Körfubolti

Úrslit næturnar í NBA

Atli Arason skrifar
James Harden er að spila vel þessa dagana.
James Harden er að spila vel þessa dagana. Mitchell Leff/Getty Images

Það var nóg af fjöri í NBA körfuboltanum í nótt.

Minnesota Timberwolves 116 – 95 Dallas Mavericks

Luka Dončić sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Timberwolves og var með tvöfalda tvennu sem dugði þó ekki til fyrir Mavericks, Dončić setti 24 stig og tók 10 fráköst ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Hjá Timberwolves var Karl-Anthony Towns stigahæstur með 20 stig.

Eftir sigur Timberwolves er liðið í sjöunda sæti vesturdeildar á meðan Mavericks er í því fimmta.

LA Clippers 97 – 122 Philadelphia76ers

Los Angeles Clippers tapaði sínum fimmta leik í röð er liðið beið lægri hlut gegn Philadelpia 76ers. James Harden var stigahæsti leikmaður vallarins með 29 stig fyrir Philadelphia. Clippers er í áttunda sæti vesturdeildar á meðan 76ers eru í öðru sæti austurdeildar.

Miami Heat 103 – 111 New York Knicks

 New York Knicks vann óvæntan 8 stiga sigur á toppliði Miami Heat.

Immanuel Quickley var stigahæstur hjá Knicks með 23 stig en Jimmy Butler var allt í öllu hjá Heat með 30 stig, ásamt sjö fráköstum og sjö stoðsendingum.

Heat er þó áfram í efsta sæti austurdeildar á meðan Knicks er í því ellefta.

Portland Trail Blazers 106 – 125 Houston Rockets

Botnlið Rockets vann einnig óvæntan sigur er þeir unnu Portland Trail Blazers á útivelli með 19 stigum, þar sem Trendon Watford var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig. Jalen Green gerði 23 stig og var stigahæstur á leikvellinum.

Portland Trail Blazers er í 12. sæti vesturdeilar en Rockets er enn þá fast við botn deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×