Veður

Strekkingur og votviðri í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Það verður votviðri á sunnanverðu landinu í dag.
Það verður votviðri á sunnanverðu landinu í dag. Veðurstofa Íslands

Búast má við sunnan- og suðvestan strekkingi í dag og hvössum vindstrengjum við fjöll norðantil á landinu í dag. Þá er vætusamt og hlýtt í veðri en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi.

Þá verður víða norðan og norðaustan 8-13 m/s á morgun. Dálítil él og vægt frost um landið norðanvert en smá væta fram eftir degi sunnanlands og fremur milt veður. Hvassast verður á Norðvesturlandi en úrkomulítið sunnan heiða og hiti þar tvö til sjö stig.

Á mánudag má búast við ákveðinni austanátt, þurru veðri en áfram kulda norðan- og austantil en lítilsháttar slydda eða rigning á Suður- og Vesturlandi. Austan 8-13 metrar á sekúndu en 13-18 við suðurströndina. Þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 1 til 5 stig. Rigning eða snjókoma með köflum sunnantil, hiti um eða yfir frostmarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×