Huld. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sprengisandur Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Sjá meira