Birkir Bjarna: Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 14:50 Birkir Bjarnason á æfingu með íslenska liðinu út á Spáni. KSÍ Birkir Bjarnason og félagar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta horfa bjartir fram á veginn og ætla setja meiri kröfur á liðið að fara vinna fleiri leiki. Íslenska liðið gekk í gegnum hörð og snögg kynslóðaskipti síðasta haust og náði ekki að fylgja eftir góðum árangri síðustu ár. Nú er komið nýtt ár og það bjartsýni í íslenska hópnum ef marka má orð fyrirliðans. Íslenska karlalandsliðið spilar tvo vináttulandsleiki á næstu dögum og sá fyrri er á móti Finnum á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Þetta er kannski búinn að vera erfiður tími hingað til en margt mjög jákvætt sem við höfum gert og margt sem við getum bætt okkur í,“ sagði Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Við erum búnir að fá rosalega góðan tíma núna og meiri tíma en áður. Við erum að þróa liðið og þróa okkar leik, bæði út á velli sem og inn í fundarsal. Þetta er búið að vera ótrúlega gott fyrir okkur,“ sagði Birkir. Leikurinn á móti Finnum á morgun verður fyrsti leikur íslenska liðsins árinu með fullt lið enda um fyrsta opinbera landsleikjaglugga ársins. „Eins og við höfum verið að ræða innan hóps þá ætlum við að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og til liðsins. Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur. Þetta er það sem þetta snýst um og við ætlum að vinna leiki og koma okkur á betri stað,“ sagði Birkir. „Það væri ekkert betra en að geta byrjað árið með sigri,“ sagði Birkir. Birkir vildi hins vegar ekki gera mikið úr árangri Norður Makedóníu í gær með það hvernig sigur þeirra á móti Íslandi speglaði íslenska landsliðið. Norður Makedónía komst einmitt upp úr riðli Íslands og í umspilið. „Við þurfum að gleyma úrslitunum sem voru í síðustu keppni og taka með okkur spilamennskuna. Einbeita okkur að því að gera betur og þróa okkur sem lið og einstaklinga. Við gerum það saman og vonandi eru bjartir tímar fram undan,“ sagði Birkir. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á morgun í Murcia á Spáni og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Sjá meira
Íslenska liðið gekk í gegnum hörð og snögg kynslóðaskipti síðasta haust og náði ekki að fylgja eftir góðum árangri síðustu ár. Nú er komið nýtt ár og það bjartsýni í íslenska hópnum ef marka má orð fyrirliðans. Íslenska karlalandsliðið spilar tvo vináttulandsleiki á næstu dögum og sá fyrri er á móti Finnum á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Þetta er kannski búinn að vera erfiður tími hingað til en margt mjög jákvætt sem við höfum gert og margt sem við getum bætt okkur í,“ sagði Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Við erum búnir að fá rosalega góðan tíma núna og meiri tíma en áður. Við erum að þróa liðið og þróa okkar leik, bæði út á velli sem og inn í fundarsal. Þetta er búið að vera ótrúlega gott fyrir okkur,“ sagði Birkir. Leikurinn á móti Finnum á morgun verður fyrsti leikur íslenska liðsins árinu með fullt lið enda um fyrsta opinbera landsleikjaglugga ársins. „Eins og við höfum verið að ræða innan hóps þá ætlum við að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og til liðsins. Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur. Þetta er það sem þetta snýst um og við ætlum að vinna leiki og koma okkur á betri stað,“ sagði Birkir. „Það væri ekkert betra en að geta byrjað árið með sigri,“ sagði Birkir. Birkir vildi hins vegar ekki gera mikið úr árangri Norður Makedóníu í gær með það hvernig sigur þeirra á móti Íslandi speglaði íslenska landsliðið. Norður Makedónía komst einmitt upp úr riðli Íslands og í umspilið. „Við þurfum að gleyma úrslitunum sem voru í síðustu keppni og taka með okkur spilamennskuna. Einbeita okkur að því að gera betur og þróa okkur sem lið og einstaklinga. Við gerum það saman og vonandi eru bjartir tímar fram undan,“ sagði Birkir. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á morgun í Murcia á Spáni og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Sjá meira